Menu

Gummi   4.5.2018

Að fæða athyglina

Að fæða athyglina

Þegar við leggjum rækt við athyglina þá verður hún einn daginn að gjörhygli. Gjörhygli vísar í meistrun á athygli, ekki endrum og eins heldur hugurinn er algjörlega við efnið án þess að vafra.

Hugarefnin eru eins og næring, ef þú fæðir þau hugarefni sem valda þér hugarangri þá mun hugarangrið aukast. Ef þú nærir hugarefni sem veita þér stillu þá mun stillan aukast.

“Cale vatte Cale citta”

“Svo er öndun svo er hugur”, þetta er aðalsutran þegar kemur að öndunarstjórn og huglægri rækt innan hatha yoga. Hațha yoga er í eðli sínu prānāyāma, hvort sem það er í hreyfingu eða kyrrstöðu. Þegar við stjórnum öndun þá erum við að leggja rækt við gjörhygli.

Að rækta langan andardrátt er að leggja rækt við innri stillu hugans. Aðalhugmyndinn í hatha yoga er prāna – ayāma. Ayāma þýðir að lengja, og í þessu tilfelli andardráttinn.

“Haṭha Yoga is Prāṇāyāma.”
– Śrī T Krishnamacharya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar