Menu
Grunnnámskeið í vinijóga

hóptímar

vinijóga er heildræn iðkun fyrir

líkama öndun og huga

Ef þú ert nýr að vinijóga þá mælum við með því að þú takir vinnustofuna “Efldu kraft og vitund með vinijóga”, eftir vinnustofuna hefur þú grunnskilning á öndunarmiðaðri iðkun. Tímarnir okkar skiptast í tímabil og hvert tímabil varir í 6 vikur.

Iðkunin kallast öndunarmiðuð iðkun og er djúpstæð öndunarþjálfun í kröftugri hreyfingu. Vinijóga er mjög yfirgripsmikil aðferð og þú getur átt von á að kynnast fjölmörgum verkfærum jógaiðkunar: stöðum, sitjandi hugleiðslu- og öndunaræfingum, bandha tækni, kyrjun og mantra. Sjáðu nánar hvers er að vænta

Einnig deilum við salnum okkar með frábærum kennurum skrollaðu niður til að kynnast þeirra tímum betur.

Okkur hlakkar til að kynnast þér.

Hafðu samband

efldu kraft og vitund með vinijóga

Í upphafi hvers tímabils, sjá dagsetningu hér.

Þriggja klukkustunda vinnustofa þar sem þú lærir undistöður öndunarmiðaðrar iðkunar. Öndunarmiðuð iðkun er djúpstæð öndunarþjálfun í kröftugri hreyfingu.Vinnustofan er alltaf kennd í upphafi tímabils eða á sex vikna fresti.

Við mælum með því að þú takir þessa vinnustofu ef þú hefur möguleika. Eftir þessa vinnustofu munt þú hafa grunnskilning til iðkunar í hóptímum hjá okkur. Sjá næstu vinnustofu hér.

 

vinijóga 1

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 19:45 – 21:00

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Vinijóga 1 eru kenndir í 6 vikna tímabilum, eftir mismunandi þema. Hentar algjörum byrjendum, eða þeim sem koma úr öðrum hefðum og vilja kynna sér vinijóga. Við könnum grundvallaratriði staðanna, og meginlögmál öndunarmiðaðrar iðkunnar samkvæmt vinijóga hefðinni. Einnig kynnum við  grunnhugtök lífspeki jógaiðkunar. Sjáðu umsögn nemanda

 

vinijóga 2

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 18:15 – 19:30, laugardagar frá 10:00 – 11:15

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Vinijóga 2 tímar eru kenndir í 12 vikna tímabilum, eftir mismunandi þema. Þessir tímar eru fyrir vana iðkendur og/eða þá sem hafa góða þekkingu á grundvallaratriðum andardrátts og hreyfingar. Við mælum með 6-12 mánaða þjálfun í vinijóga 1 fyrir þessa tíma.

Unnið er eftir lögmálum hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijóga hefðinni. Tímarnir innihalda grundvallar- og millistigsstöður, tímanum lýkur á djúpslökun, öndunaræfingum, hugleiðslu og jafnvel vinnu með einföldum hljóðum (mantra). Við mætum þörfum hvers nemanda og hver finnur rétt erfiðleika-stig fyrir sig varðandi líkamlega getu og dýpt öndunarþröskulds. Könnum nánar grunnhugtök lífspeki jóga sem viðkoma hópiðkun.

 

styrkur og stöðugleiki

Mánudagar og miðvikudagar frá 12:05 – 13:00

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Styrkur og stöðugleiki eru kenndir í 6 vikna tímabilum, eftir mismunandi þema. Gott er að iðka um miðjan dag, til að auka hreyfigetu og orku líkaman, og koma á stöðugleika hugans fyrir seinni part dagsins, þegar við oft á tíðum upplifum slen og orkuleysi.

Lagt er upp með að auka styrk og hreyfanleika líkamans og á sama tíma vinna djúpstætt með andardrátt til að auka stöðugleika huga. Tíminn endar á slökun og þú kemur endurnærður til vinnu eða leiks á eftir.

 

út fyrir rammann

Fyrsti föstudagur hvers mánaðar kl. 18:00

Tími fyrir vana iðkendur þar sem við könnum, ýmisskonar iðkun fyrir lengra komna. Iðkunin hefur mismunandi form. Tíminn er opin öllum iðkendum óháð jógastíl.

Hver tími mun taka mismunandi þema:

  1. Krefjandi stöður (praudha).

  2. Mūdra, intensíf öndunarvinna með bandha í sérstökum stöðum.

  3. Prānāyāma, könnum mismunandi leiðir til að auka prana shakti, og citta shakti.

  4. Mantra í hreyfingu og kyrrstöðu

  5. Surya vinyasa krama, þar sem stöður flæða í gegnum sólarhyllingu

 


 

verð

Stakur timi 2.500

10 tíma klippikort 18.500 kr.

1 mánuður 9.200 kr.

3 mánuðir 25.690 kr.

Áskriftagjald 8.100 á mánuði

samstarfskennarar

Í Art of Yoga ríkir mikill samstarfsandi og við deilum salnum okkar með nokkrum frábærum kennurum, sem bæði hafa mikla reynslu í kennslu og ástríðu fyrir yoga. Sjáið námskeið/tímana þeirra hér að neðan. Allir kennararnir starfa sjálfstæðir og því er skráning í þeirra tíma beint til þeirra.

 


 

hugaðu að þér

Mánudagar 20:00 – 20:15 og miðvikudagar 19:00 – 20:15

Kennari: Áslaug Mack Pétursdóttir

Sex vikna námskeið í gong slökun og kundalini jóga með áherslu á að bæta líðan. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. september 2019. Kennt er tvisvar í viku. Tímarnir eru á mánudögum kl. 20:00-21:15 en þá er löng gongslökun ásamt léttum teygjum, jóga nidra eða sjálfsnuddi. Miðvikudagstímarnir eru kl. 19:00-20:15 þar sem gerðar eru kundalini yoga kriyur (æfingasett) ásamt stuttri gongslökun og hugleiðslu.

Sjá facebook síðu

Sjá nánari lýsingu á námskeiði og skráningu

 


 

Jóga með mörthu

Miðvikudagar frá 20:30 – 21:45

Kennari: Martha Ernstsdóttir

Sjá facebook síðu

 


 

Jóga með sigfríði

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 09:15 – 10:30

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 16:45 – 17:00

Kennari: Sigfríður Vilhjálmsdóttir

Mælum með þessum tímum fyrir eldri iðkendur, kennarinn hlúir einkar vel að nemendum . Frábærir jóga tímar fyrir þá sem vilja stunda hefðbundið jóga byggt á Kripalu og Sivananda jóga. Stellingar, öndun og góð slökun. Þessir tímar voru áður kenndir í Yogastöðinni Heilsubót

 


 

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar