Menu

Lykillinn að Öndun

Það skiptir ekki máli hversu mikið er æft, hversu lengi eða með hvaða ásetningi – ef öndunin er ekki virt og vernduð, nær iðkunin aldrei sinni raunverulegu dýpt. Öll jógaiðkun ber í sér ákveðna möguleika, ef öndun er ekki höfð í forgrunni mun sá möguleiki aldrei opnast að fullu.

Á þessari 90 mínútna Vinnustofu munum við skoða öndun sem grunnkerfi alls lífs, heilsu, hamingju og jógískrar iðkunar. Þátttakendur fá skýran ramma til að skilja hana í samhengi við líkama og huga, og vinna með hana í einfaldri iðkun.

Mánudaginn 9. febrúar - 18:00-19:30 - Í Fjarþjálfun á Zoom

Vinnustofan er tekinn upp og allir þátttakendur hafa aðgang að upptöku í 1 mánuð

Fræði og Framkvæmd Prana

Öndun kemur á undan öllu öðru

Áður en rætt er um æfingar, svefn, næringu eða lífsstíl þarf eitt kerfi að vera í lagi: öndun. Ef öndun er vanrækt leiðir hún að óstöðugleiki, krónískum einkennum, líkamleg og huglæg þyngsli.

Þegar öndunin er hins vegar höfð í forgrunni og öll iðkun gerð eftir gæðum andardrátts, koma aðrir eiginleikar fram: stöðugleiki, heilbrigði og léttleiki. Þessi gæði eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur afleiðing þess að öndunin fær réttan sess.

Þetta er kjarni þess sem við munum skoða saman í þessari vinnustofu.


Hvað Munum við skoða?

Í þessari 90 mínútna vinnu förum við meðal annars í:

  • samband öndunar og hryggjar, hvert er hlutverk þindar
  • hlutverk CO₂ í öndun
  • muninn á öndun sem er studd og öndun sem er ofkeyrð
  • hvers vegna margar jógaiðkanir veikja öndun í stað þess að styrkja hana
  • hvernig Hatha Yoga nálgast öndun sem lífsorkan sjálf

 

Fyrir hvern er Vinnustofan?

Þessi masterclass er ætluð:

  • jógaiðkendum sem vilja skilja undirstöðuna betur
  • kennurum sem vilja skýrari ramma í kringum öndun
  • fólki sem hefur prófað ýmsar aðferðir en finnur að eitthvað vantar

Engin fyrri reynsla af pranayama er nauðsynleg.

Mánudaginn 9. Febrúar

18:00 – 19:30   –   Í Fjarþjálfun á Zoom   –   Vinnustofan er á íslensku

Vinnustofan er tekinn upp og allir þátttakendur hafa aðgang að upptöku í 1 mánuð

4.500 Kr.

Eða taktu þátt í öllum 3 vinnustofum fyrir 12.000 kr.

Lykillinn að Hryggsúlunni 26. Janúar – Lykillinn að Öndun 9. Febrúar – Lykillinn að Hugleiðslu 23. Febrúar

Vinsamlega Skráðu þig að neðan!

    Hakaðu við vinnustofu (þú mátt velja fleiri en eina):


    Má bjóða þér að greiða með millifærslu eða greiðsluhlekk
    (kemur sem SMS í síma):

    Talya teaching Entering The Sacred Spine Free workshop

    Lykillinn að Hryggsúlunni

    Á Zoom

    Mánudaginn 26. Janúar

    Fræði og Framkvæmd Prana

    Lykillinn að Öndun

    Á Zoom

    Mánudaginn 9. Febrúar

    Frítt Jóga

    Lykillinn að Hugleiðslu

    Á Zoom

    Mánudaginn 23. Febrúar

    Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

    Talya and Gummi

    Eftir áratug af iðkun og námi í jóga fundu þau leið sína til kennsluhefðar T. Krishnamacharya og hafa síðan 2008 sérhæft sig í einkatímum og jógameðferð. Þau voru fyrst til að kynna þessa nálgun á Íslandi og hafa lagt grunn að lifandi samfélagi iðkenda. Þau kenna með einstökum innblæstri, gleði og innsýn í fornar kenningar. Markmið þeirra er að hjálpa nemendum að byggja upp iðkun sem umbreytir og auðgar lífið.

    membership stamp - Senior
    Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar