Menu

Gummi   11.5.2018

Viloma krama 1

Við byrjum að skoða viloma krama sem annars eða þriðja árs iðkendur í hópiðkun. Iðkandi þarf að geta setið að  lágmarki 15 mínútur eftir āsana og hafa góða stjórn á staðbundinni öndun. Einnig er æskilegt að iðkandinn geti viðhaldið 6/9 í öndun að minnsta kosti 12 andardrætti án þess að hækka púlsinn.

Viloma krama hefur þrennskonar hlutverk þegar kemur að prānāyāma sem ytri virkni.

  1. Að lengja útöndun
  2. Auka öndunarþröskuldinn
  3. Fyrstu skrefin í stefnuöndun

VK 1 hefur 4 krama, 2 krama að takmarki og 2 krama til að draga úr.

 

Smŗti eða minni

Fyrsta skrefið til að læra eitthvað er að muna það. Í raun og veru verða prānāyāma æfingar ekki svo árangursríkar nema við getum munað skrefin, hlutföllin og fjölda endurtekninga. Þegar við förum að muna þá getur beitingin orðið þéttari og tæknin fer að hafa hlutverk sem þróun eða stuðningur við starfsorku innan prānāyāma.

 

Sikśana eða rakśana

Við getum staldrað við á þessu skrefi og þá hefur tæknin það hlutverk að styðja starfsorku okkar í daglegu lífi. Eða við getum tekið tæknina lengra og þá verður iðkunin að þróun. Þróun í átt að öðrum tæknum eða þróun innan tækninnar.

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar