Menu

1 – á – 1

1 – Á – 1 er sjálfeflandi dagleg jóga iðkun, kennt í einkatímum. Þjálfunin tekur mið af heilsu þinni, markmiðum og óskum. 1 – Á – 1 er fyrir þá sem vilja ítarlega kennslu, stuðning og aðhald í sinni jóga vegferð. Hvort sem það er til meistrunar í iðkun, til heilsueflingar eða heilsulausna.

1 – Á – 1 er fyrir hvern sem er í hvaða ástandi sem er, frá algerum byrjenda til lengra komins iðkanda.

Bókaðu fría ráðgjöf og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

 

Jóga sem meistrun

Lærðu að þróa og meistra jógastöður, öndunar og hugleiðsluæfingar

Jóga fyrir lífið

Vertu þín eigin heilsugæsla, og bættu heilsuhreysti líkama, starfsorku og huga

Jóga sem þerapía

Er öflug leið til heilsulausna fyrir líkama, huga og sál

ferlið

Frí Ráðgjöf

 

 • Bókaðu fríu ráðgjöfina hér 
 • Hér færðu tækifæri að kynna þér hvað 1 Á 1 jóga er
 • Við metum heilsusögu þína
 • Þú verður beðin um að taka létt öndunarpróf og við metum líkamlegu færni þína

Kennslustund

 

 • Kennslustunndin tekur 50-60 mínútur
 • Kennslustundin er 1-2 í mánuði fer eftir aðstæðum
 • Í fyrstu kennslustund færðu plan með rútínu
 • Í kennslustundum eftir fyrstu eru gerðar breytingar/aðlaganir/viðbætur á rútínunni
 • Þú færð allt útprentað með þér heim með skýrum leiðbeiningum

Yfirferð

 

 • Yfirferðin tekur 40 mínútur
 • Þú gerir iðkunina fyrir framan kennarann eins og þér var kennt í kennslustund
 • Kennarinn gefur þér ítarlegar leiðbeiningar hvað betur má fara
 • Við pössum að beitingin sé rétt í stöðunum
 • Yfirferðin er 1-2 í mánuði

Hef í rúmlega 20 ár gert fjölmargar tilraunir til að nýta mér líkamsræktarstöðvar án mikils árangurs. Hætti yfirleitt að mæta fljótlega. Komst að því að hóptímar í Jóga hentuðu betur án þess að ég næði að festa rútínu í sessi. Mætti vel á tímabilum, svo komu lengri tímabil þar sem mætingin datt niður. Hef nú gert Vinijóga æfingar daglega, með örfáum undantekningum, síðan ég byrjaði síðastliðið sumar.

Ástæðurnar fyrir því hve vel hefur gengið að halda sig við efnið eru margþættar. Gott samband við kennara og fagmennska hans. Formið á iðkuninni hefur hentað mér vel. Að vera bæði undir leiðsögn en geta líka æft heima hjá sér í stað þess að fara annað til að gera æfingarnar. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika en t.d. það að þurfa að fara út í bæ á fyrirfram ákveðnum tímum. Það að innihald æfinganna og rútínan miðast við eigin þarfir, og þann stað sem maður er á, en þessháttar þjónustu er erfitt að veita í hópiðkun. Eftirfylgdin er líka mjög öflug varðandi það að fylgjast með iðkun og þróa hana áfram. Miðað við það sem ég hef fengið er verðið líka mjög hagstætt.

Einar Kvaran

1. Jóga sem meistrun

Þróunarleiðin er hentug fyrir þá sem hafa áhuga á að ná líkamlegum eða andlegum markmiðum í gegnum ákafan æfingarferil. Þetta getur falið í sér, en takmarkast ekki við, að rækta  líkamann með stöðum eða hreyfingum, þróa andardrátt til að efla innri orkuferla og starfsorku, eða notkun á einstökum kyrjunum og hugleiðsluaðferðum til að þróa gjörhygli og að endingu að ná meistrun á eigin huga.

2. Jóga fyrir lífið

Flest okkar eru í þeim aðstæðum að við náum ekki að höndla okkar flóknu daglegu streituvalda, eins og: vinnuálag, fjölskylduskuldbindingar, eða lífsstíls ávana sem leiða oft á tíðum til almennra líkamskvilla, lélegrar meltingar, truflaðrar starfsorka, truflun í svefnrytma, og daufur eða ofvirkur hugur. Það eru margskonar hæfni sem hægt er að þróa með réttri jógaþjálfun sem hjálpa okkur að takast á við daglega streituvalda, létta á og verja okkur gegn daglegu áreiti, og styðja okkur almennt í daglegu lífi.

 

3. Jóga sem þerapía

Við notum þerapísku aðferðina þegar vandamál í líkama eða huga, hafa orðið langvarandi eða eru bráð. Hægt er að nota jóga sem þerapía á áhrifaríkan hátt, bæði sem stuðningur við hefðbundnar sem og  óhefðbundnar meðferðir, eða sem ein og sér. Jóga sem þerapía, vísar til aðlögunar og réttra beitinga á jóga stöðum/öndunarvinnu, eins og á við hverju sinni. Einnig kemur mikilvægi sértækra rútína sem hjálpa iðkandanum að takast á við sínar heilsuáskoranir.

bókaðu fría ráðgjöf

Þetta er tækifæri fyrir okkur að hittast og ræða um markmið þín áður en nokkur skuldbinding er gerð um áframhaldandi iðkun. Við förum yfir ferlið í einstaklingsmiðaðri iðkun og þú verður beðin/n um að gera einfaldar hreyfingar svo við getum metið hreyfigetu þína. Við ræðum hvaða tímabókanir henta þér best eða þú ferð heim og hugsar málið.

HAFÐU SAMBAND

umsögn

Highly recommended. Individual teaching, as I have been taught with Talya, has provided opportunity for personal, physical and mental development and growth. I can say, it has changed my life. Before my health and energy level was not at it´s best and Talya´s attentiveness, skills, knowledge, kindness and good humor has helped me to turn things around to gain good health, strength and well being. I would have greatly appreciated this kind of attentiveness when I went through the Health Care System in search to find and gain a healthy body and mind. Through Talya´s teaching and daily practice I´ve acquired much better body awareness that helps me greatly in everyday life. I approach Yoga now, aware that it can take me beyond just the physical. Individual teaching is not comparable to going to regular Yoga classes. Individual teachings gives you so, so much more. It is a blessing to have met Talya and I am forever grateful for that.

Þórunn

Áður en ég hóf að mæta í einkatíma hjá Talyu hafði ég í einhver ár verið að fara í jóga hér og þar án þess að finna minn stað og fá það út úr jóga sem ég sóttist eftir. Nú hef ég í tæpt ár sótt tíma hjá Talyu og með daglegri iðkun á því prógrammi sem hún hefur vandlega sett saman fyrir mig og aðlagað eftir þörfum, finnst mér ég loksins vera að iðka jóga og uppskera heilsufarslegan ávinning og meiri hugarró.

Maríanna Said

Viðmót kennarans og árangurinn kom mér satt að segja á óvart. Kennarinn lét mig ekki komast upp með að sleppa æfingum heima, og þegar ég var farin að iðka daglega lét árangurinn ekki á sér standa. Hreyfigeta mín jókst til muna. Kennarinn var alltaf mjög vel heima í mínum málum og fylgdi vel eftir þeim breytingum sem urðu á ástandi/getu minni eftir hvern tíma með honum. Ef ég var í vafa með eitthvað gat ég alltaf sent kennaranum línu og fékk svar um hæl. Iðkunin virkaði mjög vel fyrir mig, hvoru tveggja sem hugleiðsla og sem líkamsæfingar við slitgigt

Anna Þórsdóttir

Einstaklingsmiðuð kennsla er eina leiðin sem hefur virkað fyrir mig. Hið sama má segja um iðkunina. Að vera í hóp hentar mér ekki. Ég hef lengi vitað að yoga væri eitthvað sem hentaði mér til að vera í góðu formi og bæta einbeitinguna. Að byrja í tímum hjá Guðmundi í Yogatama var það sem ég þurfti til að komast í gang í iðkuninni. Það byggir ekki síst á því að hann sérlega næmur á hvað hentar mér hverju sinni.

Matti

Ég hef verið hjá Gumma í jóga í 3 ár og er mjög ánægð með þennan tíma. Ég finn að ég er styrkari, öndunin er betri og hugarró færist yfir mig eftir tímana. Endurnærð með öðrum orðum. Mæli með þessu fyrir alla. Alveg frábært.

Inga Sigurrós Þráinsdóttir

Síðastliðin þrjú ár hef ég verið vikulega í einkatímum hjá Guðmundi Pálmarssyni. Þetta eru mjög gefandi og skemmtilegir tímar sem hafa bætt liðleika, öndun og styrkleika mikið. Gummi hefur einstaklega þægilegt og ljúft viðmót og er mikill visku brunnur þegar kemur að Yoga iðkun með áratuga langa reynslu af kennslu og eigin ástundun undir leiðsögn Yoga meistara.

Bjarni Viðarsson

ítar Upplýsingar

1-á-1 er ferli þar sem kennari og nemandi vinna saman að því að skapa sértækar rútínur að markmiðum nemandans, sem iðkaðar eru heimafyrir. Tímarnir eru 1 – 4 sinnum í mánuði. Hver tími inniheldur fínpússningu á rútínu, viðbætur og aðlaganir. Rútínan getur falið í sér falið í sér líkamsstöður og/eða útfærslur af stöðum, sitjandi öndunarvinnu, hugleiðslu, notkun hljóða eða kyrja, stúdera viðeigandi jóga texta.

Tækni og verkfæri jóga iðkunar eru ótakmarkaðar og mjög mikilvægt er að nemandinn fái þau verkfæri sem eiga við hans markmið. Mikilvægt er að iðkandinn hafi tíma, rými og skýran ásetning þegar kemur að iðkuninni.

Þegar nemandinn byrjar í þessari nálgun, þá mælum við með lágmark 6 tíma til að byrja með, sem spannar 3 mánuði. Þannig næst djúp tilfinning fyrir grunnatriðum iðkunar og iðkandinn skynjar vel hvað hann er að gera og hvert hann vill fara með ástundina.

Tekið er forfallagjald ef afpantað er með skemur en 48 klukkustundum. Gjaldið miðast við þann tíma sem átt er við, fyrsta kennslustund, yfirferð eða kennslustund.

Viltu hefja iðkun strax, kíktu á myndböndin okkar.

HAFÐU SAMBAND

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar