Menu

hóptímar

hóptímar í vinyasa krama


 

þriðjudagur

Grunnur að jóga: námskeið lokað (sjáið nánar)

17:15 – 18:15 (Talya)

 

Vinyasa krama 1-2 opinn (sjá nánar)

18:20 – 19:35 (Talya)

 


 

fimmtudagur

Grunnur að jóga: námskeið lokað (sjáið nánar)

17:15 – 18:15 (Gummi)

 

Vinyasa krama 1-2 opinn (sjá nánar)

18:20 – 19:35 (Gummi)

 


 

laugardagur

Vinyasa krama 1-2 opinn (sjá nánar)

10:00 – 11:15 (Gummi/Talya)

 

Smelltu hér til að sjá verð

hvers er að vænta í jógatímanum

 

Tímarnir okkar byggja á vinyasa krama nálgun að hatha jóga sem kemur úr kennslu T.Krishnamacharya, og sonar hans T.K.V. Desikachar.

Nemendur eru hvattir til að iðka eftir sinni bestu getu, og bera bæði kennsl á styrkleika sína sem og takmarkanir. Við bjóðum valkosti fyrir þá sem geta unnið ítarlegra með líkama eða öndun, og/eða gefum aðlaganir á stöðum og öndunaræfingum ef einstaklingar hafa meiðsl eða aðrar líkamlegar takmarkanir.

Þessi nálgun er bæði aðgengileg byrjendum, þeir sem eru reynslumeiri og vilja strembnari þjálfun, eða þá sem glíma við meiðsli eða líkamlegar takmarkanir. Nemendur eru hvattir til að hlusta á líkama sinn og taka hvíld þegar þörf krefur.

Tímarnir okkar eru hægir en dýnamískir, að því leyti að við förum inn og út úr stellingum í takt við djúpan og langan andardrátt. Að vinna hægt og rólega með árvekni getur oft verið sterkara og skilvirkari, en hraðari vélrænni hreyfingar, þar sem meðvitund á líkama er oft takmörkuð. Með þessari áherslu, getum við einnig haldið stöðunum í lengri tíma og dýpkað vinnuna í stöðunni án þess að meiða líkamann.

Uppbygging jógatímanna felur yfirhöfuð í sér líkamsstöður (āsana). Tímanum lýkur á djúpslökun og sitjandi öndunar- hugleiðsluaðferðum (prānāyāma). Þessi aðferð er djúpstæð til að koma böndum á hugann, betrumbæta gjörhygli og hafa bein áhrif á orku okkar, til að láta skapa ‘sattva’ ástand (skýrleika og hugarró) í undirbúningi fyrir hugleiðslu.

Í samhengi við uppbyggingu tímanna þá kennum við í mismunandi þemum, svo að nemendur eigi auðveldara með að læra stöðurnar og iðkunina í heild sinni. Iðkuninni er ávallt haldið ferskri og lifandi svo við fáum sem mesta tilbreytingu í iðkun okkar.

Hafðu samband

 

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar