Menu

Einkaþjálfun í Jóga og Lífstílsráðgjöf

Stað - eða Fjarþjálfun

Persónuleg iðkun gerir þér kleift að virkja þína sönnu möguleika

Einkaþjálfun í Jóga og lífstílsráðgjöf

✔   Finnst þér þú vera föst/fastur á þinni jóga vegferð og veist ekki hvert þú ert að fara?

✔   Finnst þér þú geta fengið meira út úr þinni iðkun en veist ekki hvernig?

✔   Ertu ekki alveg viss um hvað þú ert að gera og vilt læra að gera betur?

✔   Finnst þér þú þurfa aðhald og stuðning á þinni persónulegu vegferð?

✔   Finnst þér þú vera stöðnuð/staðnaður sama hversu marga hóptíma þú tekur eða youtube videó þú horfir?

 

Þú ert ekki alein/n um að líða svona. Án persónulegrar iðkun, þá opnar þú aldrei hinn sanna umbreytingarmöguleika sem jóga iðkun getur fært þér.

Í sannleika sagt, ein stærð hentar ekki öllum og kemur þér ekki mjög langt á þinni vegferð. Þú finnur kannski svolítin létti eða lítið búst af orku, en ef þín persónulega iðkun er ekki sérhönnuð að þínum, þörfum, markmiðum og líkama þá missir þú af hinum raunverulega ávinningi sem jóga iðkun gæti gefið þér.

Hvert er vandamálið?

Flestir sem reyna að dýpka sína jógaþjálfun vantar lykilþáttinn – einstaklingsmiðaða athygli. Raunin er sú að það sem virkar fyrir líkama og huga eins, virkar kannski ekki fyrir þig. Án einstaklingsmiðaðrar leiðsagnar ertu í hættu á að:

  • Að staðna í þinni þjálfu – æfingarnar sem einu sinni voru umbreytandi geta nú verið staðnaðar, og þú veist ekki hvernig þú tekur þær á næsta stig.

  • Röng öndunarþjálfun – rangir öndunarrytmar í þjálfun og oföndun, draga kraft úr líkama og geta leitt til krónískra einkenna.

  • Meiðsli vegna rangrar líkamsbeitingar – ef þú endurtekur ranga líkamsbeitingu nógu oft þá getur það leitt til meiðsla, án leiðsagnar getur þú óafvitandi ofreynt líkamann, ollið liðfalli í liðum sem getur gert líkamann óstöðugann.

  • Óvissa og yfirþyrmandi tilfinningar – að vita ekki hvernig á að takast á við þín vandamál, hvort sem það er líkamleg og andleg heilsa, krónískir verkir eða tilfinningalegt ójafnvægi.

2

Ég byrjaði í einkakennslu hjá Talyu því mig langaði fyrst og fremst að dýpka skilning minn á jóga. Mig langaði að læra meira um einstaklingsbundna nálgun og öðlast færni í að stunda jóga á eigin hátt í takt við minn líkama. Hjá Talyu hef ég lært ótal margt sem ég er afar þakklát fyrir. Ég bý yfir meiri sjálfsaga og lít á mína iðkun sem óumflýjanlegan hluta af mínum degi. Einnig bý ég yfir aukinni færni þegar kemur að andardrættinum og tengingu hans við mína persónulegu iðkun. Það sem kom mér sennilega mest á óvart er hversu djúpstæð áhrif þessi iðkun hefur haft á mína heilsu, bæði andlega og líkamlega. Ég hef öðlast ákveðna tengingu við eigin líkama og betri skilning á því hvað jóga getur gefið manni dags daglega. Ég hlakka alltaf til að mæta til Talyu enda hefur hún afar hlýja nærveru og er einstaklega fær í því að nálgast æfingarnar á heildstæðan hátt og gefa mér tækifæri til að þroskast á eigin vegum. Ég er spennt að sjá hvert áframhaldandi iðkun leiðir mig.

Íris Hauksdóttir

Ég var búinn að vera prufa hina ýmsu jóga kennslu sem var einhvern veginn ekki að henta mér. Eftir smá leit á alheimsvefnum þá rakst ég á lítið jóga stúdíó í skipholtinu sem bauð uppá einkakennslu í 1 á 1. Eitthvað sem ég hafði ekki séð áður. Ég var fljótur til og pantaði mér tíma hjá Gumma sem fyrst. 

Þetta er einhver sú besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig. Þau Gummi og Talya í Art of Yoga eru einstök, alveg sér á báti með nálgun á jóga og svo ekki sé minnst á yndislega nærveru. Ég hef á okkar vegferð dýpkað skilning minn á líkamanum og sérstaklega hvernig hausinn virkar. Hvernig hægt og rólega sé leiðin að bættri líðan, bæði líkamlegri og andlegri.

Ég mæli hiklaust með að skella sér í tíma hjá þeim ef þú ert að leita að dýpri nálgun á jóga og heilsu almennt.

Jóhannes Davíð Hreinsson

Hef í rúmlega 20 ár gert fjölmargar tilraunir til að nýta mér líkamsræktarstöðvar án mikils árangurs. Hætti yfirleitt að mæta fljótlega. Komst að því að hóptímar í Jóga hentuðu betur án þess að ég næði að festa rútínu í sessi. Mætti vel á tímabilum, svo komu lengri tímabil þar sem mætingin datt niður. Hef nú gert Vinijóga æfingar daglega, með örfáum undantekningum, síðan ég byrjaði síðastliðið sumar.

Ástæðurnar fyrir því hve vel hefur gengið að halda sig við efnið eru margþættar. Gott samband við kennara og fagmennska hans. Formið á iðkuninni hefur hentað mér vel. Að vera bæði undir leiðsögn en geta líka æft heima hjá sér í stað þess að fara annað til að gera æfingarnar. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika en t.d. það að þurfa að fara út í bæ á fyrirfram ákveðnum tímum. Það að innihald æfinganna og rútínan miðast við eigin þarfir, og þann stað sem maður er á, en þessháttar þjónustu er erfitt að veita í hópiðkun. Eftirfylgdin er líka mjög öflug varðandi það að fylgjast með iðkun og þróa hana áfram. Miðað við það sem ég hef fengið er verðið líka mjög hagstætt.

Einar Kvaran

Þín Persónulega Ástundun er þín Vegferð að Styrk - Hreysti - Hreyfanleika - Sveigjanaleika - Orku - Lífsþrótti - Einbeitingu - Gjörhygli - Innri Frið - Skýrleika

Hvernig væri ef jógaæfingarnar væru sérhannaðar sérstaklega bara fyrir þig? Ímyndaðu þér að hafa persónulegan leiðbeinanda til að hjálpa þér að finna nákvæmlega það sem þú þarft, í stellingum, öndunaræfingum og hugleiðslu sem munu gefa þér kraftinn og möguleikana til að umbreyta þínum líkama og huga. Með sérsniðnum einkatímum getur þú byrjað að þróa eftirfarandi eiginleika.

Styrkur og Hraustleiki

1

Byggðu upp líkamlegan og andlegan styrk sem þú þarft til að takast á við áskoranir lífsins með auknu sjálfstrausti.

Hreyfanleiki og sveigjanleiki

3

Opnaðu á aukið frelsi í hreyfingu með því að vinna með þínar takmarkanir og ójafnvægi líkamans.

Orka og Lífsþróttur

4

Lærðu réttu öndunartæknina til að auka orkuna þína og endurnýjaðu þína daglega starfsorku.

Einbeiting og Gjörhygli

5

Losnaðu við hugarangur og ræktaðu dýpri einbeitingu og gjörhygli í þinni iðkun og utan hennar.

Innri friður og Skýrleiki

6

Finndu ró og skýrleika sem fylgir þér út daginn og jafnvel þó að jógadýnan sé sett til hliðar.

Í einkatímunum vinnum við saman að því að þróa sérsniðna jógaiðkun sem hentar þínum þörfum og markmiðum.

Þú færð persónulegt ráð á líkamsbeitingu, öndun og betri hreyfimynstrum, sem tryggir að iðkun þín styður við og eykur vellíðan þína, í stað þess að vinna á móti henni.

Það er ekki eftir neinu að bíða!

Vegferðin að kröftugri, hraustari og friðsælli útgáfu af sjálfri þér byrjar hér. Með einkatímunum færðu verkfæri og innsýn til að gera iðkun þína áhrifaríkari, sjálfbærari og umbreytandi.

Taktu stjórn á heilsu þinni, orku og andlegum skýrleika í dag. Pantaðu fyrsta tímann þinn og byrjaðu ferðina að þínum sanna möguleika.

KOMDU Í FRÍA RÁÐGJÖF Á ZOOM EÐA Í SÍMA

    Má bjóða þér að hitta Gumma eða Talyu:

    Hvaða tími dags hentar þér best:

    Hvaða vikudagur hentar best:

    Einkaþjálfun í jóga og lífstílsráðgjöf

    Lærðu að gera betur

    Tékkaðu á Fríu myndböndunum okkar, smelltu hér.

    Liðlosun í Chaturanga Dandasana

    Gummi útskýrir eina algengust liðlosunina í Chaturanga Dandasana. Þetta er liðlosun sem við ættum að forðast eins og heitann eldinn. Hún setur rangan þrýsting að öxlum og olnbogum, og ef ekki er rétt farið, veldur hún bólgum og jafnvel brjósklosun.

    Upavista Konasana Release Valve

    Don’t lose the function of spread legs forward bend, by not activating the lower abdomen. The kee function of the posture is lengthening of the lumbar spine, so keep the abdomen active.

    Liðlosun í Dandasana

    Gummi útskýrir eina algengustu liðlosunina í Dandasana. Þessi liðlson hamlar allri dýpri vinnu í framteygjum, að ná lyftu í mjóbakinu er lykilatriði í lengingu hryggsins og skapa styrktarlínu framteygju.

    Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar