Menu

Gummi   19.4.2018

Rétt beiting

Rétt beiting í āsana er ferli. Fyrstu skrefin í réttri beitingu eru grunnlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijógahefðinni. Rétt beiting miðast af réttstöðu hryggsins og hreyfingar hryggjaliða innan öndunarstjórnar.

Rétt beiting í hreyfingu verður að fara umfram meðvitaða öndun, svo hreyfing geti orðið innan hryggjarliða þarf andardráttur að vera undir stjórn. Rétt beiting er stjórn á andardrætti, stjórnun á andardrætti og hryggjaliðum fæst með þjálfun á annarsstigs-öndunarvöðvum, frá hrygg til útlima.

Lengri andardráttur þýðir dýpri  líkamsbeiting, aukning á líkamsmeðvitund og möguleiki á réttari hryggstöðu. Þetta er grunnurinn að öndunarmiðaðri iðkun. Þessi þjálfun í réttri beitingu gefur tækifæri á stjórnun hinna fjögurra svæða hryggjarins, háls, brjóstbak, mjóhrygg og spjald.

Stjórnun á hryggsvæði tekur tíma, öll lögmál andardrátts og hreyfingar miða að því að iðkandinn nái aukinni stjórn á eigin hrygghreyfingum og hafi möguleika, ekki aðeins að bæta eigið stoðkerfi þar sem hryggurinn er undirtaða þess, heldur líka að hafa áhrif á lífeðlisfræðina.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar