Menu
25 mínútna hryggvindu jógaiðkun. Iðkun sem er best iðkun að morgni til að setja kerfið í gang fyrir daginn. Höfuðstaðan er liggjandi hryggvinda sem er ætluð til að vinda af stoðkerfinu, öndun er 6 inn og 8 út sem gefur tækifæri að hafa lengri útöndun og veita því meiri athygli neðri líkama.

Gummi   28.4.2020

Stutt 25 mínútna hryggvindu jógaiðkun

Stutt 25 mínútna hryggvindu jógaiðkun. Best er að iðka hryggvindur að morgni dags, til að setja kerfið í gang fyrir daginn. Eða seinnipartinn til að vinda af líkamanum eftir dagsins störf. Aðalstaðan er liggjandi hryggvinda sem er ætluð til að vinda af stoðkerfinu.

 

Öndun

Öndunarrytmi er 6 inn og 8 út. Að hafa lengri útöndun dýpkar vinnu í neðri part líkama. Þá sér í lagi milli spjalds- og mjóhryggs. Iðkunin er öndunarmiðuð, sem þýðir að andardráttur hreyfir líkama frá hrygg og út til útlima. 6/8 öndun er krefjandi fyrir suma og mælum við með því að þú endurtakir iðkunina þangað til að andardrátturinn er mjúkur og langur.

Fyrir þá sem vilja kynna sér öndunarmiðað iðkun frekar

Listin að jóga stig 1

 

Eða kynnast öndunarmiðaðri iðkun í 1 – Á – 1

1 á 1

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar