Menu

Hinar 4 Stoðir Jógaþerapíu

4 VIKNA NÁMSKEIÐ MEÐ GUMMA

Leiðin að Heilsu, Orku og Vellíðan með Hinum 4 Grunnstoðum Jógaþerapíu

Ertu hundleiður á þínu Króníska ástandi og ert virkilega tilbúin/n að gera eitthvað í því.

Hvernig væri þá..........

Að finna aukna vellíðan í eigin líkama, í staðinn fyrir verki og bólgur.

Að hafa orku fyrir áskoranir dagsins, í stað við þreytu og sljóleika.

Að hafa meiri gleði og sátt, í stað kvíða og þunglyndis.

Að hafa aukna bjartsýni, í stað þess að vera þjakaður af þunga lífsins.

Að hafa skýrleika í hugsun, í stað heilaþoku og efa.

Að hvílast vel og djúpt, í stað þess að glíma við svefnleysi.

Að viðhalda ró og afslöppun, í stað streitu og spennu.

Að finna tengingu og samhljóm innra með þér, í stað einmannaleika og depurðar.

Dagsetning og tími

Frá 15. oktober – 5. nóvember

Kennt er 4 þriðjudaga

Kl. 17:10 – 18:10

 


 

Kennsluháttur

Öll kennsla fer fram í stúdíóinu (ekki á netinu)

Art of Yoga

Skipholt 35

Kennsla er á íslensku

 


 

Sanngirnis – Verð

Sanngirnisverð

Greiddu það sem þú hefur ráð á

Tillaga að greiðslu 7.950 – 15.950

Takmarkað pláss, tryggðu þitt pláss og skráðu þig á hlekknum að neðan!

Að bæta sitt króníska ástand er möguleiki fyrir þann sem nennir að iðka. Ef þú heldur áfram að gera það sem þú hefur alltaf gert, þá munt þú halda áfram að fá það sem þú hefur alltaf fengið. Lausnin liggur í sjálfs – vinnu. Sjálf-eflandi iðkun gefur þér möguleiki á meiri Heilsu, Aukinni orku og Vellíðan. Með hinum 4 stoðum Jógaþerapíu, rétt öndun, rétt hreyfing, djúp hvíld og réttur lífstíll byggir þú upp iðkun sem mun efla þig líkamlega, gefa þér aukna orku fyrir dagleg störf og þú ferð að endurheimta taugakerfi friðar og ró í stað spennu og álags.

Er ekki kominn tími til að prófa eitthvað nýtt!

Námskeiðið

Kennt er 4 þriðjudaga frá kl. 17:10 – 18:10.

Hver tími byggir á fræðslu og iðkun.

Við munum kanna ítarlega hinar 4 stoðir sem undirstöðu til að byggja upp okkar heilsu og vellíðan.

Námskeiðið er aðgengilegt öllum, æfingarnar eru einfaldar en árangursríkar.

Rétt Öndun

Rétt öndun beinist að jafnvægi í öndunartakti, sem hjálpar við að draga úr oföndun, sem eykur orku þína, heilar líkamann og endurheimtir heilbrigði og vellíðan

Rétt Hreyfing

Í jógaþerapíu er rétt hreyfing stjórnuð, meðvituð og aðlöguð að þörfum hvers og eins. Hún stuðlar að heilun, jafnvægi og stöðugleika án þess að valda álagi eða ýfa upp einkenni.

Djúp Hvíld

Djúp hvíld er forgangsröðun til að endurræsa taugakerfið. Með því að rækta djúpa hvíld gefur þú líkamanum tækifæri til að jafna sig, endurhlaða og endurheimta varanlegt heilbrigði.

Lífsstíll

Lífstíll og fæði skapa stóran þátt í þínum einkennum. Stoðin miðar alltaf að því hvað er mögulegt fyrir þig að breyta í þínum lífstíl og hversu stór þáttur það er í þínu bataferðalagi.

Hver nemandi mun fá auðvelda iðkun til að gera heimfyrir og aðgang að einkaþjálfun í Jógaþerapíu ef kosið er.

Sanngirnisverð

Greiddu það sem þú hefur ráð á.

Tillaga að greiðslu 7.950 – 15.950 kr.

15. október – 5. nóvember

Takmarkað pláss, tryggðu þitt pláss og skráðu þig á hlekknum að neðan!

Jógaþerapía 1080x1080

Gummi

Gummi hefur kennt jógaþerapíu í einkaþjálfun frá 2008. Hann nam fyrst með KHYF 2008-2010 og síðar með sínum aðalkennara CYS. Gummi hefur kennt hundruðum manns að öðlast betri heilsu og meðhöndla betur sín krónísku einkenni með jógaþerapíu.

Hans áhugi á jógaþerapíu byrjaði eftir að hann fékk slæm meiðsli á hné árið 2006. Hann hefur persónulega notað jógaþerapíu til að meðhöndla kvíða, erfðafræðilegan háþrýsting og hnémeiðsli með þeim árangri að verða einkennalaus.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar