Til þess að hugleiðsla geti átt sér stað þarf hugurinn fyrst að umbreytast. Hann þarf að taka á sig annað eðli – verða tær, stöðugur og móttækilegur, líkt og kristallað efni sem endurkastar án brenglunar.
T. Krishnamacharya
Í jógískum skilningi snýst þetta um lögmæti iðkunar. Hugleiðsla á sér aðeins stoð þegar hugurinn hefur verið mótaður nægilega til að bera hana. Án þess myndast aðeins keðjur venju, ímyndunar og ásetnings, sem halda huganum föstum í eigin hringrás.
Í Hatha Yoga er leiðin að hugleiðslu skýr og rökrétt. Hugleiðsla er ekki æfð beint, heldur verður hún möguleg þegar hugurinn hefur verið undirbúinn með markvissri vinnu.
Í þessari hefð er gengið út frá því að hugurinn breytist ekki með ásetningi einum saman. Hann breytist þegar athyglin fær stoð, þegar öndunin er þróuð og þegar líkaminn er nægilega stöðugur til að styðja kyrrð. Þá fyrst öðlast hugurinn getu til að vera hjá einu án þess að víkja.
Mikilvægi þróunar til að valda stöðugleika
Í vinnustofunni munum við skoða Samyama, hinu 3 ástönd hugleiðslu:
Mikilvægi í þróun á setstöðu
– setstaðan er á þrennan hátt, við munum skoða hvað er mikilvægt til þróunar.
Munurinn milli Hatha og Raja Pranayama
– lykillinn að hugleiðslu er andardráttur, tvennskonar þróun: orka og/eða skýrleiki.
Hvernig Hatha Jóga útfærir hugleiðslu
– hinn þríþætti vegur Hatha Jóga og hvernig við færum það í iðkun heima fyrir.
Að iðka á þennan hátt er lykilatriðið í samhliða þróun: líkama, öndunar og þróun gjörhyglis í setstöðu.
Hvað þú munt læra
Á vinnustofunni munt þú kynnast:
- Hvernig Hatha jóga setur hugleiðslu fram – einfalt kerfi sem allir geta tileinkað sér.
- Hvernig við veljum setstöðu og hver er aðalþróunin – krosslagðar, kollur eða stóll.
- Grunnhugmyndir úr jógískri líffspeki – sett fram á jarðbundinn og aðgengilegan hátt.
Vinnustofan er opin öllum, óháð aldri, reynslu eða fyrri iðkun. Hún hentar sérstaklega þeim sem vilja skilja, byggja upp, stöðuga og sjálfbæra iðkun.