Menu

 

Ný dagsetning síðar

grunnur að jóga

Vinnustofa, 6 vikna tímabil í vinijóga 1 og einkatími

Jóga eru ævaforn vísinda að andlegri heilsu og líkamlegu hreysti. Til að fá hinn raunverulega ávinning frá jóga iðkun, þurfum við að læra meira en teygjur. Teygja er bara pínulítill þáttur innan iðkunar, hinn raunverulegi ávinningur í iðkun er djúpöndunarþjálfun í hreyfingu og kyrrstöðu. Öndunarmiðuð jóga iðkun eru forn vísindi fyrir nútíma manninn, sem samtvinnar djúpstæða öndunarþjálfun í kröftugri hreyfingu og kyrrstöðu, þjálfunin gerir þig:

 

Sterkari

Hreyfanlegri

Sveigjanlegri

Orkumeiri

Aukinn sátt og hugarró


 

 

 

 

 

 


 

afhverju er mikilvægt að þjálfa andardrátt í hreyfingu.

 

Nemendur í jógaiðkun fá yfirhöfuð litla eða takmarkaða þjálfun í öndun og þar af leiðandi þjálfa ekki upp aðalatriðin í iðkun og fá ekki þann ávinning af ástundun sem getur orðið. Öndunarmiðuð jóga iðkun snýst allt um djúpöndunarvinnu í hreyfingu og kyrrstöðu:

 

 


 

námskeiðið

Vinnustofa, 6 vikna tímabil í vinijóga 1, einn einkatími.

 

 

  1. Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijóga hefðinni.
  2. Undirstöður bakfettu, framteygju, framteygjustyrks og hryggvindu.
  3. Rétt beiting í stellingum (stefnuhreyfing) og aukning í meðvitund á réttri líkamsbeitingu sem hæfir hverjum einstakling.
  4. Skilningur á djúpöndunarvinnu í hreyfingu og kyrrstöðu.
  5. Undirstöður í djúpslökun.
  6. Að vinna öruggugt í stellingum en kröftulega.

 


 

verð og dagsetning

Vinnustofa, 6 vikna námskeið og einkatími

Heildarverð 31.000 kr.

Tilboðsverð aðeins: 22.900

(Fullt verð greiðist við skráningu)

Ný dagsetning síðar

Vinnustofa:  kennt frá 17:10 – 19:55

Vinijóga 1: kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá 19:45 – 21:00.

Einkatími: hægt verður að bóka í einkatímann frá 10.02 – 21.04

Kennarar: Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman

 

SKRÁ MIG

 


 

reynslumiklir kennarar

Talya og Gummi hafa verið daglegir jóga iðkendur síðan 2000 og iðkendur í djúpöndunarþjálfun síðan 2008. Frá 2002 hafa þau verið í jógakennslu og kennt þúsundir hóptíma og þúsundir einkatíma í einstaklingsmiðaðri iðkun (sem þau sérhæfa sig í ). Þau hafa mikla kennslureynslu og hafa numið yfir 2.000 tíma samanlagt undir handleiðslu vinijóga meistara. Með sinni reynslu og þekkingu geta þau fært djúpstæða og umbreytandi iðkun til nemandans.

 

 


 

umsögn nemenda

 

“Ég fór á námskeið hjá Gumma og Talya eftir að hafa verið á dagsnámsheiði í Yogātma hjá Paul Harvey. Í hans kennslu var eitthvað sem ég fann að ég þyrfti að kanna betur. Gummi og Talya eru einstakir kennarar miklir reynsluboltar og viskubrunnar. Þeirra nalgun í kennslunni er djúp og umbreytandi og hefur gefið mér aukinn skilning á sjálfri mér og tilverunni. Timarnir eru skipulegir, fræðandi og notalegt og hlýtt andrúmsloft einkennir Yogātma, Gumma og Talyu.”

Sólveig

 

“Einstök upplifun. Hef prufað allskonar jóga en þetta er einstakt” 

Teitur Magnússon

 

“Mjög fagleg og góð kennsla. Góð fræðsla og kennsla í aukinni líkamsmeðvitund.”

Ingibjörg

 

“Mjög persónulegt og gott námskeið með æðislegum kennurum.”

Hrafnhildur

 

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar