Menu
Jógaþerapía

jóga þerapía

Með Talyu og Gumma

 

Bóka fría ráðgjöf

Hands on knees 450x450

HVAÐ ER JÓGAÞERAPÍA?

 

Jóga þerapía er sjálfeflandi aðferð þar sem megináherslan er að hjálpa þér að líða betur. Draga úr þjáningu, minnka þau einkenni sem þú glímir við og færa þér aukna, vellíðan, gleði og sátt.

 

Þegar þú hefur tekið þá ákvörðun að taka heilsuna í þínar hendur þá er jóga þerapían rétta leiðin. Saman munum við hjálpast að, við að efla og styrkja þína heilsu.

VIÐ HVERJU GET ÉG BÚIST?

 

Áhrifaríkasta leiðin að árangri, er að vinna með einum af okkar þaulvana sérfræðingi í jógaþerapía. Það tryggir að fókusinn er 100% að þínum sértæku þörfum og markmiðum.

Ef þú ert eins og margir af nemendum okkar, hefurðu líklega prófað ýmisskonar hefðbundnar og óhefðbundnar lækningaaðferðir og jafnvel farið í fjölda rannsókna. En þú hefur ekki alveg náð að snúa nálinni varðandi þín einkenni og ert þreytt/ur á ástandinu.

Við skiljum fullkomlega hversu svekkjandi þetta er, við höfum verið þarna. Okkar ástríða er að hjálpa þér að finna auðveldustu leiðina út úr þínum aðstæðum. Þetta er samvinna milli þín og okkar, og við vinnum með þér á heildrænan hátt, á þeirri forsendu að þú ert ein heild,  líkami, öndun og hugur hafa samverkandi áhrif hvert á annað. Út frá því veljum við sannreynustu jógaverkfærin og sníðum þau sérstaklega fyrir þinn líkama og huga.

 

Jógaþerapía

Þín Leið

Eftir ítarlegt heilsumat og fyrstu kennslustundina, færðu persónulegt plan sem auðvelt er að fylgja, með skýrum leiðbeiningum, sem þú iðkar með okkar stuðningi.

 

Eftir því sem iðkun þín þróast, kennum við þér skref fyrir skref viðeigandi aðlaganir á æfingum, og bætum við planið eftir því sem einkenni þín breytast.

 

Hvort þarfir þínar eru líkamlegar, tilfinningalegar, orkulegar eða andlegar, munum við vandlega velja, margreyndar aðferðir sem hafa staðist tímans tönn. Planið gæti falið í sér eftirfarandi; milda hreyfingu, aðlagaðar jógastöður, öndunarvinnu, Ayurveda, leidd sjálfsgreining, lífsstíls- og mataræðisbreytingar, sjónmyndun, djúpslökun, notkun hljóðs eða möntrur í hreyfingu og kyrrstöðu.

Við höfum yfir 15 ára starfsreynslu í jógaþerapíu

Lærðu á staðnum eða í fjarþjálfun á netinu.

Fáðu 20 mínútna fría ráðgjöf og sjáðu hvort þetta sé eitthvað fyrir þig.

SKRÁ MIG

“Er búinn að vera kvíðinn síðan ég man eftir mér, var oft að lesa mér til um jóga og hafði trú að það væri eitthvað í jóga sem gæti hjálpað mér. Vinnufélagi sagði mér frá jóga þerapíunni, það hafði virkað vel fyrir hann. Þetta fór hægt af stað hjá mér, því ég var latur við æfingarnar, Gummi sagði mér að þetta mundi ekki ganga upp svona þannig ég hóf að iðka á fullu. Það tók mig um 4 mánuði að vera frír frá kvíðanum svona að mestu leyti. Ég mæti ennþá reglulega til Gumma svona til að halda mér við og hann setur mig reglulega á beinu brautina”

Kristján Pétursson

“Ég var kominn á slæman stað með bakið á mér, korter í aðgerð út af brjósklosi. Ég kom í ráðgjöf til Gumma og fann strax að ég var í höndum hjá sérfræðingi. Ég var í 6 mánaða stífu æfingaplani hjá honum og bjargaði mér frá aðgerð. Bakið er að mestu til friðs, en ef ég finn eitthvað þá mæti ég til Gumma og hann hjálpar mér aftur á réttu brautina”

Sverrir

“Var kominn á slæman stað með stöðuga liðverki í mjöðm. Viðmót kennarans og árangurinn kom mér satt að segja á óvart. Kennarinn lét mig ekki komast upp með að sleppa æfingum heima, og þegar ég var farin að iðka daglega lét árangurinn ekki á sér standa. Hreyfigeta mín jókst til muna. Kennarinn var alltaf mjög vel heima í mínum málum og fylgdi vel eftir þeim breytingum sem urðu á ástandi/getu minni eftir hvern tíma með honum. Ef ég var í vafa með eitthvað gat ég alltaf sent kennaranum línu og fékk svar um hæl. Iðkunin virkaði mjög vel fyrir mig, hvoru tveggja sem hugleiðsla og sem líkamsæfingar við slitgigt”

Anna Þórsdóttir

Veldu þá leið sem hentar þér

Við bjóðum einstakt tilboð fyrir alla sem vilja kynnast jógaþerapíu

Gildir til 29. september

Þerapía 1


 

20 mínútna ráðgjöf

Heilsumat

  • Liðleika og styrkleika mat
  • Öndunarmæling
  • Lífsrytmar og fæði

Kennslustund

Yfirferð

Eftirfylgni/dagleg skýrsla í 1 mánuð

 


 

Virði 46.400

Þín fjárfesting 29.500

(Hægt er að skipta greiðslu í tvennt)

Skrá mig

Þerapía 2


 

20 mínútna ráðgjöf

Heilsumat

 • Liðleika og styrkleika mat
 • Öndunarmæling
 • Lífsrytmar og fæði

2 Kennslustundir

2 Yfirferðir

Eftirfylgni/dagleg skýrsla í 2 mánuð

 


 

Virði 80.300

Þín fjárfesting 60.500

(Hægt er að skipta greiðslu í þrennt)

Skrá mig

Þerapía 3


 

20 mínútna ráðgjöf

Heilsumat

 • Liðleika og styrkleika mat
 • Öndunarmæling
 • Lífsrytmar og fæði

3 Kennslustundir

3 Yfirferðir

Eftirfylgni/dagleg skýrsla í 3 mánuð

 


 

Virði 114.200 kr.

Þín fjárfesting 82.500

(Hægt er að skipta greiðslu í þrennt)

Skrá mig


30 DAGA ENDURGREIÐSLA AÐ FULLU

Ef þú ert ekki sátt/ur við kennsluna þá endurgreiðum við þér að fullu. Við ábyrgumst fulla endurgreiðslu 30 dögum eftir að þú hefur byrjað.

Talya og Gummi þaulvanir 1 á 1 jógakennarar

Talya and Gummi þaulvanir jógakennarar í 1 á 1 einkaþjálfun í jóga

ÞÍNIR KENNARAR

 

Gummi og Talya eru þrautþjálfaðir og þaulvanir jógakennarar með yfir fjögurra áratuga samanlagða reynslu í jógakennslu og hafa sérhæft sig í 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu síðan 2008. Þau hafa bæði heimild til að kenna frá hinum heimsþekkta jógaskóla „Center of yoga Studies“ ” í Bretlandi og eru einlæg í að hjálpa nemendum að ná raunverulegum umbreytingum í gegnum 1 Á 1 einkaþjálfun og jóga þerapíu.

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar