Menu

ÞETTA ER ALLT Í FERLINU

AFHVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ ÞJÁLFA ÖNDUN?

Í árþúsundir hefur mannkynið notað öndunarþjálfun til að viðhalda heilsu, hreysti og hugarró. Þessi ástæða er meira en nóg, þetta er fyrirbyggjandi aðferð, að viðhalda hugar og líkamskerfi frá kvillum og langvinnum einkennum og það sem er mjög mikilvægt að forðast óþarfa þjáningu.

Öndunarþjálfun er á tvennan veg:

Breyta daglegum öndunarrytmum.

Þróa hæfni í þjálfun til að valda örari/stærri breytingum.

Seinni hlutinn að breyta öndunarrytmum er gífurlega mikilvægt og þarfnast daglegrar iðkunar, það er engin breyting í daglegum ödnunarrytmum án daglegrar iðkunar. Heilbrigðir öndunrytmar eru djúpt í líkama, það sem við köllum undiröndun, þar sem líkaminn andar undir naflanum, létt og áreynslulaus. Óheilbrigðir öndunarrytmar eru hinsvegar þar sem andardráttur er hátt í líkama, eða öndun í brjóstholi, oft þung og þvinguð. Ef við höfum lifað með andnæmispásu sem er tiltölulega lág (allt undir 30) þá er það normið fyrir okkur og við skynjum ekki muninn.

Einn af lykilþáttum er að breyta hvernig líkami andar dagsdaglega, við getum sagt að við séum að endurforrita taugakerfið, og kóðinn er dagleg þjálfun.

“slaka inn í þráð útöndunar” er mjög mikilvæg iðkun en hún er ekki nóg til að hafa mikil áhrif á andnæmispásuna. Það er fernt sem brýtur upp næmi öndunarstöðvarinnar í þjálfun.

 1. Hámarkspásur, allt sem er umfram andnæmispásuna.

 2. Rytmísk öndun í hlutföllum (fjöllum betur um það í 5 pósti)

 3. Litli andardrátturinn eða andardráttur hugleiðslu

 4. Rytmísk öndun eða lítil öndun í hreyfingu

ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN!

Rétt eins og tónlistarkennarinn minn endurtók við mig aftur og aftur „lítið en oft á hverjum degi Guðmundur, æfingin skapar meistarann“. Ég var lengi að átta mig á þessu, eða 25 ár, svona er að vera seinþroska. En að lokum áttaði ég mig á því „árangur liggur í ferlinu“. Í fyrsta lagi þá þurfum við grunnþekkingu í hvernig andardráttur virkar, því hin almenna hugmynd er því meira súrefni sem þú andar því betra, en við vitum núna að það er ekki raunin.

Eftir að við höfum þessa vitneskju þá þurfum við þjálfun sem byrjar að breyta næmi öndunarstöðvarinnar. Þessi þjálfun gerist skref fyrir skref með mismunandi aðferðum eins og ég nefndi að ofan. Mikilvægt er að hoppa ekki í of krefjandi þjálfun of fljótt.

Ef við förum of geyst þá mun líkaminn ofanda, næmi öndunarstöðvarinnar mun hamla að við höldum miklu koltvíoxíði, sem þýðir að súrefnisupptaka er í lágmarki á þeirri stundu. Ef við ýtum um of á andardrátt þá verður það sem kallast endurkasts-áhrif, þar sem við hækkum koltvíoxíð gildið hátt en líkaminn ræður ekki við hækkunina og byrjar að henda koltvíoxíðinu út enn meir, sem mun líka leiða til oföndunar og lækkunar á andnæmispásunni.

Þannig ferlið skiptir öllu máli,  hvernig er þjálfunin gerð.

Það er ekkert mikilvægara í þjálfun en skref fyrir skref nálgun, góðir hlutir gerast hægt.

Ferlið er eftirfarandi röð:

 1. Þurfum að ná góðri slökun í öndun, þar sem líkaminn andar léttar og minna.

 2. Þurfum að þjálfa hámarkspásur og þindarteygjur til að endurheimta þindina og undiröndun, það er mjög mikilvægt að þetta gerist hægt og rólega undir umsjón kennara.

 3. Þjálfum okkur að viðhalda auknu koltvíoxíði, þetta er í formi líkamsþjálfunar og þarf að gerast skref fyrir skref, þar sem við kennum líkamanum að þola meira koltvíoxíð.

HIN PERSÓNULEGA NÁLGUN!

Eftir að hafa kennt öndunarþjálfun í yfir 20 ár. Þá hef ég skynjað að í hóptímum verða litlar breytingar í öndunarrytmum hjá iðkendum. Vissulega verður örlítil breyting eftir þjálfun, en málið er að öndunarstöðin er skilyrt líffæri, sem þýðir að eftir 1 klst. er öndunarrytminn kominn í sama far.

 

Í einkaþjálfun þar sem hægt er að persónugera þjálfunina, og einstaklingur er virkilega tilbúin/n til að iðka er mikil breyting í öndunarrytmum iðkenda. Ég er einn af þeim sem brenn fyrir breytingum. Ég segi oft við sjálfan mig „ef við ástundum eitthvað þá viljum við árangur“ og ég held ekki að ég sé sá eini sem hugsar svona.

 

En afhverju er það svona mikilvægt.

Í fyrsta lagi er það tíðnin, þú andar 25.000 – 30.000 þúsund sinnum á dag, aðalatriðið í öndunarþjálfun er að hafa bein áhrif á daglega öndun. Sá sem ætlar að hafa áhrif á tíðni öndunar þarf að iðka að minnst 2 á dag í 15-20 mínútur í senn til að hafa einhver áhrif. Sá sem fer í öndunartíma kannski er 1-2 í viku, honum mun líða aðeins betur eftir tímann, en daglegur öndunarrytmi mun ekki breytast. Að þjálfa öndunarrytma er ekki til að valda hugarbreytingu í augnablikinu, heldur valda langvarandi breytingu á öndunarrytma í daglegu lífi, munum að þetta er endurforritun og kóðinn er dagleg iðkun.

Í öðru lagi, ef andnæmispásan er undir 35+ þá þýðir það að líkaminn andar það sem kallast loft-firrt öndun. Loft-firrt öndun er öndunarferli án viðkomu súrefnis, já líkaminn getur andað án viðkomu súrefnis og auka afurrð er aukinn mjólkursýra í vefjum, þetta er mjög algengt hjá til dæmis íþróttafólki, eða fólk sem hefur verið í langvarandi hreyfingu með slæman öndunarvana.

Þegar fólk tekur þátt í hversonar heilsurækt með lága andnæmispásu (allt undir 35) þá andar líkaminn með loftfirrta öndun, eftirfarandi einkenni geta átt sér stað:

 1. Minni súrefnisupptaka, því binding milli súrefnis og blóðrauðu verður sterkara.

 2. Æðaþrenging sem leiðir til of háan blóðþrýstings.

 3. Æðaþrenging að herðum og höfði sem getur leitt til höfuðverkja og mígrenis.

 4. Taugakerfi í sífelldri spennu (veldur langvarandi streitu og kvíða), vantar sefjun frá auknu koltvíoxíði.

 5. Mæði sem leiðir oftast til munnöndun eða afleyðing munnöndunar, munnöndun leiðir til minni súrefnisupptöku.

 6. Getur haft slæm áhrif á svefnrytma, snemm- og seinvöknun.

 7. Getur leitt til meltingartruflana.

 8. Langvarandi stífni á þind fær hrygginn til að falla saman eða veldur bólgum í herðum og hálsi.

Þessi listi er endalaus. Hvað þýðir þetta að maður eigi ekki að hreyfa sig, nei enganveginn en þú þarft að hreyfa þig út frá öndunargæðum. Öndunargæðinn eiga alltaf að stýra erfiðleika þjálfunar, þetta er fyrsti lykillinn að langvarandi hreysti og heilsu.

ÆFING DAGSINS!

Að slaka inn í Þráð útöndunar með Míkró pásum!

 

Gerðu æfingu dagsins 2-4 sinnum yfir daginn.

Þegar þú vaknar, fyrir hádegismat, fyrir kvöldmat og fyrir svefn.

Skynjaðu djúpt hvernig þinn líkami andar.

Muna númer 1 2 og 3, æfingin skapar meistarann. Ef þú vilt breytingu þá verður þú að iðka, án iðkunar þá verður ástandið eins og það er.

Heyrumst næst í pósti 5 “Hvert öndunarferðalag er persónulegt”.

Sendið endilega skorin ykkar og segið okkur hvernig gengur.

hello@artofyoga.is

 

Kær kveðja
Gummi og Talya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar