
Yogātma er jógamiðstöð stofnuð af Guðmundi Pálmarssyni og Talyu Freeman, jógakennarar og iðkendur síðan árið 2000, með aðsetur í Skipholti 35. Nafnið var þeim gefið af grunnkennara og leiðbeinanda þeirra Paul Harvey. Yogātma eru tvö sanskrít orð, jóga og atma. Atma þýðir kjarni eða andi, svo yogātma þýðir “kjarni jóga”
Miðstöðin tileinkar sér kennslu T. Krishnamacharya og TKV Desikachar eins og kennslan var miðluð til okkar kennara Paul Harvey. Markmið okkar er að deila kennslu Krishnamacharya á Íslandi með tilliti til sérstöðu hvers nemanda.
Stöðin samanstendur af sal til iðkunar fyrir hópa, og 4 meðferðarherbergi þar sem starfandi eru, tveir nuddarar, heilari og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari. Stöðin hefur búningherbergi með sturtuaðstöðu.