Saman ferðast þau um æðar líkamans sem er eins konar hraðbraut. Því bíllinn þarf að flytja farþegann á rétta staði í líkama. Þannig ef taugakerfið gefur skilaboð að það vanti súrefni í kálfann þá ferðast þau saman þangað. En málið er hvernig kemst farþeginn út úr bílnum, því þessi bíll hann bara keyrir og keyrir og neitar að stoppa.
Við þurfum þriðja þáttinn til að stoppa bílinn, koltvíoxíið er það sem stoppar. Ef við hugsum okkur aftur bílinn, þá keyrir bíllinn án þess að stoppa, þau eru á sífelldri keyrslu um æðaveggi og allt í einu vill farþeginn út úr bílnum en það er erfitt því bíllinn stöðvast ekki. Það er Koltvíoxíð sem stoppar bílinn og hleypir súrefninu út, þannig þegar koltvíoxíð kemur nálægt Blóðrauðunni og súrefninu, þá losnar súrefnið frá blóðrauðunni og súrefnið flæðir inní vefi líkamans.
Þetta þýðir það er engin súrefnisupptaka án Koltvíoxíðs, án viðkomu koltvíoxíð þá flæðir súrefnið í æðum en fer aldrei inn í vefi líkamans. Vandamálið er hinsvegar að þegar súrefni er mikið í líkama þá sendir öndunarstöðin (það sem stjórnar gasskiptum lungna) sem liggur aftan við hnakka merki um að losa koltvíoxíð út úr líkama, sem þýðir því meira súrefni sem við öndum því meira losar líkaminn koltvíoxíð. Og því meira sem líkaminn losar af koltvíoxíð því minna er af því til að leysa súrefnið úr álögum blóðrauðunnar.
Þannig aðallykillinn í allri öndunarþjálfun er að þjálfa líkamann í að halda meira af Koltvíoxíð, því meira koltvíoxíð sem þú heldur því meira af súrefni færðu í vefi líkamans, því minna af koltvíoxíð sem þú heldur því minna súrefni færðu í líkamann, þannig það er algjört lykilatriði að halda því koltvíxíði sem þú framleiðir.