“Welcome to the world of viniyoga,
where we start from where you are
not where your dreams are.”
Paul Harvey
Þetta er tekið úr kennslustund með Paul. Þessi umræða vaknaði þegar við vorum að ræða streitu, og hvernig við tæklum streitu í lífinu yfir höfuð með réttri jóga iðkun, því við göngum úr frá því í vinijóga að rétt beiting í öndunarþjálfun sem aðal streitubanann. Aðal umræðan varðandi þetta var að andardrátturinn er spegillinn fyrir okkar huglæga ástand og okkar daglega iðkun verður að taka mið að því í hverskonar andlegu sem og lífeðlisfræðilegu ástandi við erum í.
Meginskilaboðin voru að iðkun fyrir einstakling með streitu þarf að vera sniðin þannig að hann geti stundað djúpstæða öndunarþjálfun í hreyfingu, því að vera andstuttur eða með lágmarks getur ýtt undir streitu í huga og lífeðlisfræðinni hjá okkur eða haft lítil áhrif á streitu, og of krefjandi iðkun veldur því að það er lítil þróun í öndunarvinnu.
Við þurfum að hlusta djúpt og sjá að jóga iðkun okkar þjóni sem streitubani en ekki streituaukning.