Menu

MEISTRAÐU LISTINA AÐ JÓGA

7 KLST. DAGSNÁMSKEIÐ MEÐ GUMMA OG TALYU

Leiðin að skýrleika, orku og líkamsmeistrun með hinum tímalausu fræðum Hatha og Raja Jóga

Til að vera hæfur jóga iðkandi eða jóga kennari er nauðsynlegt að hafa skýra þekkingu á hinum fornu fræðum Hatha og Hatha Jóga til að öðlast nauðsynlega hæfni til að:

✓     Kanna nýjar víddir í persónulegri iðkun

✓     Umbreyta líkama, huga, tilfinningum

✓     Stjórna og auka eigin orku

✓     Dýpka innri tengsl við andann

Í Hatha hluta námskeiðisins munum við kanna tækni sem leiðir okkur djúpt inn í kjarna líkamans, „hrygginn“, auk þess lærum við hvernig á að stjórna flæði prana í líkama. Í Raja hlutanum munum við kafa í grundvallarfræðin sem gefa okkur stefnu í iðkun og hjálpa okkur að lifa nútímalífi með meiri skýrleika, gleði og léttleika.

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja dýpka þekkingu sína á líkama, orku, tilfinningum og huga í gegnum stöður og öndun, hvort sem þú ert jógakennari og vilt kanna nýja færni, eða vanur iðkandi sem vill auka skilning á flóknari tækni og iðkun.

Ekki missa af þessu upplýsandi námskeiði með Gumma og Talyu sem veitir ferska innsýn í þína jógaiðkun, innan þeirra einstöku áskorana sem nútíminn býður upp á, og byggir á upprunalegum arfi Raja og Hatha jóga.

Dagsetning og tími

Sunnudaginn 13. Október 2024

09:00 – 12:30

Hádegishlé

15:00 – 18:00

 


 

Kennsluháttur

Öll kennsla fer fram í stúdíóinu (ekki á netinu)

Art of Yoga

Skipholt 35

Kennsla er á íslensku

 


 

SANNGIRNISVERÐ:

Greiddu það sem þú hefur ráð á

Veldu þitt framlag frá 4.950 – 15.950 kr.

Takmarkað pláss, tryggðu þitt pláss smelltu á hlekkinn að neðan!

Námskeiðið

Kennt er í tveimur lotum, fyrir og eftir hádegi.

Hver lota byrjar á fyrirlestri, því er fylgt eftir með gagnvirkri vinnustofu og síðan æfingar til að dýpka fræðin.

Það verður gefin góður tími fyrir spurningar og svör.

Lota 1: Kl. 9:00 – 12:00

Vakning hryggjarins með stefnumiðaðri hreyfingu og öndun, til að næra taugabrautir, hreyfa, styrkja og halda hryggnum ungum.

Talya og Gummi munu deila kennslu Krishnamcharya um öndunarmiðaða hreyfingu vinyasa krama og hvernig þú getur með stefnuöndun stjórnað hryggnum og undirbúið þig fyrir djúpstæðari orku- og andlega vinnu.

  • Þriggja þátta stefnuöndun til að hámarka heilbrigði hryggs, taugakerfis og innri líffæra

  • Hvernig stefnuöndun getur aukið virkni asana til að bæta vöðva- og beinheilsu.

  • Hvernig mismunandi öndunarrytmar geta hámarkað pröna þína og daglega orku.

  • Hvernig asana gegnir mikilvægu hlutverki í að undirbúa líkama og öndun fyrir pranayama og hugleiðslu.

  • Gagnvirk vinnustofa í þriggja þrepa stefnuhreyfingu og hvernig við getum haft áhrif á innri vindana Prana og Apana í völdum fram- og bakteygjum.

  • Leidd iðkun, framteygjur og bakfettur, með sérhæfðri öndun til að stjórna flæði andardrátts. Sitjandi Kumbhaka Pranayama.

DALL·E 2024-08-12 17.37.40 - A serene image of a yogi sitting in a meditative Padmasana (lotus) posture on a hilltop. The yogi is dressed in simple yoga attire, with 7 chakras (en

Lota 2: Kl. 15:00 – 18:00

Grunnkenningar Raja Jóga sem vegvísir að skýrleika, meiri gleði, vellíðan og frelsi

Hatha yoga

Nútíma jóga takmarkast oft við einungis líkamlega æfingar, jóga er í raun þríþætt: sálfræði, orkufræði og iðkun. Í þessum hluta munum við kanna:

  • Djúp innsýn í mikilvægi kenning Raja Jóga til að stuðla að auknu frelsi fyrir þig

  • Hvar og hvernig á að þróa meðvitað samband við mikilvægustu grundvallarreglu Raja Jóga innan asana iðkunar.

  • Hvernig við beitum ákveðnum Asana í iðkun, til að þróa gjörhygli og þroskun hugans.

  • Hvernig við sköpum rými í huga með stefnuöndun og undirbúum líkama og huga fyrir öndunarvinnu og hugleiðslu

  • Gagnvirk vinnustofa þar sem við munum skoða listina að hugarþjálfun, og hvernig við aukum Agni fyrir innri hreinsun.

  • Leidd iðkun, hryggvindur og öfugsnúnar stöður, með sérhæfðri öndun til að stjórna flæði andardrátts. Sitjandi Kumbhaka Pranayama

4
5
6
Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

Talya og Gummi

Eftir áratug af jóga námi og strangri iðkun fundu Gummi og Talya að þeim vantaði beina handleiðslu til að fara dýpra í sinni kennslu og iðkun. Þau fundu það í kennslu Jógameistarans T. Krishnamacharya og hafa numið kennslu hans frá 2008, þau sérhæfa sig í 1 Á 1 og Jóga sem þerapíu.

Þau voru fyrst til að færa þessar kennslu til Íslands árið 2008 og eru brautryðjendur í notkun aðferð Krishnamacharya í jóga sem þerapía og 1 Á 1. Þau kenna með einstökum áhuga, gleði og innsýn í þessi fornu fræði. Þeirra markmið er að hjálpa nemendum sínum að tileinka sér iðkun til að auðga og umbreyta lífi sínu.

Þau eru staðráðin í að deila hinni margvíðu kennslu Krishnamacharya með sívaxandi fjölda iðkenda.

SANNGIRNISVERÐ

Greiddu það sem þú hefur ráð á

Tillaga að framlagi 4.950 - 15.950 kr.

Takmarkað pláss, tryggðu þitt pláss og skráðu þig á hlekknum að neðan!

Sunnudaginn 13. Október 2024

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar