Menu
Einkatímar í jóga og ferlið í 1 – Á – 1  

Gummi   9.5.2020

Einkatímar í jóga og ferlið í 1 – Á – 1  

 

einkatímar í jóga.

Einkatímar í jóga er tiltöllulega nýlunda á jógamarkaðnum í dag. 1 – Á – 1 módelið er hinsvegar eins og jóga var kennt til forna. Beint samband milli kennara og nemanda. Nemandinn fór til kennarans með ósk um iðkun, til að læra jóga eða auka heilsu. Eða fyrir heilsulausnir þar sem iðkandinn leitaði heilunnar við þjáningu sinni. Kennarinn sneið rútínur og plön og nemandinn hóf iðkun heimafyrir sjö daga vikunnar. Einkatímar í jóga er kennsluferlið í 1 – Á – 1

Við komum í jógaiðkun yfirhöfuð með markmið í huga.

  1. Eitthvað sem þú vilt ná eða öðlast.
  2. Eitthvað sem þú vilt auka og bæta.
  3. Eða eitthvað sem þú vilt losa þig við.

Til dæmis þú vilt ná hugarró og öðlast innri frið. Þú vilt auka sveigjanleika, bæta styrk og hreyfanleika. Sum af okkur leitum að heilsulausnum eins og, að draga úr bakverkjum eða öðrum stoðverkjum. Eða losa þig við streitu og kvíða, eða jafnvel að bæta svefn og auka orku. Markmiðin eru mörg og mismunandi, og það fer algjörlega eftir því hver á í hlut.

 

markmið og markmiðssetning.

Það er gott að hafa skýr markmið þegar kemur að iðkun. Þegar markmiðið er skýrt, er mjög mikilvægt að þú hafir réttu verkfærin. Svo þú getur unnið beint að því markmiði sem þú leitar að. Því mismunandi verkfæri jógaiðkunar hafa mismunandi áhrif á okkur.

Til dæmis við veljum einfaldar hreyfingar og stutta iðkun (15-20 mínútur á dag), til að draga úr bakverkjum. Við veljum krefjandi hreyfingar til að byggja upp styrk fyrir höfuðstöðu (45 mínútur á dag). Til að draga úr streitu veljum við einfalda öndunarmiðað iðkun (15-20 mínútur 1-2 á dag). Og fyrir hugleiðslu, veljum við æfingar til að þróa stöðuga setu, einfaldar öndunaræfingar til að byggja upp gjörhygli, og jafnvel möntru eða kyrjun til að kyrra hugann (30-45 mínútur á dag). Verkfærin eru mörg og mismunandi og mikilvægt er að velja réttu verkfærin svo markmiðið verði að veruleika.

1-á-1 er markmiðuð kennsluaðferð, sem miðlar réttum verkfærum jógaiðkunar, að þeim markmiðum sem þú leitar að.

 

byrjunarpunkturinn!

Þegar markmiðið er skýrt þurfum við að ákvarða byrjunarpunktinn hjá þér, við skoðum hann frá fjórum þáttum.

  1. Hver er heilsa þín eða heilsusaga þín, líkamlega sem og huglægt.
  2. Hver er geta þín í hreyfingu og öndun, til dæmis ertu í reglulegri hreyfingu eða engri hreyfingu.
  3. Hversu mikinn tíma hefur þú til aflögu til iðkunar.
  4. Hver er þinn lífsstíll og hvernig passar jógaiðkun í hann.

Hversu mikið viltu fjárfesta þínum tíma og orku til að ná fram þínum markmiðum.

Byrjunarpunkturinn er mikilvægastur,  hann ákvarðast út frá. Þinni heilsu, þínum markmiðum og þínum lífsstíl. Þegar byrjunarpunkturinn er skýr, ákvarðast allt þjálfunarferlið út frá honum.

 

ferlið

Eitt af aðalatriðum í 1-á-1 er ferli. Ferlið er einungis kennt í einkatímum, milli kennara og nemanda. Þegar byrjunarpunkturinn er fundinn hefst ferlið. Kennarinn sníðir rútínur og plön, samkvæmt þínum markmiðum. Síðan er vandlega farið yfir rútínurnar og þér kennd undirstöðuatriði í iðkun. Eftir það er iðkunin skýr og þú getur farið heim og hafið iðkun.

Þú hefur iðkun sjö daga vikunnar á þeim tilsetta tíma sem þú og kennarinn funduð út. Eftirfylgd, og viðbætur í rútínu og plönum er stór þáttur í áframhaldandi kennslu. Þar ert þú undir nánu eftirliti kennara, kennarinn tryggir að æfingarnar séu rétt framkvæmdar og beitingin samkvæmt þínum líkama.

Eins og öll list þá þarfnast hún daglegrar þjálfunar til að ná að spíra og dafna. Eftirfarandi atriði eru lykillinn til að ná settum takmörkum.

  1. 20 mínútur á dag eða lengur.
  2. Á hverjum degi.
  3. Hluti af lífsstíl.
  4. Yfir lengri tíma, 3-6 mánuðir fyrir skammtíma markmið, 2-5 ár fyrir langtíma markmið.

Þráin og löngunin til umbreytingar, þarf að vera stöðugt í vitund okkar svo hún verði að raunveruleika. Gjörhyglin í jógaþjálfuninni heldur henni skýrt í vitund okkar!

“The viniyoga of Yoga is a process rather than just a collection of techniques.”

Paul Harvey

Gummi   7.4.2020

Orkugefandi bakfettur

20 mínútna iðkun sem best er að gera fyrripart dags. Iðkunin er kallast öndunarmiðuð iðkun, og takturinn í öndun er inn 6 og út 8 í öllum hreyfingum. Þetta er millistigsrytmi og fyrir suma of langur. Endurtakið iðkunina reglulega og verið stöðugt að bæta ykkur í öndun og hreyfingu. Þið getið heyrt mjúka öndunarhreyfingu hjá Talyu sem getur hjálpað ykkur að skynja taktinn.

Gummi   6.4.2020

Djúpslökun

Þetta er upptaka sem við gerðum fyrir um 10 árum hjá RÚV, njótið.

Jóga á netinu

Gummi   1.4.2020

Orkugefandi framteygjuiðkun

Jóga á netinu

Jóga á netinu, þetta er okkar fyrsta framlag til nettíma. Þessi iðkun getur verið framkvæmd í byrjun dags og síðan snúa sér að næstu athöfn dagsins. Eða iðkunin getur verið framkvæmd seinnipartinn og þá er hægt að bæta við prānāyāma eða hugleiðslu

 

Ef þér finnst þessi tími of langur, bendum við á tvo styttri tíma. Hryggvinda eða bakfettur, eða ef þú ert í skapi fyrir slökun gerðu þá þessa 30 mínútna djúpslökun. Sjáið youtube rás fyrir alla tímana hjá okkur.

Gummi   20.9.2019

Samasthiti

Talya ústkýrir samasthiti

Rakṣaṇa

Gummi   13.6.2019

Śikṣaṇa

Þýðing

Śikṣaṇa – að nema, án aðlögunar, meistrun

 

Samhengi

Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.

Til forna var undirstaða þess að sá sem iðkaði undir śikṣaṇa stefnu væri, ungur, heilbrigður og án ábyrgðar í lífinu.

Þetta er mun ákafari æfingaferill en rakṣaṇa, þar sem stöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru iðkaðar án aðlögunar og ekki tekið tillit til tri krama.

 

Tilvitnun

“There are two categories of practice, the Śikṣaṇa Krama way, according to the rules,
or the Cikitsā Krama way, the application or adaptation of a posture
to suit a particular person or a particular situation.
Where postures need to be adapted to suit particular bodies and their limitations.
The authority for the postures comes from the teacher,
although some rules are indicated in the texts.”

TKV. Desikachar (tekið frá www.yogastudies.org)

Gummi   29.11.2018

It is possible to have left the practice

 

Við þurfum að iðka varurð í daglegri iðkun!

“It is possible to have left the practice,
even before we have got onto the mat.”
Paul Harvey

 

Þetta er tekið úr kennslustund með Paul. Þessi tilvitnun var umræða um viðhorf til daglegarar iðkunar í 1 – Á – 1 og sérstaklega hvernig við höldum utan um okkar iðkun.

Þegar við komum á dýnuna:

  1. Hversu vel erum við til staðar á dýnunni.
  2. Hvernig nærum við iðkunina frá degi til dags.
  3. Hversu vel tökum við eftir eigin sveiflum í huga og líkama.
  4. Erum við að drífa iðkunina af eða höldum við þétt utan um iðkunina.
  5. Ýtum við undir hið ómeðvita ástand hugans eða drögum við fram það ómeðvitaða

Hlutir hafa tilhneigingu að verða að vana, þegar jógaiðkunin verður þannig þá þurfum við stórt skilti VARÚÐ

Paul and us in Nailsworth, taken from a private lesson in Pauls room

Gummi   22.11.2018

Welcome to the world of viniyoga

 

“Welcome to the world of viniyoga,

where we start from where you are

not where your dreams are.”

Paul Harvey 

 

Þetta er tekið úr kennslustund með Paul. Þessi umræða vaknaði þegar við vorum að ræða streitu, og hvernig við tæklum streitu í lífinu yfir höfuð með réttri jóga iðkun, því við göngum úr frá því í vinijóga að rétt beiting í öndunarþjálfun sem aðal streitubanann. Aðal umræðan varðandi þetta var að andardrátturinn er spegillinn fyrir okkar huglæga ástand og okkar daglega iðkun verður að taka mið að því í hverskonar andlegu sem og lífeðlisfræðilegu ástandi við erum í.

Meginskilaboðin voru að iðkun fyrir einstakling með streitu þarf að vera sniðin þannig að hann geti stundað djúpstæða öndunarþjálfun í hreyfingu, því að vera andstuttur eða með lágmarks getur ýtt undir streitu í huga og lífeðlisfræðinni hjá okkur eða haft lítil áhrif á streitu, og of krefjandi iðkun veldur því að það er lítil þróun í öndunarvinnu.

Við þurfum að hlusta djúpt og sjá að jóga iðkun okkar þjóni sem streitubani en ekki streituaukning.

Hvernig Gummi kom að vinijóga 1600 x 900

Gummi   25.10.2018

Hvernig kom ég að vinijóga blog 2 framhald frá síðustu viku

 

Gummi fjallar stuttlega um hvernig hann kom að vinijóga. Frá því að hafa verið daglegur iðkandi í um 7 ár, hvernig hann vara að leita að heilsteyptri hefð, sem sameinaði öll verkfæri jóga sem iðkun og sem lífsspeki. Og hvernig hann fann vinijógahefðina og áttaði sig á dýptinni og umbreytingarmætti hennar.

 

Sjáið hlekk fyrir bio hjá Gumma eða kynnið ykkur 1 – Á – 1 eða ef þið viljið fá þessi vikulegu videó pistla í pósthólfið hjá ykkur skráið ykkur þá á póstlistann hjá okkur að neðan.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar