Menu
Ert þú tilbúinn að taka heilsuna í eigin hendur

næsta námskeið verður haldið 15 – 19 maí.

 

 

Skráðu þig í dag á grunnnámskeiðið í Klassísku Buteyko aðferðinni og byrjaðu að snúa við krónískum einkennum og stórbættu heilsu þína.

Skrá mig

 


 

Grunnnámskeiðin okkar eru kennd í fjarþjálfun með fjarfundabúnaðinum Zoom. Námskeiðið er yfir 5 daga frá mánudegi til föstudags og er hver kennslustund um 1 – 1 ½ klukkustund. Öll námskeiðin eru undir umsjón yfirkennara. Þú skráir þig á námskeiðið í gegnum alþjóðasíðuna okkar, sjá hnapp að ofan.

 

Ekki viss sjáðu fría vefkynningu

„Með tilliti til allra þeirra fylgikvilla og hreinsanna sem geta komið upp við þjálfun, vara ég við sjálfsþjálfun. Allir nemendur eiga að vera undir umsjón sérþjálfaðs leiðbeinanda, það er nauðsynlegt.“

K.P. BUTEYKO

Kennsla

15 – 19 maí, 22. maí er aukatími og persónulegar leiðbeiningar ef þörf.

5 kennslustundir, hver varir um eina til eina og hálfa klukkustund.

Kennsla hefst kl. 20:00

 

Hvar

Kennt er með fjarfundabúnaðinum ZOOM. Við sendum þér póst með leiðbeiningum hvernig þú skráir þig inn. Við mælum með að nota tölvu með áfasta myndavél. Einnig er hægt að hala niður ZOOM appi fyrir síma.

 

Verð

$ 275

Veittur er afsláttur ef það eru fleiri en einn fjölskyldumeðlimur

 

Skráning

Skráning fer fram á alþjóðasíðu okkar, fylltu út umsóknarform hér

Þú getur einnig séð námskeið sem á alþjóðasíðu okkar.

Hafðu samband ef þú lendir í vandræðum með skráningu, 691-8565.

 

Kennarar

Martha Roe og Marcelle Adamsson eru yfirkennarar, Guðmundur Pálmarsson er leiðbeinandi. Námskeið fer að mestu fram á ensku með þýðingum frá Guðmundi. Learn Buteyko er alþjóðahópur af kennurum sem kenna hina upprunalega kennslu Buteyko sjá síðu þeirra

Skrá mig

 


 

UMSÖGN

„Ég kynntist buteyko fyrir einu og hálfu ári og notaði það þá í einhverja mánuði og svo stopullar og stopullar. Ég notaði app en eingöngu level 1 og 2, sem ég sá síðar að var engan veginn nóg. Svo byrjaði ég aftur að nota það fyrir u.þ.b. mánuði alveg þangað til að ég fór á vefnámskeiðið hjá Learn Buteyko og Art of Yoga.

Ég var dálítið á brúninni með að borga svona mikið fyrir 5 daga ( sem kom svo í ljós  að var 6 daga) vefnámskeið og sá ekki alveg fyrir mér við hverju væri að bæta. Þetta er jú bara að anda og ég var búinn að fá einhverja grunnkennslu áður og svo var ég með appið, sem mér fannst ansi hentugt.

En ég lét slag standa. Mér fannst hjálpa að heyra hve miklu þetta hefði breytt fyrir Gumma, lét mig hafa það. Og svo var ég  bara orðinn frekar ráðþrota með að koma mér í lag. Fannst þetta svona besti sénsinn minn. Það kom svo í ljós að það var hægt að kenna mér margt meira um í rauninni allt ferlið. Ég til dæmis hafði alltaf verið ansi lost með þennan grunna andardrátt. Kom í ljós að ég var búinn að gera þetta kolrangt og það leiðréttist strax. Leiðbeiningar um líkamsstöðu, slökun, svefn, mataræði, hvíld, hreinsunareinkenni, meðferð á einkennum. ekkert af þessu er í appinu.

Á 3 dögum fékk ég fram árangur sem ég náði aldrei með blessaða appinu, nb. level 2.

Svo er þetta ekki bara vefsessjónin. Ég átti 4 löng símtöl við kennarann úti þar sem hún gaf mér feedback, leiðbeiningar og svaraði prívat mínum spurningum (stundum er auðveldara að spyrja one on one).

Semsagt. Mín reynsla er að ég er að fá fram meiri árangur. Og ég er að fá stuðning og ráðgjöf til að vinna úr hreinsunareinkennum og aðlaga iðkun að minni stöðu.

Það kom mér líklega mest á óvart samt að þetta námskeið er mjög krefjandi. En þannig fær maður víst árangur.

Já, ég mæli hiklaust með þessu.“

Jón Ólafsson

 

“Ég skráði mig á Buteyko námskeið fyrir sex vikum síðan eftir að hafa spjallað við Gumma og fengið ráð frá honum. Þar sem ég er íþróttamaður langaði mig til að fá betri stjórn á önduninni og þar með betri endurheimt. Auk þess batt ég vonir við að geta unnið bug á kvíða sem ég hef glímt við frá unglingsárum.

Ferlið hefur verið upp og niður þar sem ég léttist um 12 kíló á u.þ.b. einum og hálfum mánuði og hef upplifað ýmis hreinsunareinkenni sem fylgja iðkuninni. Frá upphafi ákvað ég að iðka af ákveðni og leggja mitt af mörkum til að hækka andnæmispásuna með eins hröðum hætti og möglegt er.

Ég hef lært ýmislegt um líkama minn og huga, svo vægt sé til orða tekið. Í rauninni snýst þessi aðferð um slökun: með því að beita önduninni rétt náum við dýpri slökun á skemmri tíma. Ég finn fyrir betri endurheimt í íþróttunum og ég á auðveldara með að beita önduninni til að fá meiri styrk í ræktinni.

Þar sem andnæmispásan er ákveðinn mælikvarði sem segir til um slökun er ég ávallt minntur á hvað veldur streitu í mínu lífi og öfugt. Það hefur verið ómetanlegt að hafa Gumma á hliðarlínunni til að leiðbeina og veita upplýsingar um fræðin á bak við aðferðina. Ég mæli eindregið með því að fólk skrái sig á þetta námskeið sem er haldið af algerum fagmönnum. Þó svo að fólk sé ekki komið með langvinna sjúkdóma er hægt að fyrirbyggja alls konar sjúkdóma og því hentar þetta námskeið jafnt þeim sem eru „frískir“ og þeim sem eiga við þráláta sjúkdóma að stríða.”

Páll

 

“Er búinn að vera á athyglisverðu námskeiði síðustu vikurnar. Buteyko öndunar námskeið hjá Guðmundi Pálmarsson í Art of Yoga. Buteyko öndun gengur út á að endurnýta eins mikið af co2 í líkamanum eins og hægt er þar sem co2 í andrúmsloftinu er bara 0.04% en súrefni er hinsvegar 20%.

Líkami okkar er eins og tvígengisvél, og eins og allir vita gengur tvígengisvél fyrir blöndu af bensíni og sérstakri olíu. Ef maður notar hreint bensín á tvígengisvélar þá bræðir vélin fljótt úr sér. Sama er um líkamanum. Líkaminn getur ekki tekið upp súrefni í frumurnar nema co2 séu til staðar í líkamanum og allt of lítið er af co2 í andrúmsloftinu svo ef maður andar vitlaust og með munninum tapast uppsafnað co2 og getur maður komist í þann vítahring að þrátt fyrir að anda eins og físibelgur getur líkaminn ekki nýtt súrefnið vegna co2 skorts. Þessi vítahringur segja buteyko fræðingar valda 200 krónískum sjúkdómum hjá fólki og mikilli vanlíðan. Buteyko öndun kennir manni að spara og byggja upp co2 byrgðir í líkamanum sem gerir frumunum kleift að taka upp súrefni og flytja um allan líkamann.

Ég mæli svo sannarlega með þessu. Þetta eru zoom fundir þar sem færir buteykosérfræðingar út í heimi leiða mann í gegnum fræðinn og kenna manni að anda. Ekki láta súrefnið drepa ykkur elsku vinir. Kíkið á Art of yoga og lærið að anda.”

Jónas Freyr Harðarsson

 

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar