Menu
Jógaþerapía

jóga þerapía

Með Talyu og Gumma

 

Bóka fría ráðgjöf

Hands on knees 450x450

HVAÐ ER JÓGAÞERAPÍA?

 

Jóga þerapía er sjálfeflandi aðferð þar sem megináherslan er að hjálpa þér að líða betur. Draga úr þjáningu, minnka þau einkenni sem þú glímir við og færa þér aukna, vellíðan, gleði og sátt.

 

Þegar þú hefur tekið þá ákvörðun að taka heilsuna í þínar hendur þá er jóga þerapían rétta leiðin. Saman munum við hjálpast að, við að efla og styrkja þína heilsu.

VIÐ HVERJU GET ÉG BÚIST?

 

Áhrifaríkasta leiðin að árangri, er að vinna með einum af okkar þaulvana sérfræðingi í jógaþerapía. Það tryggir að fókusinn er 100% að þínum sértæku þörfum og markmiðum.

Ef þú ert eins og margir af nemendum okkar, hefurðu líklega prófað ýmisskonar hefðbundnar og óhefðbundnar lækningaaðferðir og jafnvel farið í fjölda rannsókna. En þú hefur ekki alveg náð að snúa nálinni varðandi þín einkenni og ert þreytt/ur á ástandinu.

Við skiljum fullkomlega hversu svekkjandi þetta er, við höfum verið þarna. Okkar ástríða er að hjálpa þér að finna auðveldustu leiðina út úr þínum aðstæðum. Þetta er samvinna milli þín og okkar, og við vinnum með þér á heildrænan hátt, á þeirri forsendu að þú ert ein heild,  líkami, öndun og hugur hafa samverkandi áhrif hvert á annað. Út frá því veljum við sannreynustu jógaverkfærin og sníðum þau sérstaklega fyrir þinn líkama og huga.

 

Jógaþerapía

Þín Leið

Eftir ítarlegt heilsumat og fyrstu kennslustundina, færðu persónulegt plan sem auðvelt er að fylgja, með skýrum leiðbeiningum, sem þú iðkar með okkar stuðningi.

 

Eftir því sem iðkun þín þróast, kennum við þér skref fyrir skref viðeigandi aðlaganir á æfingum, og bætum við planið eftir því sem einkenni þín breytast.

 

Hvort þarfir þínar eru líkamlegar, tilfinningalegar, orkulegar eða andlegar, munum við vandlega velja, margreyndar aðferðir sem hafa staðist tímans tönn. Planið gæti falið í sér eftirfarandi; milda hreyfingu, aðlagaðar jógastöður, öndunarvinnu, Ayurveda, leidd sjálfsgreining, lífsstíls- og mataræðisbreytingar, sjónmyndun, djúpslökun, notkun hljóðs eða möntrur í hreyfingu og kyrrstöðu.

Stutta svarið er alls ekki!

 

Langa svarið er að tveir einstaklingar, jafnvel með sama heilsufarsvandamál, munu þurfa gjörólíka nálgun og iðkun. Vegna þess að þeir hafa mismunandi líkama, hugsun, starfsorku, lífsstíl og lífsaðstæður. Á þessum forsendum þá er geta iðkandans með sama heilsufarsvandamál mjög ólíkt.

 

Sá sem glímir við heilsuleysi, þarf stuttar iðkanir út af takmarkaðri orku, takmörkun í hreyfingum út frá bólgum eða lélegum hreyfanleika. Iðkun er oft á tíðum 10-15 mínútur sem eru gerðar 2-4 sinnum á dag, hóptíminn er kannski 1-2 í viku og oft á tíðum í 60+ mínútur.

 

Jógaþerapía er í eðli sínu einstaklingsbundin nálgun og verður alltaf að virða getu og ástand einstaklingsins. Planið í jógaþerapíu þarf að vera undir nánu eftirliti kennarans og hann þarf að geta gripið inní og aðlagað planið að þeim sem er að gera það. Það er mjög mikilvægt innan jógaþerapíu og planið sé mjög nákvæmt til að skilja mismunandi breytingar innan einkennum iðkandans.

 

Almennir tímar geta stundum valdið örlitlum skammvarandi létti, sem er eins og að taka pillu eða fara í gott nudd. En oftar gera þeir illt verra og ýft upp einkenni, því það sem var kennt eða hvernig það var kennt var ekki viðeigandi fyrir iðkandann.

Við segjum í jógaþerapíu  „það fer eftir ýmsu“.

 

Það eru hundruðir jógískra verkfæra sem við getum notað í jógaþerapíu. Jógaþerapía miðar að draga úr einkennum þess sem þjáist og varpa ljósi á orsök ef möguleiki er.

Eins og vel þjálfaður skurðlæknir munum við velja gagnlegustu og skilvirkustu verkfærin til að gefa þér skjótustu niðurstöðurnar.

 

Sum verkfærin geta verið mjög gagnleg til að byrja með en algjörlega gagnslaus þegar til lengri tíma er litið. Planið þarf að vera undir stöðugu eftirliti og breytingar eru gerðar eftir því sem einkenni iðkandans breytast.

 

Eins og sagt er hér að ofan vegna þess að þú ert einstakur geta verkfærin verið önnur fyrir þig, jafnvel þó að einhver sé með sama ástand og þú.

 

En almennt séð vandamál stoðkerfi krefjast yfirhöfuð hreyfingar og kyrrstöður. Lífeðlisfræðileg vandamál krefjast hreyfingar og öndunarvinnu. Dýpri tilfinningaleg eða andleg vandamál gætu þurft hreyfingu, öndunarvinnu, hljóð og mismunandi huglægar aðferðir. Lífsstíll, mataræði og Ayurvedískar aðferðir eru vanalega kynntar eftir þörfum iðkandans, óháð því hvaða vandamál þú átt við, þar sem þær hafa víðtæka notkun.

Alls ekki.

Jógaþerapía virkar mjög vel samhliða öllum lyfjum sem þú tekur. Getur oft aukið áhrif þeirra og/eða hjálpað við að draga úr aukaverkunum lyfja. Hins vegar, eftir því sem þú öðlast meiri færni í þinni iðkun og einkenni þín minnka, gætirðu dregið úr lyfjatöku með beinni aðstoð frá þínum lækni.

Alls ekki, eina sem þú þarft er viljinn til breytinga.

Jógaþerapía tekur þig nákvæmlega frá þeim stað sem þú ert, og þangað sem þú vilt fara, sama hvort þú hafir einhverja reynslu af jóga iðkun eða ekki.

 

Okkar sérþekking er að taka þig skref fyrir skref að því markmiði sem við vinnum að, og við gerum ferlið eins auðvelt og þægilegt og mögulegt er.

 

Við byrjum á því að hitta þig í frírri ráðgjöf og hlustum á þína sögu og þín einkenni. Útlistum hvað jógaþerapía er og hvort við getum hjálpað þér, ráðgjöfin er án nokkura skuldbindinga. Ef þú ákveður að halda áfram, þá er næsta skref að koma í heilsumat hjá okkur og við útlistum plan fyrir þig.

Það er okkar mat að hæfur jógaþerapisti ætti að hafa 1000 klst., nám frá viðurkenndum skóla, og hafa yfir 2 ára starfsnám undir umsjón  yfirkennara.

 

Við höfum bæði hlotið mikla þjálfun á sviði jógaþerapíu frá kennslu jógameistarans T. Krishnamacharya. Við hófum okkar vegferð 2008 hjá Krishnamacharya Healing Yoga Foundation sem var 750 klst. nám og höfum haldið áfram námi okkar frá 2015 hjá leiðandi jógakennara í 1 Á 1 einkaþjálfun og jógaþerapíu Paul Harvey, sem lærði í 25 ár hjá Krishnamacharya og syni hans Desikachar í jóga- og þerapíumiðstöð þeirra í Madras Indlandi.

 

Við höfum lokið vel yfir 3000 klukkustundum af einstaklingsmiðaðri kennslu (langt umfram þá þjálfun sem nú er í boði hvar sem er) og farið í gegnum okkar eigin einkaþjálfun fyrst með KHYF og síðan Paul Harvey. Við höldum áfram að nema okkar sérfræðiþekkingu hjá Center for Yoga Studies til að betrumbæta færni okkar og þekkingu, og veita okkur möguleika að hjálpa sem flestum.

Við höfum yfir 15 ára starfsreynslu í jógaþerapíu

Lærðu á staðnum eða í fjarþjálfun á netinu.

Fáðu 20 mínútna fría ráðgjöf og sjáðu

hvort þetta sé eitthvað fyrir þig.

SKRÁ MIG

“Er búinn að vera kvíðinn síðan ég man eftir mér, var oft að lesa mér til um jóga og hafði trú að það væri eitthvað í jóga sem gæti hjálpað mér. Vinnufélagi sagði mér frá jóga þerapíunni, það hafði virkað vel fyrir hann. Þetta fór hægt af stað hjá mér, því ég var latur við æfingarnar, Gummi sagði mér að þetta mundi ekki ganga upp svona þannig ég hóf að iðka á fullu. Það tók mig um 4 mánuði að vera frír frá kvíðanum svona að mestu leyti. Ég mæti ennþá reglulega til Gumma svona til að halda mér við og hann setur mig reglulega á beinu brautina”

Kristján Pétursson

“Ég var kominn á slæman stað með bakið á mér, korter í aðgerð út af brjósklosi. Ég kom í ráðgjöf til Gumma og fann strax að ég var í höndum hjá sérfræðingi. Ég var í 6 mánaða stífu æfingaplani hjá honum og bjargaði mér frá aðgerð. Bakið er að mestu til friðs, en ef ég finn eitthvað þá mæti ég til Gumma og hann hjálpar mér aftur á réttu brautina”

Sverrir

“Var kominn á slæman stað með stöðuga liðverki í mjöðm. Viðmót kennarans og árangurinn kom mér satt að segja á óvart. Kennarinn lét mig ekki komast upp með að sleppa æfingum heima, og þegar ég var farin að iðka daglega lét árangurinn ekki á sér standa. Hreyfigeta mín jókst til muna. Kennarinn var alltaf mjög vel heima í mínum málum og fylgdi vel eftir þeim breytingum sem urðu á ástandi/getu minni eftir hvern tíma með honum. Ef ég var í vafa með eitthvað gat ég alltaf sent kennaranum línu og fékk svar um hæl. Iðkunin virkaði mjög vel fyrir mig, hvoru tveggja sem hugleiðsla og sem líkamsæfingar við slitgigt”

Anna Þórsdóttir

Talya og Gummi þaulvanir 1 á 1 jógakennarar

Talya and Gummi þaulvanir jógakennarar í 1 á 1 einkaþjálfun í jóga

ÞÍNIR KENNARAR

 

Gummi og Talya eru þrautþjálfaðir og þaulvanir jógakennarar með yfir fjögurra áratuga samanlagða reynslu í jógakennslu og hafa sérhæft sig í 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu síðan 2008. Þau hafa bæði heimild til að kenna frá hinum heimsþekkta jógaskóla „Center of yoga Studies“ ” í Bretlandi og eru einlæg í að hjálpa nemendum að ná raunverulegum umbreytingum í gegnum 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu.

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar