Krishnamacharya var indverskur jóga kennari, ayurveda læknir og fræðimaður. Hann er oft kallaður “faðir nútíma jóga” eins og það er kennt í vesturlöndum í dag. Eitt af hans stærstu áhrifum að færa aftur í nútíma iðkun, samsuðu milli hațha og raja yoga.
Hann trúði því að jóga væri ein stærsta gjöf til mannkynsins, bæði sem andleg iðkun eða sem sjálfshjálpar verkfæri til almennrar heilsu og hreystis. Hann endurvakti hina fornu list vinyasa krama, sem er lögmál hreyfingar og andardrátts. Undirliggjandi lögmál í hans kennslu var “kenndu það sem er við hæfi fyrir hvern einstakling”.
Kennsla hans var víðáttumikil, hún spannaði all frá jóga iðkun sem þerapía, að jóga iðkun að uppljómun. Hans kennsla endurspeglast hvað heildsteyptast með hans nánasta nemanda Desikachar í því sem kallast “viniyoga af jóga”, þar sem jóga er aðlagað að getu, þörfum og óskum hvers þanns sem óskar. Hann var einnig kennari margra þekktra jógakennara í vesturlöndum í dag eins og Iyengar, S Ramasvami, A.G. Mohan, Indra Devi og Pattabhi Jois.
Krishnamacharya var fjölskyldumaður sem sinnti sínum skyldum sem faðir og eiginmaður en á sama tíma ástundaði sína jóga iðkun reglulega.
Desikachar var elsti sonur Krishnamacharya. Desikachar var verkfræðingur að mennt og ætlaði sér aldrei að verða jógakennari, en vegna röð atburða þar sem hann varð vitni að styrk jóga iðkunar sem heilun og heilsteypt aðferðarfræði til bættrar heilsu bæði líkamlegrar sem og andlegrar, ákvað hann að verða jógakennari, hann gaf verkfræðivinnu sína upp á bátinn og helgaði sig algjörlega kennslu og iðkunnar á jóga.
Hann nam með föður sínum daglega í yfir 3 áratugi. Nám Desikachar með föður sínum var mjög víðáttumikið, en helgaðist nær eingöngu að aðferð sem kallast einstaklingsmiðaðuð iðkun eða vinijóga. Desikachar kenndi vinijóga á Indlandi sem og alþjóðlega. Desikachar var hlekkurinn sem brúaði kennslu föður síns í heild sinni til vesturlanda.
Nokkrir af hans nánustu nemendur voru Paul Harvey, Claude Marechel, Francois Lorin, Gary Kraftsow, Peter Hersnack og fleiri.
Paul hefur verið kennari, iðkandi og nemandi í vinijóga í 4 áratugi. Paul var náin nemandi Desikachar í 25 ár. Fyrstu kynni Pauls af Desikachar var árið 1974, það var hinsvegar ekki fyrr en árið 1979 að Paul byrjar sitt nám sem nemandi Desikachar. Það ár fór hann til Indlands til að nema með Desikachar, hann dvaldi 2 ár í stöðugu námi. Paul dvaldi að meðaltali 2-3 mánuði á ári með Desikachar og nam vinijóga ásamt, ayurveda, yoga sutra, vedíska kyrjun og öðrum tengdum fræðum. Allt hans nám með Desikachar var í einstaklingsmiðaðri þjálfun.
Paul stofnaði sinn fyrsta jóga skóla árið 1981 í Bath, Center for yoga studies. Paul kenndi, þjálfaði og hafði umsjón með þúsundum iðkenda sem annaðhvort komu til hans sem nemendur í sinni persónulegu iðkun, eða þeir sem höfðu áhuga á að kenna jóga. Paul kom með vinijóga til Bretlands, hann var leiðandi afl í þjálfun jógakennari og hannaði átta ára kennslunám þar sem hann ústkrifaði fjöldan af kennurum, samtökin AYS urðu til í kringum hans kennaranám. Árið 2006 gaf hann upp sitt hlutverk innan samtakanna og einbeitti sér frekar að þjálfun nemanda og kennara í smærra samhengi.
Árið 2011 fór Paul aftur að sínum uppruna í kennslu, þar sem hann einbeitir sér að litlum námshópum og/eða ítarlegu námi í einstaklingsmiðaðri þjálun. Talya og Gummi hafa verið í læri hjá Paul síðan 2014. Sjá vefsíðu Paul.