Menu

Áslaug Maack Pétursdóttir

Áslaug Maack Pétursdóttir lauk kennaranámi í kundalíni jóga árið 2011 og hefur frá þeim tíma meðal annars kennt í Andartaki, Amarayoga, Kramhúsinu, á vinnustað og nú í Art of Yoga. Áslaug lauk námskeiði í að spila á gong og gong therapy/tónheilun og leyfir óspart tónum gongsins að óma í kennslustundum. Þá hefur hún lært Thai body massage, Yagerian Therapy og veit sitthvað um notkun kjarnaolía til heilsubótar. Áslaug heldur úti Gong yoga og býður upp á tíma í kundalini jóga og gong tónheilun. Áslaug heldur námskeiðin hugaðu að þér.

 

 

 


 

Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir

Kristín Sjöfn á tvö ólík jógakennaranám að baki.  Árið 1997 lærði hún hjá Uriel West, sem lengi kenndi hjá Kripalu Yoga Center USA  bæði jóga og danskinetics.  Uriel kenndi jógastíl sem hann nefndi Fun Fit Yoga. Með þetta nám að baki byrjaði Kristín að kenna 1997 í GYM 80. Þaðan lá leiðin í Gerðuberg og loks í Aerobic Sport.

Árið 2001 ákvað Kristín síðan að dýpka jógaástundun sína og læra meira og fór í jógakennaranám hjá Yoga Studio, Ásmundi Gunnlaugssyni. Sá jógastíll sem þá var kenndur í Yoga Studio hefur verið nefndur við Kripalu yoga, en Ásmundur lærði sjálfur í Kripalu Yoga Center USA. Eftir jóganám hjá Ásmundi hætti Kristín að kenna jóga á líkamsræktarstöðvum og kenndi sjálfstætt til ársins 2012  meðal annars í sal Rósarinnar.

Árið 2018 byrjðaði Kristín aftur með jógatíma í þetta sinn: Jógaflæði á föstudögum, með aðstöðu í jógastöðinni Art of Yoga, Skipholti 35. Lífið getur einfaldlega ekki verið án jóga.


 

Martha Ernstsdóttir

Ég heiti Martha Ernstsdóttir og er menntaður sjúkraþjálfari, hómópati, yogakennari og höfuðbeina-og spjaldhryggjameðferðaraðili. Frá árinu 1984 hafa hlaup verið hluti af mínum lífstíl og hef ég samtengt því sankað að mér reynslu og fróðleik tengt heilsu og heilbrigði bæði fyrir sjálfa mig og til að miðla öðrum.Ég hef því á þriðja tug reynslu að vinna með fólki og hjálpa því að öðlast betri líðan og heilsu.

Kíkið endilega á hinar sívinsælu Heilsuhelgar með Mörthu

 

 

 


Sigfríður Vilhjálmsdóttir

Sigfríður ásamt manni sínum Mile, ráku Yogastöðina Heilsubót í um 40 ár, eða allt frá árinu 1985. Heilsubót var gífurlega vinsæl yogastöð með Sigfríði í farabroddi. Sigfríður býr yfir mikilli kennslureynslu og hefur bæði numið hjá Sivananda Organisation og Kripalu, sem gefur henni innsýn í tvo mismunandi stíla. Eftir að hún seldi Yogastöðina færði hún sína tíma yfir í Art of Yoga.

 

 

 

 


 

Sigurbjörg Þorgrímsdóttir

Ég heiti Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Áhugasvið mitt hefur alla tíð tengst líkama og heilsu í einhverri mynd, jóga þar á meðal. Ég er Bowentæknir, OrkuPunktajöfnun og Reiki meistari. Ég er með kennsluréttindi í hugleiðslu sem kölluð er á ensku Centering Prayer í gegnum bandarísk samtök sem heita Contemplative Outreach Ltd. Ég er með kennsluréttindi í Jóga Nidra fyrir börn og fullorðna hjá Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute. Ég sótti tveggja vikna námskeið í jóga í Grikklandi hjá Angelu Farmer. Aðaláhersla í hennar kennslu er flæði hreyfinga í innra samtali við líkamann og innsæið.

 

 

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar