Menu

SOS Míkrópásur

SOS Míkrópásur:

  1. Taktu þér sæti í stól eða á gólfinu.

  2. Viðhaltu réttstöðu hryggsins og skynjaðu hvernig líkaminn andar í 1-2 mín.

  3. Andaðu frá þér.

  4. Klípptu fyrir nefið og haltu í þér andanum í 5 sekúndur.

  5. Leyfðu öndun að jafnast í 30 sekúndur á milli pása.

  6. Endurtaktu og auktu pásuna í 6 sekúndur.

  7. Haltu áfram að auka pásuna þangað til þú ert komin/n í 10 sekúndur.

  8. Farðu þá aftur tilbaka.

  9. Endurtaktu í 10 mínútur

  10. Gerðu þetta alltaf þegar þú finnur streitu eða jafnvel oft á dag.

Farðu úr streitusvörun í slökunarsvörun á 10 mínútum

Hvert er Sambandið milli Streitu og Öndunar? 

Talya og Gummi

Síðan 2004 hafa Gummi og Talya sérhæft sig í jógaþerapíu og einkaþjálfun í jóga. Þau hafa hjálpað ótal einstaklingum að vinna með sína streituvalda og endurheimta sitt jafnvægi með árangursríkum aðferðum sem sameina bæði forn fræði jóga og nútímaþekkingu á öndun og lífeðlisfræði.

Með persónulegri nálgun og djúpri reynslu veita þau verkfæri til að takast á við líkamlega og andlega áskoranir. Nú hafa þau sett sína sérþekkingu í að hanna þessa vinnubók, sérstaklega til að hjálpa þér að greina þína streituvalda og byrja á vegferð að streituminna og heilbrigðara lífi.

1920x1080 Svatantra
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar