Menu

Lausnin liggur í Andardrætti

Streita er eitt það skaðlegasta sem varðar heilsu okkar og hefur áhrif á alla líkamlega og andlega vellíðan – en streitulausnin liggur í Andardrætti.

Frír kynningartími á ZOOM í einföldum lausnum til Streitulausara lífs

Lausnin liggur í andardrætti 1920x1080

Komdu og lærðu grunnverkfæri til að breyta þinni öndun í átt að vellíðan?

  • Hvernig andar líkaminn, eitt það misskildasta í öndunarfræðum, ef þú veist ekki hvernig líkaminn andar þá veistu ekki hvað þú ert að gera í öndunarþjálfun.

  • Hvað slökunarsvörun er og hvernig þú getur virkjað hana með andardrætti.

  • Hvað er seigluþjálfun í jógaiðkun og mikilvægi hennar í að lifa streitulausu lífi

  • Vissirðu að líkaminn á aldrei að sofa í slökun, samband andardrátts og slökunaræfinga

  • Hvers vegna rétt öndun er lykillinn að betri svefni, betri meltingu og heilbrigðara hjarta

Þú munt fá aðgang að verkfærum sem þú getur notað til að strax að tíma loknum til að draga úr streitu og auka jafnvægi í lífi þínu.

 

Við vitum öll hversu skaðleg langvarandi streita hefur á heilsu okkar:

  • Leiðir til síþreytu, svefntruflana og meltingarvandamála

  • Veikir hjarta- og æðakerfið

  • Veldur kvíða, kulnun og þunglyndi sem draga úr lífsgæðum

  • Veldur hækkuðu kortisóli, sem dregur úr ónæmiskerfinu

Í þessum fræðandi og gagnlega tíma munt þú uppgötva að líkaminn getur ekki lifað streitulaus nema við breytum andardrætti okkar.

Tíminn verður tekinn upp og aðgangur að honum verður í 5 daga eftir tímann.

Allir þáttakendur hafa aðgang að lokaðri vefsíðu með æfingum og upplýsingum

Dagsetning og tími

Miðvikudaginn 12. Mars 2025

18:00 – 19:30

 


 

Kennsluháttur

Kennslan er í beinni á Zoom

Kennsla er á íslensku

 


 

FRÍTT

Tíminn inniheldur fræðslu um hvernig líkaminn andar og samband við streitu kynnir grunnverkfæri námskeiðsins Frelsi frá Streitu á 3 Vikum

Talya og Gummi

Talya hóf jógavegferð sína fyrir meira en 27 árum þegar hún var veik, brotin og föst á milli steins og sleggju. Hún hefur aldrei litið til baka síðan. Hún er lifandi sönnun þess að með réttri þjálfun er fullkomlega hægt að snúa streitunni við. Hún vill ekki aðeins hjálpa þér að takast á við streitu heldur einnig lifa lífi sem einkennist af innri friði og gleði.

Gummi myndi líklega ekki segja að hann sé streitutýpan (hann er jú Íslendingur og með sitt „coolio vibe“), en þegar hann var ungur glímdi hann við mikinn kvíða sem hafði áhrif á öll svið lífs hans. Ástríða hans fyrir jóga og öndunartækni breytti öllu fyrir hann.

Við skiljum bæði hversu hræðileg áhrif streita getur haft, og markmið okkar er að hjálpa þér að losna við þessa þjáningu og byrja að lifa án langvarandi streitu. Við vitum að ef við gátum gert þetta, getur þú það líka!

Gummi og Talya hafa verið á meðal fremstu jógakennarum og jógaþerapistum á Íslandi í meira en tvo áratugi. Þau hafa kennt í mörgum af hreyfimiðstöðvum Reykjavíkur, í fyrirtækjum og sérstaklega með persónulegri þjálfun einstaklinga. Þau eru eigendur Art of Yoga.

Nálgun þeirra á streitu er fyrst og fremst hagnýt og stefnumiðuð, en hún byggir einnig á heildrænni nálgun sem er eins einstaklingsmiðuð og hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins.

Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

FRÍTT

Miðvikudaginn 12. Mars kl. 18:00-19:30

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar