Menu

Hvernig Mælum Við Öndun!

Hvernig gekk að skynja hvernig líkaminn andar, náðirðu að gera æfinguna oftar en einu sinni, andaði líkaminn mismunandi eftir tíma dags eða eftir mismunandi athöfn, eins og hvíld eða göngu?

Ef við skiptum öndun í heilbrigð og óheilbrigð. Þegar líkaminn andar ofarlega í búk þá er andardráttur óheilbrigðari. Annarsstigs öndunarvöðvar eru ofreyndir og þindarhreyfingin er ofarlega í búk. Líkami sem andar á þennan hátt andar mikið af súrefni, og tapar mikið af koltvíoxíði..

Heilbrigð öndun er þegar líkaminn andar neðarlega eða undir naflanum, það er hér sem þindin sest djúpt í kviðarholi og annarsstigs öndunarvöðvar eru í hvíld. Líkami sem andar á þennan hátt er án streitu og kvíða, þetta er líkami sem andar lítið súrefni og tapar litlu koltvíoxíði.

Andnæmispásan!

Í fyrri pósti þá ræddum við um: mikilvægi Koltvíxíðs í Súrefnisupptöku. Koltvíoxíðs er lykilatriði í Súrefnisupptöku líkamans. Þegar við öndum að okkur þá binst súrefnið Blóðrauðunni, og blóðrauðan flytur súrefnið eftir æðaveggjum, ef við höfum ekki nóg af Koltvíoxíð þá eflist sambandið milli Súrefnis og Blóðrauðu og það verður lítil súrefnsiupptaka. Hinsvegar ef við höfum hátt stig Koltvíoxíð í blóði þá losnar mikið Súrefni frá blóðrauðunni og inn í vefi líkamans.

En hvernig mælum við þetta samband?

Andæmispásan

Hún er einföld mæling til að ákvarða magn Koltvíoxíðs í lungum, hún segir einnig til um hversu marga lítra af súrefni við öndum að okkur á mínútu. Þetta er sáraeinfalt og allir geta gert.

 

Þú þarft að hafa skeiðklukku við hönd til að taka tímann. Andnæmispásan er að mæla hversu lengi við getum haldið í okkur andanum án nokkurs viðbragðs í líkama, lýsing af mælingunni er hér að neðan.

  1. Þú tekur eðlilega innöndun

  2. Þú tekur eðlilega útöndun

  3. Þú heldur í þér andanum og heldur fyrir nefið, setur skeiðklukkuna í gang

  4. Þú bíður eftir fyrsta viðbragði líkamans: fyrstu viðbrögð gætu verið

    • Mildur samdráttur í kvið

    • Mildur samdráttur í bringu eða hálsi

    • Tilfinning fyrir andnauð

  5. Þegar þú skynjar þessi fyrstu viðbrögð þá losar þú nefið og stoppar skeiðklukkuna

  6. Öndun á að vera eðlileg, alveg eins og áður þú hélst í þér andanum

  7. Ef andardráttur er dýpri eða óreglulegur þá hefur þú haldið of lengi og best að taka mælinguna aftur

Þegar þú hefur lokið mælingu þá lítur þú á skeiðklukkuna, og sérð hversu lengi þú gast haldið í þér andanum án þess að líkami sýni nokkur viðbrögð.

 

ANDNÆMISPÁSAN, hún segir okkur tvennt.

  1. Hversu næm er Öndunarstöðin fyrir magni koltvíoxíðs í lungum.

  2. Hversu marga lítra af Súrefni anda ég á mínútu.

LÍFFRÆÐILEG NORM!

Til að skilja betur hvað þessi mæling þýðir þá þurfum við að skoða líffræðileg norm.

 

Líkamshiti er 37 gráður

Púls er 60 slög

Blóðþrýstingur er 80/120

Súrefni á mínútu 3-4 lítrar

 

Ef líkami fer út fyrir líffræðileg norm þá erum við veik (t.d. ef líkamshiti fer í 38 gráður) eða með langvinn einkenni, eins og t.d. háan blóðþrýsting, svefnleysi, astma og svo mætti lengi telja.

Ef við lítum á eftifarandi lista:

 

Andnæmispása 60 = 3-4 L af súrefni á mín.

Andnæmispása 30 = 6-8 L af súrefni á mín.

Andnæmispása 20 = 9-12 L af súrefni á mín.

Andnæmispása 15 = 12-16 L af súrefni á mín.

Andnæmispása 10 = 18-24 L af súrefni á mín.

Andnæmispása   5 = 24-35 L af súrefni á mín.

Þú getur metið hversu mikið þú andar út frá þessum lista. Samkvæmt listnum þá er fullkomið heilbrigði 60 sekúndur, allt fyrir neðan það þýðir að öndunarrytminn er út fyrir líffræðileg norm

 

Eins og við nefnum í fyrri pósti þá er lykilatriði: ef þú andar of mikið af Súrefni þá losar líkami sig við meira af Koltvíoxíð og þar af leiðandi því minni súrefnisupptaka. Þannig ef andnæmispása er um 15 þá andar þú um 12-16 lítra af súrefni sem er 4-5 sinnum yfir líffræðileg norm, sá sem hefur þessa andnæmispásu hann er í súrefnissvelti.

Það er gefið að þessi andæmispása hefur langvinna sjúkdóma eða þeir munu koma upp í náinni framtíð, orkuleysi, svefnvandræði, verður auðveldlega stress og kvíða, listinn er í raun og vera endalaus.

Það góða við þetta er, það er hægt að snúa þessari þróun við með þjálfun. Í næsta pósti munum við skoða hvað við þurfum að gera í þjálfun og mikilvægi að þróa með sér hæfni í þjálfun.

ÆFING DAGSINS!

Tökum Andnæmispásu fyrir og eftir Hvernig Andar Líkaminn og skynjum muninn!

 

Gerðu æfingu dagsins 2-4 sinnum yfir daginn.

Þegar þú vaknar, fyrir hádegismat, fyrir kvöldmat og fyrir svefn.

Skynjaðu djúpt hvernig þinn líkami andar.

Muna númer 1,2 og 3 æfingin skapar meistarann, ef þú vilt breytingu þá verður þú að iðka, án iðkunar þá ferðu ekki neitt.

Heyrumst á morgun í pósti númer 3 “Hvað fær líkama til að anda of mikið og hvað þurfum við að þróa í þjálfun”.

Sendið endilega skorin ykkar og segið okkur hvernig gengur.

hello@artofyoga.is

 

Kær kveðja
Gummi og Talya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar