Menu

Skynjaðu hvar Spennan liggur!

Skynjaðu hvar spennan liggur í líkama og leyfðu henni að fjara út. 

Svona virkar æfingin:

  1. Finndu þér þægilega liggjandi stöðu þar sem þú verður ekki fyrir truflun.

  2. Byrjaðu á því að skynja líkamann anda, allur líkaminn andar og þú skynjar.

  3. Settu athyglina á hvirfilinn og sjáðu fyrir þér einn líkamspart í einu, enni, gangaugu, nef og kinnar……….. haltu áfram að skima allan líkamann.

  4. Því næst finndu hvar þú heldur líkamlegri spennu, því meira sem þú skynjar því betur muntu finna að það er munstur í spennunni.

  5. Leyfðu athyglinni að dvelja með spennunni og beindu líkamanum að anda eins létt og hann mögulega getur.

  6. Hreyfðu aftur líkamann og farðu aftur hægt og rólega út í lífið

Halaðu niður hljóðskrá á tækið þitt:

Talya og Gummi

Síðan 2004 hafa Gummi og Talya sérhæft sig í jógaþerapíu og einkaþjálfun í jóga. Þau hafa hjálpað ótal einstaklingum að vinna með sína streituvalda og endurheimta sitt jafnvægi með árangursríkum aðferðum sem sameina bæði forn fræði jóga og nútímaþekkingu á öndun og lífeðlisfræði.

Með persónulegri nálgun og djúpri reynslu veita þau verkfæri til að takast á við líkamlega og andlega áskoranir. Nú hafa þau sett sína sérþekkingu í að hanna þessa vinnubók, sérstaklega til að hjálpa þér að greina þína streituvalda og byrja á vegferð að streituminna og heilbrigðara lífi.

1920x1080 Svatantra
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar