Menu

Lykillinn að Hryggsúlunni

Vertu velkomin/n á 90 mín. vinnustofu með Gumma og Talyu þar sem við könnum hryggsúluna sem miðju hreyfingar, öndunar og líkamsvitundar í jógískri iðkun.

Á þessari vinnustofu er áherslan lögð á að læra að hreyfa sig frá miðju líkamans. Við skoðum hvernig hreyfing verður til þegar hún á upptök í hryggnum sjálfum, fremur en í útlimum eða ytri formi.

Mánudaginn 26. Janúar - 18:00-19:30 - Í Fjarþjálfun á Zoom

Vinnustofan er tekinn upp og allir þátttakendur hafa aðgang að upptöku í 1 mánuð

Talya teaching Entering The Sacred Spine Free workshop

Það ER ekki allt sem Sýnist

Hryggsúlan er hér skilin sem lifandi samskiptamiðja þar sem tveir vöðvakerfi vinna saman: innra stuðningskerfið (kjarni) og ytra hreyfikerfið. Sérstök áhersla er lögð á að virkja og skynja kjarnann, því hann mótar hvernig hreyfing dreifist um líkamann.

Vandamálið með hrygginn er að hann hreyfist mest í 3 liðum og veldur því of miklu álagi sem leiðir til vekja og slits. Í þessari vinnustofu skoðum við hvernig við getum „hreyft hrygginn í 24 liðum og stuðlað að heilbrigði hans“, heldur að breyta upptökum hreyfingar. Öndunin gegnir þar lykilhlutverki sem miðja og samhæfandi afl, og líkamsvitund dýpkar í takt við aukna skynjun á hryggnum sjálfum.

Stefnumiðuð hreyfing og stefnumiðuð öndun

Í vinnustofunni kynnum við tvær meginleiðir hrygghreyfingar og orku-hreyfingar innan búksins:

Stefnumiðuð hreyfing
– hvernig hreyfing á sér upptök í hryggnum og dreifist út í líkamann með skýrleika og samhengi.

Stefnumiðuð öndun
– hvernig öndunin fylgir hreyfingu hryggsins og styður hana.

Prana, Agni og Apana
– hvert er samstarf hina tveggja innri vinda og innri eldsins.

Að iðka á þennan hátt er lykilatriðið í samhliða þróun:  líkama, orkukerfis og þróun gjörhyglis í hreyfingu.

Hvað þú munt læra

Á vinnustofunni munt þú kynnast:

  • Þriggja punkta hrygghreyfingu – einföld grunnhreyfing brjóstbaks, mjóbaks og spjalds.
  • Stellingar sem sýna þriggja punkta hrygghreyfingu í framkvæmd – framteygjur og bakfettur.
  • Grunnhugmyndir úr jógískri líkamsfræði – sett fram á jarðbundinn og aðgengilegan hátt.

Vinnustofan er opin öllum, óháð aldri, reynslu eða fyrri iðkun. Hún hentar sérstaklega þeim sem vilja skilja hvaðan hreyfing kemur, finna að hefðbundið flæði nær ekki til miðju líkamans og vilja byggja upp stöðuga og sjálfbæra iðkun.

Mánudaginn 26. Janúar

18:00 – 19:30   –   Í Fjarþjálfun á Zoom   –   Vinnustofan er á íslensku

Vinnustofan er tekinn upp og allir þátttakendur hafa aðgang að upptöku í 1 mánuð

4.500 Kr.

Eða taktu þátt í öllum 3 vinnustofum fyrir 12.000 kr.

Lykillinn að Hryggsúlunni 26. Janúar – Lykillinn að Öndun 9. Febrúar – Lykillinn að Hugleiðslu 23. Febrúar

Vinsamlega Skráðu þig að neðan!

    Hakaðu við vinnustofu (þú mátt velja fleiri en eina):


    Má bjóða þér að greiða með millifærslu eða greiðsluhlekk
    (kemur sem SMS í síma):

    Talya teaching Entering The Sacred Spine Free workshop

    Lykillinn að Hryggsúlunni

    Á Zoom

    Mánudaginn 26. Janúar

    Fræði og Framkvæmd Prana

    Lykillinn að Öndun

    Á Zoom

    Mánudaginn 9. Febrúar

    Frítt Jóga

    Lykillinn að Hugleiðslu

    Á Zoom

    Mánudaginn 23. Febrúar

    Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

    Talya and Gummi

    Eftir áratug af iðkun og námi í jóga fundu þau leið sína til kennsluhefðar T. Krishnamacharya og hafa síðan 2008 sérhæft sig í einkatímum og jógameðferð. Þau voru fyrst til að kynna þessa nálgun á Íslandi og hafa lagt grunn að lifandi samfélagi iðkenda. Þau kenna með einstökum innblæstri, gleði og innsýn í fornar kenningar. Markmið þeirra er að hjálpa nemendum að byggja upp iðkun sem umbreytir og auðgar lífið.

    membership stamp - Senior
    Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar