Menu

Gummi   29.4.2018

Ákefð í Āsana

Ákefð í Āsana

Þegar við skoðum ákefð innan Āsana þá horfum við á líkanið, ytri ákefð og innri ákefð.

Ytri ákefð vísar meira í formmiðaða iðkun. Þar er höfuð áherslan formið á stöðunni og líkamleg réttstaða. Hreyfingar eru hraðari og grundvallarlögmál í öndun og hreyfingu eru yfirleitt ekki til staðar. Líkaminn er í forgangi og andardráttur er í lágmarki.

Þessi iðkun er aðaliðkunin í sṛṣṭi, þegar kemur að aldursferlinum.

Innri ákefð í iðkun vísar í dýpri vinnu með andardrátt eða öndunarmiðuð iðkun. Iðkunin lýtur lögmálum hreyfingar og andardrátts. Andardrátturinn er í forgangi, líkaminn er mikilvægur en stöðurnar eru ekki teknar út frá að meistra formið, heldur að meistra andardrátt innan virkni stöðunnar. Innri ákefðin hefur dýpri áhrif á lífeðlisfræðina sem og hugann. Þessi iðkun er í aðalhlutverki í sthiti, þegar kemur að aldursferlinum.

Cale Vāte Calaṃ Cittam

“Svo er öndun, svo er hugur”

HPP 2.2

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar