Menu

Gummi   27.10.2017

Tiryaṅgmukha vinyasa

Tiryaṅgmukha vinyasa

Tiryaṅgmukha vinyasa eða tiryaṅgmukha ekapāda paścimatānāsana þýðir að annar fótleggur er beygður aftur svo að ilinn snúi upp, staðan er útfærsla á hefðbundinni framteygju. Við æfðum þessa vinyasa í 2-3 í gærkvöldi, öndun er í jöfnum hlutföllum svo bhāvana er annamaya.

Vinyasa samanstendur af 32 andardráttum og sá sem getur viðhaldið góðri öndun í þessu krama vísar í að iðkandinn hefur góða stjórn á réttri líkamsbeitingu í paścimatānāsana. Þetta er snúinn staða í framkvæmd vegna þess að annað hnéð er í læstri stöðu aftur og af því leiðir að hver frambeygja setur álag á hnéliðinn, til að létta álagi af hnélið þá er gott að iðka vinyasa með kubb til að draga úr álag af hnéliðnum og þar af leiðandi auka stjórn í hreyfingu og réttari beitingu. Þessi vinyasa hefur tvær af hinum fjóru hreyfingum hryggs, full hreyfing og hálf lenging.

Frekari þróun í krama gæti tekið nokkrar stefnur, ein væri að þróa dýpra fjórar hreyfingar hryggs þar sem við iðkuðum aðeins fulla hreyfingu, annað gæti verið að lengja krama til að þjálfa úthald, þetta væri á annamaya sviðinu. Pranāmaya væri mismunandi hlutföll eða kumbhaka, manomaya gæti verið mantra.

Tiryaṇg er einnig undirbúningur fyrir efstastigs stöðu krauñcāsana, sem er með sömu fótstöðu og tiryaṇg nema hvað að fótleggur sem er ekki beygður aftur í djúpri mjaðmabeygju (hip flexion)

 

Gjörhygli

Þegar vinyasa er þjálfuð yfir lengri tíma þá er gott að dvelja augnablik í dāṇḍāsana sthiti til að viðhalda gjörhyglisáhrifum, tilhneiginginn er að þegar iðkandi fer frá grunnstöðum og yfir í millistigsstöður að þá tapast gjörhyglisiðkunin, þegar gjörhyglisiðkunin tapast þá er yoga farið.

 

Til frekari skoðunar

Ég læt mynd fylgja af töflunni okkar, svo þeir sem voru ekki í tímanum geti skoðað, því við munum halda þessari þróun áfram og athuga hvort bhāvana pranāmaya geti verið bætt inn.

 

 

Tiryang vinyasa
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar