Ég var hluti af jógaheiminum en mér fannst alltaf eitthvað vanta í hann. Það eru allir að tala um andardrátt í jógaheiminum, en fáir virkilega að iðka hann. Ég endaði á því að finna jógahefð þar sem allt snérist um andardrátt og jógaþerapíu. Ég hellti mér á fullu í þessa hefð og á 13 árum varði ég líklega yfir 2000 klst í námi með þessari hefð, gífurleg þekking og vitneskja, ég hafði fundið týnda hlekkinn sem mér fannst alltaf vera týndur innan jógaheimsins. Kvíðinn og feimninn voru alltaf þarna undirliggjandi, en af því ég iðkaði alltaf stíft þá truflaði það mig aldrei.