Menu
Jógatími á netinu

Gummi   16.4.2020

Boginn og axlarstaða

Jógatími á netinu, með boganum og axlarstöðu. Við gerðum þennan tíma 2014 en hann leit aldrei dagsins ljós. Andardrátturinn er í lágmarki, þannig iðkunin miðast meira að forminu. Auðveld öndunaræfing í lokinn.

 

Ef þér finnst þessi tími of langur, bendum við á tvo styttri tíma. Hryggvinda eða bakfettur, eða ef þú ert í skapi fyrir slökun gerðu þá þessa 30 mínútna djúpslökun. Sjáið youtube rás fyrir alla tímana hjá okkur.

Gummi   7.4.2020

Orkugefandi bakfettur

20 mínútna iðkun sem best er að gera fyrripart dags. Iðkunin er kallast öndunarmiðuð iðkun, og takturinn í öndun er inn 6 og út 8 í öllum hreyfingum. Þetta er millistigsrytmi og fyrir suma of langur. Endurtakið iðkunina reglulega og verið stöðugt að bæta ykkur í öndun og hreyfingu. Þið getið heyrt mjúka öndunarhreyfingu hjá Talyu sem getur hjálpað ykkur að skynja taktinn.

Jóga á netinu

Gummi   1.4.2020

Orkugefandi framteygjuiðkun

Jóga á netinu

Jóga á netinu, þetta er okkar fyrsta framlag til nettíma. Þessi iðkun getur verið framkvæmd í byrjun dags og síðan snúa sér að næstu athöfn dagsins. Eða iðkunin getur verið framkvæmd seinnipartinn og þá er hægt að bæta við prānāyāma eða hugleiðslu

 

Ef þér finnst þessi tími of langur, bendum við á tvo styttri tíma. Hryggvinda eða bakfettur, eða ef þú ert í skapi fyrir slökun gerðu þá þessa 30 mínútna djúpslökun. Sjáið youtube rás fyrir alla tímana hjá okkur.

Gummi   20.9.2019

Samasthiti

Talya ústkýrir samasthiti

Rakṣaṇa

Gummi   13.6.2019

Śikṣaṇa

Þýðing

Śikṣaṇa – að nema, án aðlögunar, meistrun

 

Samhengi

Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.

Til forna var undirstaða þess að sá sem iðkaði undir śikṣaṇa stefnu væri, ungur, heilbrigður og án ábyrgðar í lífinu.

Þetta er mun ákafari æfingaferill en rakṣaṇa, þar sem stöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru iðkaðar án aðlögunar og ekki tekið tillit til tri krama.

 

Tilvitnun

“There are two categories of practice, the Śikṣaṇa Krama way, according to the rules,
or the Cikitsā Krama way, the application or adaptation of a posture
to suit a particular person or a particular situation.
Where postures need to be adapted to suit particular bodies and their limitations.
The authority for the postures comes from the teacher,
although some rules are indicated in the texts.”

TKV. Desikachar (tekið frá www.yogastudies.org)

Gummi   29.11.2018

It is possible to have left the practice

 

Við þurfum að iðka varurð í daglegri iðkun!

“It is possible to have left the practice,
even before we have got onto the mat.”
Paul Harvey

 

Þetta er tekið úr kennslustund með Paul. Þessi tilvitnun var umræða um viðhorf til daglegarar iðkunar í 1 – Á – 1 og sérstaklega hvernig við höldum utan um okkar iðkun.

Þegar við komum á dýnuna:

  1. Hversu vel erum við til staðar á dýnunni.
  2. Hvernig nærum við iðkunina frá degi til dags.
  3. Hversu vel tökum við eftir eigin sveiflum í huga og líkama.
  4. Erum við að drífa iðkunina af eða höldum við þétt utan um iðkunina.
  5. Ýtum við undir hið ómeðvita ástand hugans eða drögum við fram það ómeðvitaða

Hlutir hafa tilhneigingu að verða að vana, þegar jógaiðkunin verður þannig þá þurfum við stórt skilti VARÚÐ

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar