“Er búinn að vera kvíðinn síðan ég man eftir mér, var oft að lesa mér til um jóga og hafði trú að það væri eitthvað í jóga sem gæti hjálpað mér. Vinnufélagi sagði mér frá jóga þerapíunni, það hafði virkað vel fyrir hann. Þetta fór hægt af stað hjá mér, því ég var latur við æfingarnar, Gummi sagði mér að þetta mundi ekki ganga upp svona þannig ég hóf að iðka á fullu. Það tók mig um 4 mánuði að vera frír frá kvíðanum svona að mestu leyti. Ég mæti ennþá reglulega til Gumma svona til að halda mér við og hann setur mig reglulega á beinu brautina”
Kristján Pétursson
“Ég var kominn á slæman stað með bakið á mér, korter í aðgerð út af brjósklosi. Ég kom í ráðgjöf til Gumma og fann strax að ég var í höndum hjá sérfræðingi. Ég var í 6 mánaða stífu æfingaplani hjá honum og bjargaði mér frá aðgerð. Bakið er að mestu til friðs, en ef ég finn eitthvað þá mæti ég til Gumma og hann hjálpar mér aftur á réttu brautina”
Sverrir
“Var kominn á slæman stað með stöðuga liðverki í mjöðm. Viðmót kennarans og árangurinn kom mér satt að segja á óvart. Kennarinn lét mig ekki komast upp með að sleppa æfingum heima, og þegar ég var farin að iðka daglega lét árangurinn ekki á sér standa. Hreyfigeta mín jókst til muna. Kennarinn var alltaf mjög vel heima í mínum málum og fylgdi vel eftir þeim breytingum sem urðu á ástandi/getu minni eftir hvern tíma með honum. Ef ég var í vafa með eitthvað gat ég alltaf sent kennaranum línu og fékk svar um hæl. Iðkunin virkaði mjög vel fyrir mig, hvoru tveggja sem hugleiðsla og sem líkamsæfingar við slitgigt”
Anna Þórsdóttir