8 júní - 6 júlí
Lærðu jóga sem er meira en fitness. Vinyasa krama er heildræn leið að jóga iðkun sem sameinar hug og hjarta. Heildræn iðkun tekur til greina allar hliðar manneskjunar heilbrigðan líkama, heilbrigða og rétta öndun, skýrleika og einbeitingu í huga, allt þrennt leiðir að heilsteyptri manneskju.
Hinar þrjár stoðir vinyasa krama eru.
Stjórnuð hreyfing
Stjórnuð öndun
Gjörhygli
Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts í jógastellingum.
Rétt beiting í stellingum og aukning í meðvitund á réttri líkamsbeitingu sem hæfir hverjum og einum.
Skilningur á djúpöndunarvinnu í hreyfingu, leiðin að sameiningu hug og hjarta.
Undirstöður sitjandi öndunarvinnu
Hvernig iðkum við kröftulega en á öruggan hátt.
Námskeiðinu fylgir einn einkatími með Gumma eða Talyu fyrir þá sem kjósa. Þegar þú hefur iðkun er mikilvægt að vita hvar þú stendur og hvað má betur fara í þjálfun hjá þér. Gummi og Talya eru sérfræðingar í að meta styrkleika/veikleika í líkama og öndun hjá iðkendum. Þau munu gefa þér nákvæmar leiðbeiningar hvað þú þarft að einbeita þér að í þjálfun. Þetta gerir iðkunina mun markmiðaðri og gefur þér skilning hvernig þú getur bætt þig.
Dagsetning:
8 júní – 6 júlí (4 vikur)
Kennsla:
Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá 17:35 – 18:35.
Einkatími:
45 mínútna einkatími, hægt verður að bóka í einkatímann þegar námskeið hefst.
Verð:
19.900 kr.
9.450 staðfestingargjald er greitt við skráningu, afgangur greitt við fyrsta tímann.
Ef þörf er að skipta greiðslum frekar, þá er það möguleiki.
Þáttakendur:
Hámark 16 þátttakendur
Kennarar:
Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman
Skráning:
hello@artofyoga.is eða 6918565
Talya og Gummi hafa verið daglegir jóga iðkendur síðan 1999 og kennarar í vinijóga síðan 2008. Frá 2002 hafa þau verið í jógakennslu og kennt þúsundir hóptíma sem og einstaklingsmiðaða iðkun (sem þau sérhæfa sig í ). Þau hafa mikla kennslureynslu og hafa numið yfir 2.000 tíma samanlagt undir handleiðslu vinijóga meistara. Með sinni reynslu og þekkingu geta þau fært djúpstæða og umbreytandi iðkun til nemandans.
“Ég fór á námskeið hjá Gumma og Talya eftir að hafa verið á dagsnámsheiði í Art of Yoga hjá Paul Harvey. Í hans kennslu var eitthvað sem ég fann að ég þyrfti að kanna betur. Gummi og Talya eru einstakir kennarar miklir reynsluboltar og viskubrunnar. Þeirra nalgun í kennslunni er djúp og umbreytandi og hefur gefið mér aukinn skilning á sjálfri mér og tilverunni. Timarnir eru skipulegir, fræðandi og notalegt og hlýtt andrúmsloft einkennir Art of Yoga, Gumma og Talyu.”
Sólveig
“Einstök upplifun. Hef prufað allskonar jóga en þetta er einstakt”
Teitur Magnússon
“Mjög fagleg og góð kennsla. Góð fræðsla og kennsla í aukinni líkamsmeðvitund.”
Ingibjörg
“Mjög persónulegt og gott námskeið með æðislegum kennurum.”
Hrafnhildur