Hvers vegna velja þetta námskeið?
Lykilhlutverk Jóga Sútranna er að veita skýrt sjónarhorn og leiðarvísi í átt að dýpri skilningi á eðli hugans, iðkunar og andlegrar þróunar. Án þessa leiðarvísis og sjónarhorns getur iðkun orðið ómarkviss og óskýr. Þetta námskeið gefur þér einstakt tækifæri til að kafa ofan í visku Jóga Sútranna og skilja hvernig þær geta leitt til djúprar umbreytingar, jafnvægis og skýrari leiðsagnar í eigin iðkun og kennslu. Þú munt læra hvernig hugmyndir Patanjali um stöðuga iðkun (abhyāsa) og afstöðulausa ró (vairāgya) stuðla að andlegu frelsi (kaivalya) og hvernig þessar kenningar geta styrkt þína eigin iðkun og miðlun jóga. Með því að skoða lykilhugtök og grundvallarsútrur úr fyrsta og öðrum kafla munt þú öðlast dýpri skilning á eðli hugans, hindrunum á leiðinni og hvernig Jóga Sútrurnar veita leið til andlegrar og líkamlegrar vellíðanar. Hvort sem þú ert reyndur jógakennari sem vill dýpka innsýn sína eða verðandi kennari sem leitar að sterkum fræðilegum og upplifunarlegum grunni, þá er þetta námskeið dýrmætur stuðningur á þinni vegferð.