Einkatímar í jóga er tiltöllulega nýlunda á jógamarkaðnum í dag. 1 – Á – 1 módelið er hinsvegar eins og jóga var kennt til forna. Beint samband milli kennara og nemanda. Nemandinn fór til kennarans með ósk um iðkun, til að læra jóga eða auka heilsu. Eða fyrir heilsulausnir þar sem iðkandinn leitaði heilunnar við þjáningu sinni. Kennarinn sneið rútínur og plön og nemandinn hóf iðkun heimafyrir sjö daga vikunnar. Einkatímar í jóga er kennsluferlið í 1 – Á – 1
Við komum í jógaiðkun yfirhöfuð með markmið í huga.
Til dæmis þú vilt ná hugarró og öðlast innri frið. Þú vilt auka sveigjanleika, bæta styrk og hreyfanleika. Sum af okkur leitum að heilsulausnum eins og, að draga úr bakverkjum eða öðrum stoðverkjum. Eða losa þig við streitu og kvíða, eða jafnvel að bæta svefn og auka orku. Markmiðin eru mörg og mismunandi, og það fer algjörlega eftir því hver á í hlut.
Það er gott að hafa skýr markmið þegar kemur að iðkun. Þegar markmiðið er skýrt, er mjög mikilvægt að þú hafir réttu verkfærin. Svo þú getur unnið beint að því markmiði sem þú leitar að. Því mismunandi verkfæri jógaiðkunar hafa mismunandi áhrif á okkur.
Til dæmis við veljum einfaldar hreyfingar og stutta iðkun (15-20 mínútur á dag), til að draga úr bakverkjum. Við veljum krefjandi hreyfingar til að byggja upp styrk fyrir höfuðstöðu (45 mínútur á dag). Til að draga úr streitu veljum við einfalda öndunarmiðað iðkun (15-20 mínútur 1-2 á dag). Og fyrir hugleiðslu, veljum við æfingar til að þróa stöðuga setu, einfaldar öndunaræfingar til að byggja upp gjörhygli, og jafnvel möntru eða kyrjun til að kyrra hugann (30-45 mínútur á dag). Verkfærin eru mörg og mismunandi og mikilvægt er að velja réttu verkfærin svo markmiðið verði að veruleika.
1-á-1 er markmiðuð kennsluaðferð, sem miðlar réttum verkfærum jógaiðkunar, að þeim markmiðum sem þú leitar að.
Þegar markmiðið er skýrt þurfum við að ákvarða byrjunarpunktinn hjá þér, við skoðum hann frá fjórum þáttum.
Hversu mikið viltu fjárfesta þínum tíma og orku til að ná fram þínum markmiðum.
Byrjunarpunkturinn er mikilvægastur, hann ákvarðast út frá. Þinni heilsu, þínum markmiðum og þínum lífsstíl. Þegar byrjunarpunkturinn er skýr, ákvarðast allt þjálfunarferlið út frá honum.
Eitt af aðalatriðum í 1-á-1 er ferli. Ferlið er einungis kennt í einkatímum, milli kennara og nemanda. Þegar byrjunarpunkturinn er fundinn hefst ferlið. Kennarinn sníðir rútínur og plön, samkvæmt þínum markmiðum. Síðan er vandlega farið yfir rútínurnar og þér kennd undirstöðuatriði í iðkun. Eftir það er iðkunin skýr og þú getur farið heim og hafið iðkun.
Þú hefur iðkun sjö daga vikunnar á þeim tilsetta tíma sem þú og kennarinn funduð út. Eftirfylgd, og viðbætur í rútínu og plönum er stór þáttur í áframhaldandi kennslu. Þar ert þú undir nánu eftirliti kennara, kennarinn tryggir að æfingarnar séu rétt framkvæmdar og beitingin samkvæmt þínum líkama.
Eins og öll list þá þarfnast hún daglegrar þjálfunar til að ná að spíra og dafna. Eftirfarandi atriði eru lykillinn til að ná settum takmörkum.
Þráin og löngunin til umbreytingar, þarf að vera stöðugt í vitund okkar svo hún verði að raunveruleika. Gjörhyglin í jógaþjálfuninni heldur henni skýrt í vitund okkar!
“The viniyoga of Yoga is a process rather than just a collection of techniques.”
Paul Harvey
20 mínútna iðkun sem best er að gera fyrripart dags. Iðkunin er kallast öndunarmiðuð iðkun, og takturinn í öndun er inn 6 og út 8 í öllum hreyfingum. Þetta er millistigsrytmi og fyrir suma of langur. Endurtakið iðkunina reglulega og verið stöðugt að bæta ykkur í öndun og hreyfingu. Þið getið heyrt mjúka öndunarhreyfingu hjá Talyu sem getur hjálpað ykkur að skynja taktinn.
Jóga á netinu, þetta er okkar fyrsta framlag til nettíma. Þessi iðkun getur verið framkvæmd í byrjun dags og síðan snúa sér að næstu athöfn dagsins. Eða iðkunin getur verið framkvæmd seinnipartinn og þá er hægt að bæta við prānāyāma eða hugleiðslu
Talya ústkýrir samasthiti
Þýðing
Śikṣaṇa – að nema, án aðlögunar, meistrun
Samhengi
Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.
Til forna var undirstaða þess að sá sem iðkaði undir śikṣaṇa stefnu væri, ungur, heilbrigður og án ábyrgðar í lífinu.
Þetta er mun ákafari æfingaferill en rakṣaṇa, þar sem stöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru iðkaðar án aðlögunar og ekki tekið tillit til tri krama.
Tilvitnun
“There are two categories of practice, the Śikṣaṇa Krama way, according to the rules,
or the Cikitsā Krama way, the application or adaptation of a posture
to suit a particular person or a particular situation.
Where postures need to be adapted to suit particular bodies and their limitations.
The authority for the postures comes from the teacher,
although some rules are indicated in the texts.”
TKV. Desikachar (tekið frá www.yogastudies.org)