Menu

HVERT ÖNDUNAR-FERÐALAG ER PERSÓNULEGT!

Hugur og Öndun er Eitt og Hið Sama!

Þú andar eins og þú hugsar, og þú hugsar eins og þú andar. Þetta eru ekki tvö aðskilin fyrirbæri heldur eitt og hið sama.

Hugur er stórt mengi af minningum, hugsunum og skynjunum. Allt sem þú horfir á, snertir eða tengir við ber með sér minningar, hugsun og tilfinningar, og það leiðir að mismunandi öndunarrytmum.

Við Öndum Minna Ef Hugur er Friðsæll og Bjartari

Eins og við skoðuðum varðandi andnæmispásu þá segir hún til um lítrar af súrefni á mínútu. Öll hugsun framkvæmir mismunandi öndunarrytma, neikvæðni og átök innan huga fær líkamann til að anda meira, jákvæðni hefur léttari öndun og líkaminn andar minna. Hugur hefur stöðug áhrif á andardrátt.

Rytmísk öndun skapar rými innan hugans

Við notum rytmískan andardrátts fyrir:

 • Endurheimt þindar

 • Auka á slökunarviðbragð líkamans

 • Skapa rými innan huga, gjörhygli og stefnu

 • Hækka andnæmispásu með hlutföllum í öndun

 • Stefnuöndun til að hreyfa hryggbilið milli allra hryggjaliða

Málið er að þetta virkar líka í hina áttina, að breyta öndunarrytmum breytir virkni hugans. Með tíð og tíma verður hann, bjartari, sterkari og glaðari og við þróum með okkur gjörhygli. Því kjarninn í allri öndunarþjálfun er að skapa gjörhyglisástand innan hugans, þar sem hugur hefur stefnu og rými.

Endurheimt Þindarinnar

Þindin liggur mitt á milli brjóshols og kviðarhols. Hún liggur eins og hvelfing á milli þeirra og starfar dag og nótt við að draga loft inní lungu okkar.

Lungun eru gaskútur og þindin er pumpan sem dregur loftið inn og skilar því aftur út, innan gaskútsins þarf að vera rétt blanda af gastegundum, og þá sérstaklega súrefni og koltvíoxíð.

Þindin er beintengd öndunarstöðinni sem liggur í heilastofni, öndunarstöðin er stöðugt að örva þindina til að draga loft í lungun, út frá næmni hennar á koltvíoxíði. Því lægri sem andnæmispásan er, því næmari er öndunarstöðin fyrir koltvíoxíði. Lág andæmispása veldur þindarstífni sem þýðir að það er eins og kviðurinn harðni (algengt hjá fólki með kvíða og streitu) og hreyfingar andardrátts færast upp í efri hluta brjósthols. Þegar öndunarrytmar eru komnir á þennan stað þá spila annarsstigs-öndunarvöðvar stærra hlutverk og þetta skapar óskilvirka-öndun.

 

Óskilvirk-öndun skapar bólguástand í herðum og hálsi sem við köllum vöðvabólgu, það er hér sem taugakerfið er undirorpið sympatískri virkni, eða sú taugavirkni sem setur líkamann í stöðugt streitu ástand.

 

Þetta er vítahringur sem er nauðsynlegt að brjóta upp, við gerum það á tvennskonar hátt:

 

 1. Hækka andnæmispásuna sem lækkar þindarhreyfingar og færir öndun aftur í sitt upprunalega form

 2. Við getum farið að þjálfa rytmíska öndun til að auka þindarrýmið

 

Æfing dagsins er einmitt þjálfun rytmískrar öndunar, farið neðst á síðu ef þið viljið hefja iðkun strax.

Öndunarferðalagið

Hvert öndunarferðalag er persónulegt. En ferðalagið sjálft felst í að breyta líffræði líkamans, auka sjálsmeðvitund á það sem er ómeðvitað í dag, skapa rými innan huga til að gefa huga ástand gjörhyglis.

Mitt öndunarferðalag hófst þegar ég var 24 ára gamall. Ég var á lokaári í sálfræðinámi, með endalausar spurningar um lífið og tilveruna, ég var gífurlega kvíðinn og feiminn, og var í raun mjög ráðvilltur, það er óhætt að segja að líf mitt á þessum árum hafi verið þó nokkur þjáning.

Til að gera langa sögu stutta þá fór ég í jógatíma hjá góðri vinkonu og það var ekki aftur snúið. Á stuttum tíma var ég hættur í sálfræðinni og fluttur erlendis í jógamiðstöð, þar sem ég ætlaði að helga líf mitt jóga og finna tilgang lífsins, það gekk nú ekki alveg eftir og ég var í 2 ár á flakki um jógaheiminn.

Ég var hluti af jógaheiminum en mér fannst alltaf eitthvað vanta í hann. Það eru allir að tala um andardrátt í jógaheiminum, en fáir virkilega að iðka hann. Ég endaði á því að finna jógahefð þar sem allt snérist um andardrátt og jógaþerapíu. Ég hellti mér á fullu í þessa hefð og á 13 árum varði ég líklega yfir 2000 klst í námi með þessari hefð, gífurleg þekking og vitneskja, ég hafði fundið týnda hlekkinn sem mér fannst alltaf vera týndur innan jógaheimsins. Kvíðinn og feimninn voru alltaf þarna undirliggjandi, en af því ég iðkaði alltaf stíft þá truflaði það mig aldrei.

Árið 2020 þá var ég 44 ára gamall og kominn með einkenni of háan blóðþrýsting, þetta liggur í ættinni eða það sem við köllum í þessum fræðum „erfðafræðileg tilhneiging“. Ég gat enganveginn sætt mig við að vera 44 ára gamall og þurfa að taka blóðþrýstingslyf. Jógaöndunaræfingarnar virkuðu en há-þrýstingurinn fór ekki nógu mikið niður.

 

Ég fór að líta í kringum mig og ég fann alþjóðleg samtök það sem kallast Klassíska Buteyko Aðferðin. Þeirra vísindi gjörbreytti mínum skilningi, og ég áttaði mig á því að við jóga – og öndunarkennarar kunnum afskaplega lítið í lífeðlisfræði andardrátts. Þeirra aðferð gjörbylti mínum skilningi og þetta eru vísindi Koltvíoxíðs.

 

Það sem breyttist í minni þjálfun þegar ég fór að iðka út frá vísindum koltvíoxíðs:

 • Blóðþrýstingurinn jafnaðist alveg út og hefur haldist þannig síðan (komið 4 ár).

 • Kvíðinn sem hefur alltaf verið undirliggjandi allt mitt líf hvarf.

 • Orkan mín margfaldaðist miðað við það sem hún var áður, og með 15 mínútna iðkun, ef ég þurfti endurnærði ég mig alveg.

 • Svefninn varð mun dýpri og svefn-þörfin miklu minni.

 • Þörfin fyrir mat varð mun minni og svengdin að stóru leiti hvarf.

 • Lífsgleðin jókst, og ég fann að lundarfar mitt var miklu betra

 • Og svo bónuspunkturinn var að jóga og hugleiðsluiðkuninn dýpkaði.

Það sem er áhugavert við þetta, ég hafði iðkað jóga og hugleiðslu daglega í 20 ár, bara við þessa viðbót urðu dramatískar breytingar. Kannski hefur þú nú þegar byrjað þitt ferðalag og þá geta vísindi Koltvíoxíð orðið einn hnappurinn í þinni þjálfun, og þú getur nýtt þér það til að fara dýpra,  og ef þú ert bara að byrja þá er þetta þekking sem þú getur tekið með þér á þitt ferðalag.

 

Þessi þjálfun er samsuða af mínu persónulega jóga námi og mínum skilningi af koltvíoxíð.

Megi þessi þjálfun hjálpa þér að efla þig og styrkja.

ÆFING DAGSINS!

Endurheimt Þindar.

 

Gerðu æfingu dagsins 1 á dag.

Þú getur iðkað að “slaka inn í þráð útöndunar með míkrópásum” eins oft og þú vilt.

Muna númer 1,2 og 3 æfingin skapar meistarann, ef þú vilt breytingu þá verður þú að iðka, án iðkunar þá ferðu ekki neitt.

Sendið endilega skorin ykkar og segið okkur hvernig gengur.

hello@artofyoga.is

 

Kær kveðja
Gummi og Talya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar