Við viljum öll passa uppá heilsuna og við gerum okkar besta. En þó þú borðir besta lífræna fæðið, hefur áfengi og koffín í lágmarki, hreyfir þig reglulega, passar vel uppá svefninn og gerir allt “rétt”, þá er það ekki nóg ef þú passar ekki uppá öndun.
Skilvirk öndun er lykillinn að súrefnisupptöku í vefjum, sefjun í taugakerfi, öflugu ónæmi, góðri blóðrás og skýrleika í hugsun. Hún bætir einnig svefngæði, örvar meltingu og jafnar blóðþrýsting, kostirnir eru ótakmarkaðir.
Óskilvirk öndun er áttin að súrefnissvelti í vefjum, heilaþoku, óskýr hugsun, takmörkuð lífsgæði og að endingu þróun á langvinnum- og lífstílssjúkdómum.