Þegar við skoðum ákefð innan Āsana þá horfum við á líkanið, ytri ákefð og innri ákefð.
Ytri ákefð vísar meira í formmiðaða iðkun. Þar er höfuð áherslan formið á stöðunni og líkamleg réttstaða. Hreyfingar eru hraðari og grundvallarlögmál í öndun og hreyfingu eru yfirleitt ekki til staðar. Líkaminn er í forgangi og andardráttur er í lágmarki.