Menu
Einkatímar í jóga og ferlið í 1 – Á – 1

 

8 júní - 1 júlí

19.900 kr.

grunnur að jóga

Grunnnámskeiðið okkar í jóga er markvisst jóganámskeið sem kennir þér undirstöður í iðkun og lífsspeki jóga. Við leggjum ríka áherslu á að kenna þér rétta beitingu í stöðunum og undirstöður djúpöndunarvinnu til að auka gjörhygli og meðvitund á líkama og huga. Þessi ástundun mun auka orku og kraft og kenna þér að iðka á kraftmikinn en öruggan hátt, skemmtilegt og fræðandi námskeið.

Þú munt öðlast:

Aukin styrk og liðleika.

Aukna hugarró og friðsæld.

Betri svefn og minni streitu.

Aukin meðvitund á líkama og huga.

Skráning: hello@artofyoga.is eða 691-8565


 

námskeiðið

Námskeiðinu fylgir einn einkatími með Gumma eða Talyu. Þegar maður hefur iðkun er mikilvægt að vita hvar maður stendur og hvað má betur fara í þjálfun. Við metum þína styrkleika og veikleika í líkama og öndun og gefum þér nákvæmar leiðbeiningar hvað þú þarft að einbeita þér að í iðkun. Þetta gerir iðkunina mun markmiðaðri og gefur þér skilning hvernig þú getur bætt þig.

 


 

verð og dagsetning

Dagsetning: 08.06 – 1.07 (4 vikur)

Kennsla: kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá 17:00 – 18:15.

Einkatími: 45 mínútna einkatími, hægt verður að bóka í einkatímann þegar námskeið hefst.

Verð: 19.900 kr., greitt er staðfestingargjald 10.000 við skráningu.

Þáttakendur: hámark 8 þátttakendur

Kennarar: Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman

Skráning: hello@artofyoga.is eða 6918565

 


 

kennarar

Talya og Gummi hafa verið daglegir jóga iðkendur síðan 1999 og iðkendur í vinijóga síðan 2008. Frá 2002 hafa þau verið í jógakennslu og kennt þúsundir hóptíma sem og einstaklingsmiðaða iðkun (sem þau sérhæfa sig í ). Þau hafa mikla kennslureynslu og hafa numið yfir 2.000 tíma samanlagt undir handleiðslu vinijóga meistara. Með sinni reynslu og þekkingu geta þau fært djúpstæða og umbreytandi iðkun til nemandans.

 

 


 

umsögn nemenda

 

“Ég fór á námskeið hjá Gumma og Talya eftir að hafa verið á dagsnámsheiði í Art of Yoga hjá Paul Harvey. Í hans kennslu var eitthvað sem ég fann að ég þyrfti að kanna betur. Gummi og Talya eru einstakir kennarar miklir reynsluboltar og viskubrunnar. Þeirra nalgun í kennslunni er djúp og umbreytandi og hefur gefið mér aukinn skilning á sjálfri mér og tilverunni. Timarnir eru skipulegir, fræðandi og notalegt og hlýtt andrúmsloft einkennir Art of Yoga, Gumma og Talyu.”

Sólveig

 

“Einstök upplifun. Hef prufað allskonar jóga en þetta er einstakt” 

Teitur Magnússon

 

“Mjög fagleg og góð kennsla. Góð fræðsla og kennsla í aukinni líkamsmeðvitund.”

Ingibjörg

 

“Mjög persónulegt og gott námskeið með æðislegum kennurum.”

Hrafnhildur

 

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar