næsta námskeið verður haldið 27 – 31 mars.
-
Ert þú ein/n sem þjáist af einum af hinum 200 krónískum sjúkdómum.
-
Ertu að leita þér að lausn til að snúa við krónískum einkennum og stórbæta heilsu þína.
-
Ertu tilbúin/n til að endurþjálfa öndun í átt að heilsu og vellíðan.
-
Vissirðu að breyta öndunarrytma þínum dregur úr einkennum allra krónískra sjúkdóma.
-
Klassíska Buteyko aðferðin er raunhæf lyfjalaus nálgun til að snúa við margs konar langvinnum einkennum, eins og svefnleysi, kaldir útlimir, kvíði , þunglyndi, ofnæmi, lungnaþembu, mígreni, sykursýki, háþrýstingi, hormónavandamálum, langvarandi þreytu, MS, offitu, svefnleysi, kæfisvefn og margt fleira.
Skráðu þig í dag á grunnnámskeiðið í Klassísku Buteyko aðferðinni og byrjaðu að snúa við krónískum einkennum og stórbættu heilsu þína.
Skrá mig
Grunnnámskeiðin okkar eru kennd í fjarþjálfun með fjarfundabúnaðinum Zoom. Námskeiðið er yfir 5 daga frá mánudegi til föstudags og er hver kennslustund um 1 – 1 ½ klukkustund. Öll námskeiðin eru undir umsjón yfirkennara. Þú skráir þig á námskeiðið í gegnum alþjóðasíðuna okkar, sjá hnapp að neðan
Ekki viss sjáðu fría vefkynningu
„Með tilliti til allra þeirra fylgikvilla og hreinsanna sem geta komið upp við þjálfun, banna ég sjálfsþjálfun. Allir nemendur eiga að vera undir umsjón sérþjálfaðs leiðbeinanda, það er nauðsynlegt.“
K.P. BUTEYKO
Kennsla
27 – 31 mars, 3. apríl er aukatími og persónulegar leiðbeiningar ef þörf.
5 kennslustundir, hver varir um eina til eina og hálfa klukkustund.
Kennsla hefst kl. 20:00
Hvar
Kennt er með fjarfundabúnaðinum ZOOM. Við sendum þér póst með leiðbeiningum hvernig þú skráir þig inn. Við mælum með að nota tölvu með áfasta myndavél. Einnig er hægt að hala niður ZOOM appi fyrir síma.
Verð
275 $
Veittur er afsláttur ef það eru fleiri en einn fjölskyldumeðlimur
Skráning
Skráning fer fram á alþjóðasíðu okkar, fylltu út umsóknarform hér
Hafðu samband ef þú lendir í vandræðum með skráningu, 691-8565.
Kennarar
Martha Roe og Marcelle Adamsson eru yfirkennarar, Guðmundur Pálmarsson er leiðbeinandi. Námskeið fer að mestu fram á ensku með þýðingum frá Guðmundi. Learn Buteyko er alþjóðahópur af kennurum sem kenna hina upprunalega kennslu Buteyko sjá síðu þeirra
Skrá mig
umsögn
“Er búinn að vera á athyglisverðu námskeiði síðustu vikurnar. Buteyko öndunar námskeið hjá Guðmundi Pálmarsson í Art of Yoga. Buteyko öndun gengur út á að endurnýta eins mikið af co2 í líkamanum eins og hægt er þar sem co2 í andrúmsloftinu er bara 0.04% en súrefni er hinsvegar 20%. Líkami okkar er eins og tvígengisvél, og eins og allir vita gengur tvígengisvél fyrir blöndu af bensíni og sérstakri olíu. Ef maður notar hreint bensín á tvígengisvélar þá bræðir vélin fljótt úr sér. Sama er um líkamanum. Líkaminn getur ekki tekið upp súrefni í frumurnar nema co2 séu til staðar í líkamanum og allt of lítið er af co2 í andrúmsloftinu svo ef maður andar vitlaust og með munninum tapast uppsafnað co2 og getur maður komist í þann vítahring að þrátt fyrir að anda eins og físibelgur getur líkaminn ekki nýtt súrefnið vegna co2 skorts. Þessi vítahringur segja buteyko fræðingar valda 200 krónískum sjúkdómum hjá fólki og mikilli vanlíðan. Buteyko öndun kennir manni að spara og byggja upp co2 byrgðir í líkamanum sem gerir frumunum kleift að taka upp súrefni og flytja um allan líkamann. Ég mæli svo sannarlega með þessu. Þetta eru zoom fundir þar sem færir buteykosérfræðingar út í heimi leiða mann í gegnum fræðinn og kenna manni að anda. Ekki láta súrefnið drepa ykkur elsku vinir. Kíkið á Art of yoga og lærið að anda.”
Jónas Freyr Harðarsson