AFHVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ ÞJÁLFA ÖNDUN?
Í árþúsundir hefur mannkynið notað öndunarþjálfun til að viðhalda heilsu, hreysti og hugarró. Þessi ástæða er meira en nóg, þetta er fyrirbyggjandi aðferð, að viðhalda hugar og líkamskerfi frá kvillum og langvinnum einkennum og það sem er mjög mikilvægt að forðast óþarfa þjáningu.
Rétt eins og tónlistarkennarinn minn endurtók við mig aftur og aftur „lítið en oft á hverjum degi Guðmundur, æfingin skapar meistarann“. Ég var lengi að átta mig á þessu, eða 25 ár, svona er að vera seinþroska. En að lokum áttaði ég mig á því „árangur liggur í ferlinu“. Í fyrsta lagi þá þurfum við grunnþekkingu í hvernig andardráttur virkar, því hin almenna hugmynd er því meira súrefni sem þú andar því betra, en við vitum núna að það er ekki raunin.
Þannig ferlið skiptir öllu máli, hvernig er þjálfunin gerð.
Það er ekkert mikilvægara í þjálfun en skref fyrir skref nálgun, góðir hlutir gerast hægt.