Menu

Súrefni er = orka líkamans.

Súrefni er = Orka, sem ætti að þýða því meira sem ég hef af því því meiri orku hef ég, ekki satt!

 

En hvernig fáum við súrefni í líkama, það er einfalt þegar maður hugsar um það ekki satt. Maður einfaldlega andar inn, súrefni flæðir í lungu og þaðan í vöðva, líffæri, miðtaugakerfi og heila. Sem ætti að þýða að ef ég anda meira þá ætti ég að fá meira súrefni og þar af leiðandi að hafa meiri orku.

En vandamálið er að þetta ekki alls ekki svona.

Við ætlum að gera okka allra besta til að útskýra þetta samband á einfaldan hátt.

Farþeginn, Bíllinn og Stoppmerkið

Það eru 3 hugtök sem við verðum að hafa í huga, í fyrsta lagi Súrefni, í öðru lagi Blóðrauða og þriðja lagi Koltvíoxíð, þetta þrennt þarf að vera til staðar í ríku mæli svo súrefnið flæði úr blóðrás líkamans og inní vefi líkamans, eins og vöðva, líffæri, taugakerfi og heila.

 

Súrefnisupptaka er í einföldu máli.

  1. Við öndum að okkur súrefni og súrefnið flæðir inn í lungun.

  2. Þegar súrefnið kemur í lungun þá binst það blóðrauðunni, sem er rauði hluti blóðsins.

  3. Eftir að þessi binding hefur átt sér stað þá eru súrefnið og blóðrauðan fast saman og geta ekki losnað frá hvor öðru.

  4. Saman ferðast þau um æðaveggi líkamans.

  5. En þar sem þau eru bundin saman þá geta þau ekki losnað frá hvor öðru.

  6. Það er koltvíoxíð sem leysir súrefni úr bindingu við blóðrauðuna.

  7. Þegar súrefnið og blóðrauðan koma í samband við koltvíoxíð þá losnar súrefnið frá blóðrauðunni og flæðir í vefi líkamans.

  8. Þetta flækist að vísu í tengingu við Ph gildi líkamans, en það er önnur saga.

Til að einfalda skilning þá skulum við gefa eftirfarandi samlíkingu

  • Blóðrauðan er bíll

  • Súrefni er farþegi

  • Koltvíoxíð er stoppmerki

Saman ferðast þau um æðar líkamans sem er eins konar hraðbraut. Því bíllinn þarf að flytja farþegann á rétta staði í líkama. Þannig ef taugakerfið gefur skilaboð að það vanti súrefni í kálfann þá ferðast þau saman þangað. En málið er hvernig kemst farþeginn út úr bílnum, því þessi bíll hann bara keyrir og keyrir og neitar að stoppa.

Við þurfum þriðja þáttinn til að stoppa bílinn, koltvíoxíið er það sem stoppar. Ef við hugsum okkur aftur bílinn, þá keyrir bíllinn án þess að stoppa, þau eru á sífelldri keyrslu um æðaveggi og allt í einu vill farþeginn út úr bílnum en það er erfitt því bíllinn stöðvast ekki. Það er Koltvíoxíð sem stoppar bílinn og hleypir súrefninu út, þannig þegar koltvíoxíð kemur nálægt Blóðrauðunni og súrefninu, þá losnar súrefnið frá blóðrauðunni og súrefnið flæðir inní vefi líkamans.

Þetta þýðir það er engin súrefnisupptaka án Koltvíoxíðs, án viðkomu koltvíoxíð þá flæðir súrefnið í æðum en fer aldrei inn í vefi líkamans. Vandamálið er hinsvegar að þegar súrefni er mikið í líkama þá sendir öndunarstöðin (það sem stjórnar gasskiptum lungna) sem liggur aftan við hnakka merki um að losa koltvíoxíð út úr líkama, sem þýðir því meira súrefni sem við öndum því meira losar líkaminn koltvíoxíð. Og því meira sem líkaminn losar af koltvíoxíð því minna er af því til að leysa súrefnið úr álögum blóðrauðunnar.

Þannig aðallykillinn í allri öndunarþjálfun er að þjálfa líkamann í að halda meira af Koltvíoxíð, því meira koltvíoxíð sem þú heldur því meira af súrefni færðu í vefi líkamans, því minna af koltvíoxíð sem þú heldur því minna súrefni færðu í líkamann, þannig það er algjört lykilatriði að halda því koltvíxíði sem þú framleiðir.

Æfing dagsins

Hvernig Andar Líkaminn!

 

Gerðu æfingu dagsins 2-4 sinnum yfir daginn.

Þegar þú vaknar, fyrir hádegismat, fyrir kvöldmat og fyrir svefn.

Skynjaðu djúpt hvernig þinn líkami andar.

 

 

Hvernig líkaminn andar er lykilatriði í öndunarheilsu, við munum fjalla betur um það í næsta pósti.

Við munum einnig skoða  hvernig getum við mælt þetta samband milli koltvíoxíðs og súrefnis, því ef við ætlum að þjálfa okkur í að hafa meira súrefni í vefjum þá þurfum við að vita hversu mikið við höfum.

Heyrumst á morgun í pósti númer 2, “hvernig mælum við öndun”

Kær kveðja
Gummi og Talya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar