Þegar maður hefur jógaiðkun þá pælir maður vel í því hvað er góð jógadýna og hvað þarf hún að hafa, en það sem er ekki síður mikilvægt er leiðarvísir, Patanjali Jóga Sútra er leiðarvísir jógaiðkandans.
Dýnan þarf að vera sterk, má ekki slitna of mikið eða of hratt, stöm svo ég renni ekki og helst eitthvað gott merki svo ég sé nú ekki alveg út úr kú í jógatímanum, helst lífræn og niðurbrjótanleg í náttúru.
En hvað með leiðarvísir og hvert er mikilvægi hans? Hvert er ég að fara með iðkunina. Hver er iðkunin. Er jóga út fyrir dýnuna. Hefur jóga jafnvel einhver tengsl við mitt líf, tengslin við minn eigin huga, við annað fólk, við mitt umhverfi. Og jafnvel er eitthvað umfram þennan huga.
Höfuðleiðarvísirinn er Patanjali Jóga Sútra. Þetta er forn sjálfshjálparbók sem leiðbeinir mér í gegnum ranghala hugans og hans blekkingar. Virkni hugans og hvað hann er í raun og veru. Hvað er það sem er umfram huga og hvert er markmiðið með þessu öllu.
Sútrurnar eru nokkurskonar fyllyrðingar sem hefur verið samanpakkað í zip-skrá. Þar sem hver fullyrðing inniheldur gígantískt magn af upplýsingum í aðeins 5 -20 orðum. Og þessi zip skrá eru nokkurskonar umræða, sem fer alltaf aðeins dýpra í það viðfangsefni sem á við í hverjum kafla.
Jóga sútra eru í 4 köflum, þar sem hver kafli hefur ákveðið þema.
Góð dýna er mikilvægt verkfæri til jóga iðkunar. Enn eins og í öllum leiðangrum þar sem þú veist ekki nákvæmleg hvert þú ert að fara er gott að hafa góðan leiðarvísi til að villast ekki um of á leiðinni. Að hafa góðan leiðarvísir gefur skýrleika hvað ég geri á jógadýnunni og hvert er sambandið milli þess sem ég geri á dýnunni og lífs míns. Jóga sútra er aðal-leiðarvísir jógaiðkandans.
Lifið heil
Gummi
Viltu vita meira, tékkaðu á þessu listin að jóga 1
Þýðing
Śikṣaṇa – að nema, án aðlögunar, meistrun
Samhengi
Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.
Til forna var undirstaða þess að sá sem iðkaði undir śikṣaṇa stefnu væri, ungur, heilbrigður og án ábyrgðar í lífinu.
Þetta er mun ákafari æfingaferill en rakṣaṇa, þar sem stöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru iðkaðar án aðlögunar og ekki tekið tillit til tri krama.
Tilvitnun
“There are two categories of practice, the Śikṣaṇa Krama way, according to the rules,
or the Cikitsā Krama way, the application or adaptation of a posture
to suit a particular person or a particular situation.
Where postures need to be adapted to suit particular bodies and their limitations.
The authority for the postures comes from the teacher,
although some rules are indicated in the texts.”
TKV. Desikachar (tekið frá www.yogastudies.org)
Rakṣaṇa – að vernda, fyrirbyggjandi, jóga fyrir lífið.
Samhengi
Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.
Við verndum okkar daglegu athafnir, eins og svefn, matarvenjur, vinnuathöfn.
Fyrirbyggjandi, vísar að styðja það sem gæti mögulega farið úrskeiðis.
Eða styrkja það sem er veikt, svo það verði ekki fyrirstaða seinna í lífinu.
Tilvitnun
“Cikitsā Krama, is to gather dissipated Prāṇa.
Rakṣaṇa Krama, is to conserve gathered Prāṇa.
Śikṣaṇa Krama, is to intensify conserved Prāṇa.”