Menu
Jóga fyrir betra bak

 

Skrá á Biðlista

betra bak

 

Ert þú ein/n af þeim sem ert oft á tíðum þreytt/ur í bakinu?

Þjáistu af stirðleika eða takmarkaðri hreyfigetu í bakinu?

Vilt efla heilsu baksins og fyrirbyggja framtíðar vandræði?

Viltu læra heildræna nálgun að betri bakheilsu?

Jóga fyrir betra bak er 6 vikna námskeið þar sem þú lærir skref fyrir skref, margreyndar æfingar og æfingarútínur sem. Draga úr stirðleika, þreytu og bólgum. Auka hreyfanleika og styrk baksins með markmiðaðri jóga þjálfun. Við munum tryggja það að þú hafir fullt sjálfstraust til að nýta efni námskeiðisins til bakeflingar eftir námskeiðið. Hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sína bakheilsu og taka hana á næsta stig.

 


 

Góð bakheilsa er meira en bara hreyfing

 

Öndunarmiðað jóga er heildræn nálgun sem miðar að því að styrkja stoðkerfið, draga úr spennu með réttri öndun og þróa gjörhygli til að fá dýpri innsýn í eigið stoðkerfi. Þar sem bakheilsa er meira en hreyfing, miðlum við góðum lífstílsráðum varðandi betri bakheilsu og hvernig hægt er að snúa til betri ávana.

Árangur í bakþjálfun snýst ekki um einstakar æfingar, heldur vel samsettar æfingarútínur. Þar sem rétt álag og mótteygja eru í aðalhlutverki. Notast er við sannreyndar tæknir sem stuðla að árangri og mun það verða drifkraftur fyrir þig til langvarandi breytingu í bakheilsu þinni.

Við viljum benda þeim sem eru með krónísk bakveikindi, að jóga þerapía gæti verið hentugri leið.

 


Námskeiðið

 

 


 

Skapaðu heilbrigðan ávana út lífið

 

Einföld videó munu fylgja þar sem hægt er að iðka eftir heima. Videóin eru útskýringar á æfngum og stutt videó fyrir mismunandi bakhluta. Öll videóin eru til nots eftir námskeiðið til að skapa heilbrigðan æfingaávana fyrir bakið þitt. Það er lífstíðar aðgangur að videóunum.

 


 

Okkur er annt um þinn árangur

 

Námskeiðinu fylgir einn einkatími með Gumma eða Talyu fyrir þá sem kjósa. Þegar þú hefur iðkun er mikilvægt að vita hvar þú stendur og hvað má betur fara í þjálfun hjá þér. Gummi og Talya eru sérfræðingar í að meta styrkleika/veikleika í líkama og öndun hjá iðkendum. Þau munu gefa þér nákvæmar leiðbeiningar hvað þú þarft að einbeita þér að í þjálfun. Þetta gerir iðkunina mun markmiðaðri og gefur þér skilning hvernig þú getur bætt bakheilsu þína.

 


 

Verð og dagsetning

Engin dagsetning er eins og er, en skráðu þig á biðlista og við látum þig vita.

Skrá mig á biðlista

 


 

kennarar

Talya og Gummi hafa aðstoðað iðkendur með jóga fyrir betra bak síðan 2008 á sérhæfum námskeiðum eða í 1 Á 1 jóga. Þau hafa náð góðum árangri með nemendum í sinni bakheilsu með því að rétta þeim réttu verkfærin og stöðugri eftirfylgni í þeirra iðkun. . Þau hafa mikla kennslureynslu og hafa kennt hundruðum að bæta bakheilsu sína. Með sinni reynslu og þekkingu geta þau aðstoðað þig að ná þinni bakheilsu í betri farveg.

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar