Hvernig gekk að skynja hvernig líkaminn andar, náðirðu að gera æfinguna oftar en einu sinni, andaði líkaminn mismunandi eftir tíma dags eða eftir mismunandi athöfn, eins og hvíld eða göngu?
Ef við skiptum öndun í heilbrigð og óheilbrigð. Þegar líkaminn andar ofarlega í búk þá er andardráttur óheilbrigðari. Annarsstigs öndunarvöðvar eru ofreyndir og þindarhreyfingin er ofarlega í búk. Líkami sem andar á þennan hátt andar mikið af súrefni, og tapar mikið af koltvíoxíði..
Heilbrigð öndun er þegar líkaminn andar neðarlega eða undir naflanum, það er hér sem þindin sest djúpt í kviðarholi og annarsstigs öndunarvöðvar eru í hvíld. Líkami sem andar á þennan hátt er án streitu og kvíða, þetta er líkami sem andar lítið súrefni og tapar litlu koltvíoxíði.
Í fyrri pósti þá ræddum við um: mikilvægi Koltvíxíðs í Súrefnisupptöku. Koltvíoxíðs er lykilatriði í Súrefnisupptöku líkamans. Þegar við öndum að okkur þá binst súrefnið Blóðrauðunni, og blóðrauðan flytur súrefnið eftir æðaveggjum, ef við höfum ekki nóg af Koltvíoxíð þá eflist sambandið milli Súrefnis og Blóðrauðu og það verður lítil súrefnsiupptaka. Hinsvegar ef við höfum hátt stig Koltvíoxíð í blóði þá losnar mikið Súrefni frá blóðrauðunni og inn í vefi líkamans.
En hvernig mælum við þetta samband?