Menu

Klassískt Vinyasa Krama og Meistraðu Listina að Jóga

Rafrænt námskeið sem sameinar lifandi upptökur af tveimur öflugum námskeiðum: „Klassískt Vinyasa Krama“ og „Meistraðu Listina að Jóga“.

Ardha Shalabhasana

Í námskeiðinu er farið í gegnum kjarnann í Hatha og Raja jóga, með sérstakri áherslu á Klassískt Vinyasa Krama – þar sem öndun og hreyfing vinna saman í takt til að byggja upp styrk, mýkt og magna lífsorkuna.

Þú lærir hvernig jógaiðkun getur dýpkað tengsl þín við líkamann og andann, og öðlast skýra sýn á hvert við erum að stefna með jóga – bæði líkamlega og andlega.

Þetta er kjörið námskeið fyrir alla sem vilja skilja uppruna jóga og þróa með sér meðvitaða, öndunarmiðaða iðkun sem styður bæði líkamalega og andlega heilsu.

Leiðbeiningar eru einfaldar og aðgengilegar fyrir alla iðkendur, og gefa tækifæri á þróun innan iðkunar skref fyrir skref.

Hvað innihalda upptökurnar:

✔️ Tveir fyrirlestrar (2 klst. samtals)
Djúp innsýn í klassíska hugmyndafræði Hatha og Raja jóga. Hvernig jóga virkar í raun – út frá lífeðlisfræði og visku andardráttarins.

✔️ Fjórar jógarútínur (Klassískt Vinyasa Krama)
Vel uppbyggðar jógarútínur sem leiða þig gegnum þriggja punkta hrygghreyfingu og kenna þér að virkja líkama og öndun í hverri stöðu.

✔️ Átta stutt myndbönd með umræðum
Hnitmiðuð fræðsla sem hjálpar þér að tengja punktana milli líkamlegrar iðkunar og hugrænnar vinnu.

✔️ Aukabónus – Öndunaræfing & djúp slökun
Agni Sthana (öndun sem eflir innri eldinn) + Shyava Yatri (31-punkta djúpslökun) + Suksma Vate (fíngerður andardráttur). Dýrmæt leið til að jafna taugakerfið og byggja upp lífsorku.

Þetta var framúrskarandi góð og um leið notaleg kennsla hjá Gumma. Fyrsta skipti sem ég læri að fara svona djúpt í stöður. Frábært að læra þessa tækni að anda rétt – ætla að gera mitt besta og nýta mér það sem ég hef lært.

Hildur Sigurbjörnsdóttir

Mér fannst útskýringarnar hjá Gumma um Hatha og Raja gífurlega góðar, og virkilega góð innsýn hvernig andardráttur virkar í takt við þessi fornu fræði, hann er greinilega ekki að útskýra þetta í fyrsta sinn.

Jóhann

Ég hef aldrei fengið aðra eins kennslu um öndun og er búin að prófa ýmislegt, gjörbreytti mínum skilningi, 100% námskeið, takk.

Kristín Halldórsdóttir

Ótrúlega fullnægjandi að fá svo faglega leiðslu inn í jóga, nákvæm nálgun og góð leiðsögn.

Guja Dögg Hauksdóttir

Fagmannlega gert, góð nærvera, ákveðni í framfærslu, góð eftirfylgni

Þórunn Dögg Johnsen Harðardóttir

Ég náði að fara dýpra í stöður en ég er vanur

Bergþór Gunnarsson

Fékk leiðréttingu à stöðum og stuðning við öndun.

Þið eruð bæði fràbærar fyrirmyndir

Ása Kristín Jóhannsdóttir

Mjög gott að fylgjast með leiðbeiningum og rosalega skýrt hvernig á ad gera æfingarnar.

Ólafía Pálmarsdóttir

9.500 kr.

Páskatilboð 20% afsláttur – 7.500

Tilboðið gildir til miðnættis 21.04

Gummi og Talya

Eftir áratug af jóga námi og strangri iðkun fundu Gummi og Talya að þeim vantaði beina handleiðslu til að fara dýpra í sinni kennslu og iðkun. Þau fundu það í kennslu Jógameistarans T. Krishnamacharya og hafa numið kennslu hans frá 2008, þau sérhæfa sig í 1 Á 1 og Jóga sem þerapíu.

Þau voru fyrst til að færa þessar kennslu til Íslands árið 2008 og eru brautryðjendur í notkun aðferð Krishnamacharya í jóga sem þerapía og 1 Á 1. Þau kenna með einstökum áhuga, gleði og innsýn í þessi fornu fræði. Þeirra markmið er að hjálpa nemendum sínum að tileinka sér iðkun til að auðga og umbreyta lífi sínu.

Þau eru staðráðin í að deila hinni margvíðu kennslu Krishnamacharya með sívaxandi fjölda iðkenda.

1920x1080 Svatantra
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar