Menu
Listin að jóga hatha jóga

Gummi   17.9.2020

Haṭha yoga er “þvingun”

Hin beina þýðing á haṭha yoga er “þvingun”. Myndlíkingarþýðing er sól og tungl.
En hvað er þvingað? Orðið lítur ekki að líkamsstjórn, því hatha stendur fyrir tvennt: Prāṇa og vāsanā. Fyrra orðið þýðir að innra með hverri manneskju er flæði sem stjórnast eftir, ytri skynfærum (karma indriya) ástandi líkamans og flæði hugans (citta). Seinna orðið (vāsanā) þýðir að huggervi okkar eða hugmynd um hver ég er svo fast fyrir að það er enginn leið að brjóta upp skilyrðingu okkar eigin huga, vasana þýðir ekki beint huggervi en vísar mun frekar í djúpminningar sá hluti sem hefur að mörgu leyti formað okkur í það sem við erum í dag.

Það sem er þvingað er prāṇa í vissan farveg eða að miðrásinni, þetta er að mörgu leyti ekki eðlilegt ástand því prana flæðir yfirhöfuð í takt við skynjun og hugarflæði. Þessi ástundun er tantrísk í eðli sínu því hún lítur þeim lögmálum að umbreyta eigin orkuástandi. Við umbreytum flæði prana frá huggervum og að ástandi sem kallast prana sthit eða stöðugleiki prana. Þessi umbreyting leiðir til að hugargervi mitt splundrast og eins og Yoga sutra segir kṣīyate prakāśa “skýjahulan hverfur og ljósið skín í gegn”, og það sem er vanalega skynjað sem ÉG deyr.

Krishnamacharya var endurreisnarmaður í Yoga ástundun, hann færði saman tvo heima haṭha og rāja. Fyrra fyrirbærið eða hatha er orkulegt eða prana og seinna raja er citta eða mannshugur. Í þessari aðferð þá breytum við ekki eigin huga með stoðkerfisæfingum, heldur með færslu á innri orku, það leiðir að ljósið skín í gegnum huluna.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar