
Lærðu að þróa og meistra jógastöður, öndunar og hugleiðsluæfingar
Vertu þín eigin heilsugæsla, og bættu heilsuhreysti líkama, starfsorku og huga
Er öflug leið til heilsulausna fyrir líkama, huga og sál
“Hef í rúmlega 20 ár gert fjölmargar tilraunir til að nýta mér líkamsræktarstöðvar án mikils árangurs. Hætti yfirleitt að mæta fljótlega. Komst að því að hóptímar í Jóga hentuðu betur án þess að ég næði að festa rútínu í sessi. Mætti vel á tímabilum, svo komu lengri tímabil þar sem mætingin datt niður. Hef nú gert Vinijóga æfingar daglega, með örfáum undantekningum, síðan ég byrjaði síðastliðið sumar.
Ástæðurnar fyrir því hve vel hefur gengið að halda sig við efnið eru margþættar. Gott samband við kennara og fagmennska hans. Formið á iðkuninni hefur hentað mér vel. Að vera bæði undir leiðsögn en geta líka æft heima hjá sér í stað þess að fara annað til að gera æfingarnar. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika en t.d. það að þurfa að fara út í bæ á fyrirfram ákveðnum tímum. Það að innihald æfinganna og rútínan miðast við eigin þarfir, og þann stað sem maður er á, en þessháttar þjónustu er erfitt að veita í hópiðkun. Eftirfylgdin er líka mjög öflug varðandi það að fylgjast með iðkun og þróa hana áfram. Miðað við það sem ég hef fengið er verðið líka mjög hagstætt.“
Einar Kvaran
1-á-1 er ferli þar sem kennari og nemandi vinna saman að því að skapa sértækar rútínur að markmiðum nemandans, sem iðkaðar eru heimafyrir. Tímarnir eru 1 – 4 sinnum í mánuði. Hver tími inniheldur fínpússningu á rútínu, viðbætur og aðlaganir. Rútínan getur falið í sér falið í sér líkamsstöður og/eða útfærslur af stöðum, sitjandi öndunarvinnu, hugleiðslu, notkun hljóða eða kyrja, stúdera viðeigandi jóga texta.
Tækni og verkfæri jóga iðkunar eru ótakmarkaðar og mjög mikilvægt er að nemandinn fái þau verkfæri sem eiga við hans markmið. Mikilvægt er að iðkandinn hafi tíma, rými og skýran ásetning þegar kemur að iðkuninni.
Þegar nemandinn byrjar í þessari nálgun, þá mælum við með lágmark 6 tíma til að byrja með, sem spannar 3 mánuði. Þannig næst djúp tilfinning fyrir grunnatriðum iðkunar og iðkandinn skynjar vel hvað hann er að gera og hvert hann vill fara með ástundina.
Viltu hefja iðkun strax, kíktu á myndböndin okkar.