Menu

Hvað fær líkama til að anda of mikið og hvað þurfum við að þróa í þjálfun.

Þegar kemur að öndunarþjálfun þá er fyrsta atriðið, hvernig lágmarka ég tap koltvíoxíðs, því eins og við höfum nefnt nú þegar, það er koltvíoxíð sem leysir súrefni frá blóðrauðunni og súrefnið flæðir inn í vefi líkamans. Án koltvíoxíðs er enginn súrefnisupptaka og ef ég held koltvíoxíðinu eftir í líkama í staðinn fyrir að tapa því þá er meiri súrefnisupptaka.

Hvar Tapa Ég Koltvíoxíð!

Það sem fær líkama til að tapa koltvíoxíð:

  1. Munnöndun.

  2. Að tala of mikið, sérstaklega ef mikið tal er með munnöndun.

  3. Léleg svefngæði, eða röng svefnstaða.

  4. Þyngsli og erfiði í öndun, mæði.

  5. Slæmur öndunarvani í íþróttaiðkun eða annarskonar hreyfingu.

  6. Sjúkrasaga.

  7. Lyf og ýmsar náttúrulegar jurtir.

  8. Áföll.

  9. Ofát eða neita rangra fæðu.

  10. Streita og sérstaklega langvarandi streita.

  11. Ofhugsun,

  12. Kvíði og þunglyndi.

  13. Þindarstífni.

  14. Röng líkamsstaða, fall hryggs sem hamlar eða lágmarkar þindarhreyfingu.

Þetta er ansi mikið ekki satt, og er frekar íþyngjandi þegar maður les þetta, en svona er þetta. Það skaðlegasta sem við gerum fyrir öndunarheilsu er munnöndun því það er í munnöndun sem við töpum hvað mestu koltvíoxíði. Eftir það kemur svefnheilsa og fæði, streita………. og svo mætti lengi telja.

 

Þetta er sem sagt mjög lífstílstengt, og í raun þá er það okkar lífstíll, viðhorf og hugsun sem spila stærstu rullurnar í að halda öndunarheilsu slæmri, það er að segja skilyrða öndunarstöðina.

En hér eru nokkur atriði sem þú getur byrjað að iðka nú þegar.

  1. Neföndun í allri athöfn.

  2. Passa svefnheilsu og þá sérstaklega svefnstöðu.

  3. Borðað minna og draga úr of miklu próteináti.

  4. Aldrei ofanda í ræktinni og þá sérstaklega munnöndun

  5. Lágmarka streitu.

  6. Forðast kvíðavaldandi atburði ef möguleiki er.

Hvað þarf ég að þróa í þjálfun?

Allt þetta gerir eitthvað og andnæmispásan mun fara upp. En málið er að þetta er ekki nóg, því öndunarstöðin sem liggur í heilastofni er skilyrt líffæri, sem þýðir ef næmi öndunarstöðvarinnar er mikið = lág andnæmispása þá fær hún líkamann til að anda alltaf á vissan hátt sem þýðir lág andnæmispása. Lykillinn í öndunarþjálfun að brjóta niður næmi öndunarstöðvarinnar.

 

Það er hér sem öndunarþjálfun kemur inn. Ég ætla að segja þér það strax þetta er ekki auðvelt verkefni, en verkefni engu að síður og ef maður er ákveðinn og með einstaka einbeitingu þá er allt mögulegt.

 

Það eru 5 hlutir í þjálfun sem þú þarft að kúltivera. Að kúltivera eitthvað þýðir að gera það mjög reglulega eða daglega. Þetta er ekki verkjatöflu líkanið þar sem þú gerir eitthvað einu sinni og verkurinn fer, þú þarft að skapa nýtt umhverfi innra með þér og það krefst þjálfun og aga.

 

Það er gott að líkja þessu við tónlistarþjálfun. Ég var í tónlistarnámi sem krakki og síðan aftur á seinni árum, það sem tónlistarkennarinn var alltaf að pexa í mér sem barn var mantran „lítið en oft“ hann sagði Guðmundur þú verður að æfa þig heima daglega ef þú ætlar að ná árangri. Ég var mjög latur að æfa mig heima, nennti þessu enganveginn og árangurinn var eftir því, mjög hægur. Síðan þegar ég var kominn yfir fertugt þá byrjaði ég aftur í tónlistanámi, og þá var sama mantran „lítið en oft“, núna nennti ég þessu, þvi ég var að springa úr áhuga og árangurinn var eftir því.

 

Öndunarþjálfun lítur sömu lögmálum „lítið en oft“ og ef maður byrjar að kúltivera andardrátt á sama hátt og ég gerði í tónlistarnáminu þá er allt mögulegt og árangurinn mun ekki standa á sér

Það sem þú þarft að kúltivera í þjálfun er eftirfarandi:

    1. Slökun

    2. Hámarkspásur í öndun.

    3. Rytmísk öndun.

    4. Andardráttur hugleiðslu, grunni andardrátturinn.

    5. Öndunarhlutföll í hreyfingu og líkamsstöðum.

Fyrsta atriðið er að kúltivera slökun, því þegar líkami er slakari þá andar hann minna. Það er hægt að þróa með sér tvennskonar slökun, líkamleg og öndunarleg. Það sem við ætlum að byrja að þróa er slökun í útöndun eða það sem við köllum þráður útöndunar.

ÆFING DAGSINS!

SLAKA INN Í ÞRÁÐ ÚTÖNDUNAR!

 

Gerðu æfingu dagsins 2-4 sinnum yfir daginn.

Þegar þú vaknar, fyrir hádegismat, fyrir kvöldmat og fyrir svefn.

Skynjaðu djúpt hvernig þinn líkami andar.

Muna númer 1 2 og 3, æfingin skapar meistarann, ef þú vilt breytingu þá verður þú að iðka, án iðkunar þá verður þú þar sem þú ert.

Heyrumst á morgun í pósti númer 4 “Þetta er allt í ferlinu!.

Sendið endilega skorin ykkar og segið okkur hvernig gengur.

hello@artofyoga.is

 

Kær kveðja
Gummi og Talya

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar