Menu

Gummi   23.11.2017

Leyndarmál að breytingu, þrjú undirstöðuatriði til að valda breytingum í lífi okkar.

Allir sem byrja í jógaiðkun vilja það sama, breytingu. Allir sem stunda garðyrkju vita að moldin er undirstaða alls vaxtar, ef góð mold er ekki til staðar þá er vöxturinn ekki jafn góður, góð mold eru undirstaðan svo ræturnar festi sig vel í sessi. Þessi þrjú atriði eru moldin þegar kemur að breytingu, þau eru ein helsta undirstaða svo að breyting geti átt sér stað í lífi okkar.

Allir sem óska eftir breytingu vilja fara úr sínu núverandi ástandi og vonandi í eitthvað betra. Það getur verið að auka sveigjanleika og styrk, að bæta eða auka eigin starfsorku, að öðlast dýpri einbeitingu eða hugarró. Hvað sem það er þá viljum við umfram allt verða betri í dag en við vorum í gær. Til þess að valda þessum innri breytingum eru eftirfarandi atriði nauðsynleg.

  1. Tími
  2. Rými
  3. Úthald

 

Tími (kĀla)

Við þurfum að hugsa þetta á algjörlega taktískan hátt allt sem við viljum breyta þarf að færa inn í einverskonar iðkun sem gerist yfir tíma. Undirstaðan er á hverjum degi, stutt en oft, lykillinn er stutt og oft, ekki mikið og sjaldan, því við verðum að skilyrða nýja hegðun svo breytingin geti átt sér stað. Og til langtíma þýðir það tímabil, 3 mánuðir, 3 ár eða hversu langt tímabil við þurfum að gefa iðkuninni svo breytingin geti fest djúpar rætur í lífi okkar, því jóga sem iðkun er ekki skammtímalausn, heldur langtíma lausn með varanlegri breytingu.

 

Rými (deśa)

Við getum hugsað líf okkar sem rými og við röðum okkar rými á mismunandi hátt. Til dæmis við vöknum kl. 7, borðum morgunmat kl. 8, förum út með hundinn 8:30, mætum til vinnu 9 og svo framvegis. Ef ég ætla að breyta einhverju hjá mér þá þarf það að hafa rými í mínu lífi.

Oft á tíðum reynum við að troða iðkun inní rými dagsins og við förum að klípa af okkar daglegu rútínu, til dæmis að sofa aðeins minna, sleppa morgunmat og svo framvegis. Þetta mun aldrei virka til langstíma því starfsorkan okkar virkar að miklu leyti í innri skilyrðingum, eins og að læra að aka bíl, til að byrja með er þetta lærð hegðun svo á endanum er þetta nánast ómeðvituð hegðun.

Að skapa rými þýðir ekki að bæta einhverju við lífið hjá okku heldur hvað ert þú tilbúin/n gefa eftir í þínu daglega lífi til að leyfa einhverju nýju að koma inn. Ég sé yfirleitt hjá fólki að það gerir of mikið, starsorkan er of tvístruð í of mörgum athöfnum og á endanum verðum við uppgefin því við náum ekki að halda utan um okkar starfsorku, og gefumst upp á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Aftur kemur þetta að forgangsröðun, því sannleikurinn er oft á tíðum að rýmið í okkar daglega lífi er algjörlega yfirfullt af athöfnum og við gætum sagt misgagnlegum athöfnum.

 

Ásetningur (saMkalpa)

Ef þú ætlar virkilega að breyta einhverju þá þarftu úthald. Breyting gerist ekki á einni nóttu. Til að viðhalda úthaldi til langstíma þá þarf ásetningurinn (saṃkalpa) að vera mjög skýr. Þegar ég hitti iðkendur í fyrsta skipti þá spyr ég iðulega “hvað viltu”. Því skýrara sem “hvað ég vil/l” því líklegra er að ég sé að vinna að mínum takmörkum og líklegra er ég að hafi úthald sem þarf. Ásetningur styrkir úthaldið, því ég veit hvað ég vil og ég veit að hverju ég er að vinna.

Þeir sem vilja kanna þessa aðferð smellið á hlekkinn

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar