Til að vera hæfur jóga iðkandi eða jóga kennari er nauðsynlegt að hafa skýra þekkingu á hinum fornu fræðum Hatha og Hatha Jóga til að öðlast nauðsynlega hæfni til að:
✓ Kanna nýjar víddir í persónulegri iðkun
✓ Umbreyta líkama, huga, tilfinningum
✓ Stjórna og auka eigin orku
✓ Dýpka innri tengsl við andann
Í Hatha hluta námskeiðisins munum við kanna tækni sem leiðir okkur djúpt inn í kjarna líkamans, „hrygginn“, auk þess lærum við hvernig á að stjórna flæði prana í líkama. Í Raja hlutanum munum við kafa í grundvallarfræðin sem gefa okkur stefnu í iðkun og hjálpa okkur að lifa nútímalífi með meiri skýrleika, gleði og léttleika.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja dýpka þekkingu sína á líkama, orku, tilfinningum og huga í gegnum stöður og öndun, hvort sem þú ert jógakennari og vilt kanna nýja færni, eða vanur iðkandi sem vill auka skilning á flóknari tækni og iðkun.
Ekki missa af þessu upplýsandi námskeiði með Gumma og Talyu sem veitir ferska innsýn í þína jógaiðkun, innan þeirra einstöku áskorana sem nútíminn býður upp á, og byggir á upprunalegum arfi Raja og Hatha jóga.