Menu

Lykillinn að Hinni Helgu Hryggsúlu

Vertu velkomin/n á þessa FRÍU tveggja og hálfs klukkustunda, tilraunakenndu vinnustofu með Gumma og Talyu þar sem við munum skoða hvernig við styrkjum, vekjum og opnum á hina helgu hryggsúlu með hreyfingu og öndun – eða leiðina að vellíðan og frelsis.

Mánudaginn 6. Október - 17:00-19:30 - Art of Yoga, Skipholt 35 - Á Staðnum eða í Streymi á Zoom

Talya teaching Entering The Sacred Spine Free workshop

Það ER ekki allt sem Sýnist

Nútíma jógaiðkun er ekki það sama og hin forna jógaiðkun. Hið forna jóga lagði sérstaka áherslu á að vernda lífsorkuna, hryggsúluna og umbreytingu þeirra beggja. Nútímajóga hefur hins vegar oft tilhneigingu til að einblína of mikið á formið eitt og sér. Þá getur bæði lífsorkan og umbreyting hins helga hryggs veikst eða farið úr fókus. Þetta hefur skapað ákveðna áskorun í nútímajóga þar sem öndunin er ekki alltaf skilin til fulls, og það hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og einbeitingu.

Oföndun getur leitt til þess að við nýtum prāṇa, lífsorkuna, ekki á sem bestan hátt. Þegar öndunin verður óhófleg getur taugakerfið orðið viðkvæmt og vitundin þokukennd. Þar með hverfur það sem jóga á að efla – skýrleiki, orku og hreysti

 

Lausnin liggur í tveimur lykilatriðum jóga:

  1. Stefnumiðuð hreyfing hryggjarins – “Lítil hreyfing á mörgum stöðum”, hryggurinn er ás stoðkerfis, boðleiða, andardrátts og innri vegur frelsis .

  2. Meðvituð stjórnun öndunar – Andardráttur er undirstaða í allri heilsu, hann er einnig undirstaða gjörhyglis, lykilatriði í öndunarþjálfun er verndun lífsorkunnar.r.

Í þessum tveimur lykilatriðum felst „að opna hina helgu hryggsúlu“. Það er verkferli – skref sem við göngum í gegnum. Með því að losa hrygginn og stilla öndunina öðlumst við ekki aðeins styrk og heilbrigði heldur opnum við leiðina að frelsi.

 


 

Það sem þú munt læra

  • Þriggja punkta hrygghreyfing, upphafið af stefnumiðaðri hrygghreyfingu.

  • Stellingar, þar sem við skoðum hreyfingar hryggs og hvernig líkami andar í hreyfingu.

  • Öndunarmælingar og önduna-æfingar sem sýna hvernig líkaminn andar – og hvernig við getum leiðrétt andardrátt.

  • Innsýn í Hatha Jóga brúin milli orku og huga.

 

ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR

Þetta tveggja og hálfs tíma námskeið er í boði sem ókeypis kynning fyrir næstu lotu í opnum tímum awakening the sacred spine” level 1, þar sem við förum enn dýpra í kennslu og æfingar. Fyrir þá sem vilja einstaklingsmiðaða leiðsögn er einnig tækifæri til einkaþjálfunar með Talyu eða Gumma.

Mánudaginn 6. Október

17:00 – 19:30   –   Art of Yoga, Skipholt 35   –   Vinnustofan er á íslensku

Aðeins 20 pláss á staðnum, ótakmarkað í streymi, bókaðu NÚNA!

ALGJÖRLEGA FRÍTT

Á Staðnum – FULLBÓKAÐ

    Í Streymi á Zoom

      Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

      Talya and Gummi

      Eftir áratug af iðkun og námi í jóga fundu þau leið sína til kennsluhefðar T. Krishnamacharya og hafa síðan 2008 sérhæft sig í einkatímum og jógameðferð. Þau voru fyrst til að kynna þessa nálgun á Íslandi og hafa lagt grunn að lifandi samfélagi iðkenda. Þau kenna með einstökum innblæstri, gleði og innsýn í fornar kenningar. Markmið þeirra er að hjálpa nemendum að byggja upp iðkun sem umbreytir og auðgar lífið.

      membership stamp - Senior
      4
      5
      6
      Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar