Menu

listin að jóga 1

Jóga er ferli sjálskönnunar og umbreytinga,  og getur orðið lífsmáti. Til þess að styðja við feril breytinga hjá okkur, þurfum við að þróa með okkur daglega iðkun. Með því að gera það fáum við nánara samband við líf okkar, og innsýn í eigin líkama, orku og huga. Þetta námskeið mun kynna fyrir þér, fyrstu skrefin í þessu ferli, og helstu verkfæri vinijóga.

 

fyrir hvern

námskeiðið inniheldur?

Stig er fyrsta hluti námskeiðsins (10 klukkustundir), getur verið tekið eitt og sér eða grunnur fyrir stig tvö sem er 50 klukkustunda námskeið. Hver þátttakandi mun fá 60 blaðsíðna handbók.

  • Fræðilegur sem og iðkunar hluti öndunarmiðaðrar (āsana) iðkunar.

  • Fræðilegur sem og iðkunar hluti sitjandi öndunar (prānāyāma) iðkunar.

  • Yoga Sūtra, samband milli vitundar og huga.

  • Tækifæri til að þróa, fínpússa og samþætta mismunandi verkfæri jóga fyrir persónulega iðkun.

  • Viðbót við kennsluhæfni þína sem jógakennari eða jógakennaranemi.

  • Að kynnast hinni umfangsmiklu kennslu Krishnamacharya undir fána Vinijóga.

Þeir sem klára námskeiðið fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku, námskeiðið telur sem 10 tímar fyrir áframhaldandi nám jógakennara.

Þetta er upprunalegt námskeið frá hinum virta jógaskóla í Englandi Centre for Yoga Studies. Námskeiðið dregur fram kjarnan í jóga út frá vinijóga hefðinni, sem fræði og iðkun. Námskeiðið þróaðist úr miðlun milli TKV Desikachar og Paul Harvey.

Stig 1-2 samsvara 60 stunda námi hjá British Wheel of Yoga, Association of Yoga Studies Foundation Course og Yoga Alliance Foundation Course. Stig 2 verður kenndur haust 2020.

 

“Hver mínúta var meiriháttar og útskýringarnar á: hvað er jóga, hvernig á að viðhalda því, tengingin milli asana og mótteygju gjörsamlega opnaðist fyrir mér. Og sútrurnar, ég mun algjörlega algjörlega grandskoða þær eftir helgina.”

Eyrún María

 

kennari

Gummi hefur verið daglegur jóga iðkandi frá árinu 2001 og jógakennari frá árinu 2004. Hann hefur numið og kennt einstaklingsmiðaða iðkun (vinijóga) síðan 2008 bæði í formlegri kennaraþjálfun (750 tímar KHYF) og síðar vikulega með sínum persónulega kennara Paul Harvey. Hann hefur aðstoðað nemendur í þeirra persónulegri umbreytingu bæði þegar kemur að jóga iðkun og þeirra lífsstíl. Hann kennir jafnan jóga sem þróun, fyrir lífið og er sérhæfður sem jógaþerapisti innan Center for yoga studies. Sjáið nánari upplýsingar um Gumma hér

 

 

 

Dagsetning, skráning og verð

 

Kennari

Guðmundur Pálmarsson

 

Dagsetning

6-7. 06. 2020

Kennt frá 10:00 – 17:30 báða dagana

 

Þátttakendur

Takmarkað pláss, aðeins 9 þátttakendur.

 

Verð

33.900

SKRÁ MIG

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar