Menu
Talya teaching the principle and practice, the core teachings of Krishnamacharya

immersion

Grunnur að Krishnamacharya jóga kennaraþjálfun

Listin að jóga hatha jóga

Immersion er fyrsta stigið í 500 klukkustunda kennaraþjálfun, hægt er að taka þjálfunina eina og sér eða sem fyrsta skrefið í áttina að 1 Á 1 jóga kennara.

Við munum kafa ofan í grunnlögmál í kennslu Krishnamacharya.

Þátttakendur geta fært þessi höfuðatriði í sína eigin kennslu eða sem vegvísir í sinni persónulegu iðkun.

T. Krishnamacharya

“Teach what is inside you, not as it applies to you, to yourself, but as it applies to the others.”

Listin að jóga

Námskeiðið byggir á kennslu hins mikla meistara T. Krishnamacharya sem oft er nefndur “faðir nútíma jóga”. Hann sameinaði haṭha og raja yoga inn í eitt kerfi sem hann kallaði viniyoga. Hans nálgun var einstök, víðfem og oft lítt þekkt innan jóga heimsins. Hans kennsla spannaði alla anga jóga iðkunar og indverskrar hugsunar að hætti Veda fræðanna. Hann var kennari margra þekktra jóga meistara eins og T.K.V. Desikachar, Indra Devi, Iyengar og Pattabhi Jois, A.G. Mohan og fleiri.

 

 

námskeiðið

 

Jóga iðkun

 

Jóga Sūtra

 

Stellingar (Āsana)

 

Sitjandi öndun (Prāṇāyāma)

 

Hver þátttakandi mun fá 60 blaðsíðna handbók (handbókin er á ensku). Þeir sem klára námskeiðið fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Námskeiðið telur sem 10 tímar fyrir áframhaldandi nám jógakennara.

Þetta er upprunalegt námskeið frá hinum virta jógaskóla í Englandi Centre for Yoga Studies. Námskeiðið dregur fram kjarnan í jóga út frá kennslu Krishanamacharya, sem iðkun og fræði.

Námskeiðið er viðurkennt af European Yoga Alliance Foundation Course, Association of Yoga Studies Foundation Course og The British Wheel of Yoga.

About us – Irish Yoga Association           

 


 

Fyrir hvern

 

 

“Hver mínúta var meiriháttar og útskýringarnar á: hvað er jóga, hvernig á að viðhalda því, tengingin milli asana og mótteygju gjörsamlega opnaðist fyrir mér. Og sútrurnar, ég mun algjörlega algjörlega grandskoða þær eftir helgina.”

Eyrún María

 

kennarar

Paul and us in Nailsworth, taken from a private lesson in Pauls roomTalya og Gummi hafa verið daglegir jóga iðkendur síðan 1999 og jóga kennarar síðan 2002.

Frá 2015 hafa þau hafa numið með Paul Harvey kennslu Krishnamacharya og TKV. Desikachar. Þau hafa numið einu sinni í viku með Paul og allt námið er í persónulegri kennslu sem var einkenni kennslu Krishnamacharya.

Nám þeirra spannar alla anga jóga, bæði sem iðkun og fræði. Þau hafa heimild frá Paul Harvey að þjálfa nemendur og 1 Á 1 jóga kennara og jóga þerapista í námsfræðum Center of Yoga studies.

 

 

 

Dagsetning og verð

 

Dagsetning:

Námskeiðið er kennt helgina 3-4 júní

Kennt er frá 10:00 – 18:00 báða dagana.

 

Þátttakendur:

Takmarkað pláss, aðeins 9 þátttakendur.

Námskeiðið er bæði kennt á íslensku og ensku, laugardagurinn verður með Gumma og á íslensku, sunnudagurinn verður með Talyu og á ensku.

 

Verð:

34.900, greitt er 14.900 við skráningu og afgang við mætingu.

Skráningargjald er ekki endurgreitt, en hægt er að nota upphæðina við hvaða námskeið eða 1 á 1 jóga

 

Skráning:

hello@artofyoga.is eða 691 – 8565

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar