Menu

EINKAÞJÁLFUN Í JÓGA OG LÍFSTÍLSRÁÐGJÖF

Lærðu á staðnum eða í fjarþjálfun á netinu

Þú getur opnað á þína sönnu möguleika með persónulegu iðkun

Líður þér eins og þú sért föst á þinni jóga vegferð?

Finnst þér þú geta fengið meira út úr þinni iðkun en veist ekki hvernig?

Ertu ekki alveg viss um hvað þú ert að gera og hvert þú ert að fara?

Finnst þér þú þurfa aðhald og stuðning á þinni persónulegu vegferð?

Finnst þér þú vera stöðnuð sama hversu marga hóptíma þú tekur eða youtube videó þú horfir?

Þú ert ekki alein um að líða svona. Án persónulegrar iðkun, þá opnar þú aldrei hinn sanna umbreytingarmöguleika sem jóga iðkun getur fært þér.

Í sannleika sagt, ein stærð hentar ekki öllum og kemur þér ekki mjög langt á þinni vegferð. Þú finnur kannski svolítin létti eða lítið búst af orku, en ef þín persónulega iðkun er ekki sérhönnuð að þínum, þörfum, markmiðum og líkama þá missir þú af hinum raunverulega ávinningi sem jóga iðkun gæti gefið þér.

Einkaþjálfun í Jóga og lífstílsráðgjöf
2

Hvert er vandamálið?

Flestir sem reyna að dýpka sína jógaþjálfun vantar lykilþáttinn – einstaklingsmiðaða athygli. Raunin er sú að það sem virkar fyrir líkama og huga eins, virkar kannski ekki fyrir þig. Án einstaklingsmiðaðrar leiðsagnar ertu í hættu á að:

  • Að staðna í þinni þjálfu – æfingarnar sem einu sinni voru umbreytandi geta nú verið staðnaðar, og þú veist ekki hvernig þú tekur þær á næsta stig.

  • Röng öndunarþjálfun – rangir öndunarrytmar í þjálfun og oföndun, draga kraft úr líkama og geta leitt til krónískra einkenna.

  • Meiðsli vegna rangrar líkamsbeitingar – ef þú endurtekur ranga líkamsbeitingu nógu oft þá getur það leitt til meiðsla, án leiðsagnar getur þú óafvitandi ofreynt líkamann, ollið liðfalli í liðum sem getur gert líkamann óstöðugann.

  • Óvissa og yfirþyrmandi tilfinningar – að vita ekki hvernig á að takast á við þín vandamál, hvort sem það er líkamleg og andleg heilsa, krónískir verkir eða tilfinningalegt ójafnvægi.

Ég byrjaði í einkakennslu hjá Talyu því mig langaði fyrst og fremst að dýpka skilning minn á jóga. Mig langaði að læra meira um einstaklingsbundna nálgun og öðlast færni í að stunda jóga á eigin hátt í takt við minn líkama. Hjá Talyu hef ég lært ótal margt sem ég er afar þakklát fyrir. Ég bý yfir meiri sjálfsaga og lít á mína iðkun sem óumflýjanlegan hluta af mínum degi. Einnig bý ég yfir aukinni færni þegar kemur að andardrættinum og tengingu hans við mína persónulegu iðkun. Það sem kom mér sennilega mest á óvart er hversu djúpstæð áhrif þessi iðkun hefur haft á mína heilsu, bæði andlega og líkamlega. Ég hef öðlast ákveðna tengingu við eigin líkama og betri skilning á því hvað jóga getur gefið manni dags daglega. Ég hlakka alltaf til að mæta til Talyu enda hefur hún afar hlýja nærveru og er einstaklega fær í því að nálgast æfingarnar á heildstæðan hátt og gefa mér tækifæri til að þroskast á eigin vegum. Ég er spennt að sjá hvert áframhaldandi iðkun leiðir mig.

Íris Hauksdóttir

Þín persónulega iðkun er þín Vegferð Að

Krafti - Styrk - Liðleika - Orku - Gjörhygli - Skýrleika - Innri Frið.

Með hinum 6 stoðum jógaþerapíu, rétt öndun, rétt hreyfing, djúp hvíld, samtal, réttur lífstíll og rétt ástundun, sköpum við heildræna nálgun að heilsu og vellíðun hjá þér.  Hvort sem þú ert að glíma við langvinna sjúkdóma eða leitar eftir heildrænni vellíðan mun nálgun okkar leiða þig í átt að jafnvægi og heilbrigðu lífi.

Rétt Öndun

2

Rétt öndun beinist að jafnvægi í öndunartakti, sem hjálpar við að draga úr oföndun, sem eykur orku þína, heilar líkamann og endurheimtir heilbrigða öndunarytma.“

Rétt Hreyfing

3

Í jógaþerapíu er rétt hreyfing stjórnuð, meðvituð og aðlöguð að þörfum hvers og eins. Hún stuðlar að heilun, jafnvægi og stöðugleika án þess að valda álagi eða ýfa upp einkenni.

Djúp Hvíld

4

Djúp hvíld er forgangsröðun til að endurræsa taugakerfið. Með því að rækta djúpa hvíld gefur þú líkamanum tækifæri til að jafna sig, endurhlaða og endurheimta varanlegt heilbrigði.

Lífstíll og Fæði

5

Lífstíll og réttara fæði skapa stóran þátt hvort lífið sé í jafnvægi eða ójafnvægi. Þessi stoð miðar alltaf að því hvað er mögulegt fyrir þig að breyta í þínum lífstíl og hversu stór þáttur það er í þínu bataferðalagi.

Samtalið

1

Jógaþerapía er samvinna og samtal milli jóga-þerapistans og þín, með þessari samvinnu öðlast kennarinn dýpri innsýn í þarfir þínar sem skilar sér í dýpri vinnu.

Rétt Ástundun

6

Rétt ástundun fylgir alltaf sá tími sem þú ert tilbúin að fjárfesta í þér og þau einkenni sem þú glímir við, regluleg ástundun er lykillinn að varanlegum bata.

Jógaþerapía hjálpar við einkenni eftirfarandi krónískra kvilla

Stoðkerfiskvillar eins og krónískir verkir, vefjagigt, gigt, hryggskekkja, mjóbaks- og brjóstbaksverkir, háls og axlir, mjaðmir, hné.

Streitutengd einkenni eins og svefnleysi, ofhugsun, höfuðverkir og síþreyta.

Geðkvillar eins og þunglyndi, kvíði, ofsakvíðaköst.

Fíknir og átraskanir

Hjarta- og öndunarfærasjúkdómar eins og háþrýstingur, astmi, COVID-19.

Meltingarvandamál eins og hægðatregða, bólgur í kviðarholi, ertibólgusjúkdómur í þörmum.

Taugasjúkdómar eins og MS-sjúkdómur, Parkinsonsveiki.

Sjálfsofnæmissjúkdómar

KOMDU OG PRÓFAÐU

FRJÁLS FRAMLÖG

Greiddu það sem þú hefur ráð á

Tillaga að framlagi 5.000 - 20.000 kr.

Við bjóðum þér að koma í 2 einkatíma og þú greiðir það sem þú hefur ráð á.

Það er okkar trú að Jógaþerapía eigi að vera aðgengileg fyrir alla sem eru tilbúnir að vinna með sjálfan sig.

Vertu hjartanlega velkomin/n.

3
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar