Menu
Jógatími á netinu

Gummi   16.4.2020

Boginn og axlarstaða

Jógatími á netinu, með boganum og axlarstöðu. Við gerðum þennan tíma 2014 en hann leit aldrei dagsins ljós. Andardrátturinn er í lágmarki, þannig iðkunin miðast meira að forminu. Auðveld öndunaræfing í lokinn.

 

Ef þér finnst þessi tími of langur, bendum við á tvo styttri tíma. Hryggvinda eða bakfettur, eða ef þú ert í skapi fyrir slökun gerðu þá þessa 30 mínútna djúpslökun. Sjáið youtube rás fyrir alla tímana hjá okkur.

Jóga á netinu

Gummi   1.4.2020

Orkugefandi framteygjuiðkun

Jóga á netinu

Jóga á netinu, þetta er okkar fyrsta framlag til nettíma. Þessi iðkun getur verið framkvæmd í byrjun dags og síðan snúa sér að næstu athöfn dagsins. Eða iðkunin getur verið framkvæmd seinnipartinn og þá er hægt að bæta við prānāyāma eða hugleiðslu

 

Ef þér finnst þessi tími of langur, bendum við á tvo styttri tíma. Hryggvinda eða bakfettur, eða ef þú ert í skapi fyrir slökun gerðu þá þessa 30 mínútna djúpslökun. Sjáið youtube rás fyrir alla tímana hjá okkur.

Gummi   20.9.2019

Samasthiti

Talya ústkýrir samasthiti

Rakṣaṇa

Gummi   13.6.2019

Śikṣaṇa

Þýðing

Śikṣaṇa – að nema, án aðlögunar, meistrun

 

Samhengi

Innan vinijóga eru þrjár leiðir til iðkunar, chikitsā, rakṣaṇa og sikśana.

Til forna var undirstaða þess að sá sem iðkaði undir śikṣaṇa stefnu væri, ungur, heilbrigður og án ábyrgðar í lífinu.

Þetta er mun ákafari æfingaferill en rakṣaṇa, þar sem stöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru iðkaðar án aðlögunar og ekki tekið tillit til tri krama.

 

Tilvitnun

“There are two categories of practice, the Śikṣaṇa Krama way, according to the rules,
or the Cikitsā Krama way, the application or adaptation of a posture
to suit a particular person or a particular situation.
Where postures need to be adapted to suit particular bodies and their limitations.
The authority for the postures comes from the teacher,
although some rules are indicated in the texts.”

TKV. Desikachar (tekið frá www.yogastudies.org)

Paul and us in Nailsworth, taken from a private lesson in Pauls room

Gummi   22.11.2018

Welcome to the world of viniyoga

 

“Welcome to the world of viniyoga,

where we start from where you are

not where your dreams are.”

Paul Harvey 

 

Þetta er tekið úr kennslustund með Paul. Þessi umræða vaknaði þegar við vorum að ræða streitu, og hvernig við tæklum streitu í lífinu yfir höfuð með réttri jóga iðkun, því við göngum úr frá því í vinijóga að rétt beiting í öndunarþjálfun sem aðal streitubanann. Aðal umræðan varðandi þetta var að andardrátturinn er spegillinn fyrir okkar huglæga ástand og okkar daglega iðkun verður að taka mið að því í hverskonar andlegu sem og lífeðlisfræðilegu ástandi við erum í.

Meginskilaboðin voru að iðkun fyrir einstakling með streitu þarf að vera sniðin þannig að hann geti stundað djúpstæða öndunarþjálfun í hreyfingu, því að vera andstuttur eða með lágmarks getur ýtt undir streitu í huga og lífeðlisfræðinni hjá okkur eða haft lítil áhrif á streitu, og of krefjandi iðkun veldur því að það er lítil þróun í öndunarvinnu.

Við þurfum að hlusta djúpt og sjá að jóga iðkun okkar þjóni sem streitubani en ekki streituaukning.

Gummi   1.5.2018

Core Āsana

“People need to have a core practice; they need to be taught some core Āsana. The question is, how do we choose, respecting all the hundreds of Āsana and yet prioritising. I know that for the majority of people, I use about thirty Āsana and adapt and modify them for different needs.”

Paul Harvey (Medicine, Mastery and Mystery within the field of Yoga.)

Gummi   27.4.2018

The relationship with āsana

“Krishnamacharya had the idea, you could only have a deep realationship with few postures, 4-5 max. Because the idea is to spend a good chunk of time in the posture with good breath, about 10-15 minutes”

Paul Harvey (tekið úr kennslustund með Paul)

Gummi   6.4.2018

Aldurs ferillinn

Þegar iðkandi kemur í einstaklingsmiðaða iðkun, þá þarf að taka til greina hvar hann er staddur í aldurs ferlinum.

Aldursferillinn hefur þrjú stig: sṛṣṭi, sthiti og antya. Iðkunin ákvarðast að hluta til, hvar í aldursferlinum iðkandinn er staddur.

Þegar kemur að hópiðkun þá tökum við ekki mið af aldursferlinum heldur kennum frekar eftir námskrá. Ef við horfum á forsendur aldursferilsins, þá getur einstaklingsmiðuð iðkun komið nær lífi iðkandans, miðað við ramma hvers aldurferils fyrir sig.

Gummi   27.12.2017

Hațha

Hațha

Þýðing: þvingun, það sem er þvingað

Samlíking: ha sól, tha tungl

Hatha vísir í vissa aðferðarfræði þar sem unnið er með innri orkuferla, eða þeim stýrt í ákveðin farveg, hvort sem það er í líkama, starfsorku eða huga.

“Haṭha Yoga is Prāṇāyāma.”
– Śrī T Krishnamacharya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar