Menu

Frítt Örnámskeið í Streitulausnum: Farðu úr Streitu í Slökun á 10 mínútum!

Frelsi frá Streitu á 3 Mánuðum!

Taktu skref í átt að lífsbreytingu með einstaklingsmiðaðri jóga og öndunarþjálfun í átt að varanlegum breytingum

6 einkatíma og eftirfylgni á 3 mánuðum

Streita er undirrót margra einkenna, þar á meðal kvíða og depurð, vöðvabólgu, orkuleysis, svefntruflana….. og listinn er langur. Með réttu jóga-, öndunar- og djúpslökunarverkfærum getur þú lært að stórbæta þín einkenni og náð varanlegum árangri.

Sérsniðin 1-1 kennsla Í þessari sérsniðnu 3 mánaða einkakennslu leggjum við áherslu á að finna og vinna með þína streituvalda á persónulegan og markvissan hátt. Ólíkt hefðbundnu hópnámskeiði, býður þessi nálgun upp á dýpri og varanlegra breytingar, þar sem við vinnum sérstaklega með þín einkenni og sérsníðum alla iðkun að þeim og þínum lífsstíl. Með sex einkatímum, sérsniðnum æfingum og einstakri eftirfylgni tryggjum við að þú fáir stuðninginn sem þú þarft til að innleiða breytingar sem endast. Þetta er þinn tími, þitt rými og þitt ferðalag í átt að varanlegri breytingu.

Hvað muntu Læra ?

Námskeiðið spannar 6 einkatíma + eftirfylgni á samskiptaforriti yfir 3 mánuði og inniheldur:

Hvernig fer kennslan fram?

  • 6 einkatímar (60 mínútur hver) yfir 3 mánuði, þar sem við vinnum markvisst að því að þróa djúpa slökun í taugakerfi og auka á seiglu líkama.
  • Persónuleg eftirfylgni og stuðningur– Þú færð leiðbeiningar til að fylgja eftir milli tíma, ásamt eftirfylgni á hvaða samskiptaformi sem þú kýst (Messenger, whatsapp………..).
  • Aðgangur að lokuðu netsvæði með viðbótarefni og útskýringum á æfingum til stuðnings.
Jógaæfingar

Rétt jógaþjálfun skapar seiglu, röng þjálfun getur aukið á streitusvörun:

Rétt þjálfun:

  • Þjálfunin miðar að því sem þinn líkami ræður við

  • Dregur úr spennu og eykur blóðrás í stoðkerfi 

  • Eykur súrefnisupptöku í vefjum, innri líffærum, miðtaugakerfi og heila

  • Skapar seiglu í líkama og þar af leiðandi eykur slökunarsvörun

Öndunarvinna

Rétt öndun skiptir öllu máli fyrir heilbrigt taugakerfi, líkami sem andar of mikið er í stöðugri streitusvörun:

Rétt þjálfun:

  • Lærðu æfingar sem taka þig í slökun á örskömmum tíma

  • Lærðu æfingar sem auka orku þína til langtíma

  • Lærðu æfingar sem draga úr hjartslætti og gefa þér djúpa hvíld

  • Kenndu líkama að fara úr grunnri öndun

  • Skapar seiglu í líkama og þar af leiðandi eykur slökunarsvörun

  • Lærðu hvernig sumar öndunaræfingar efla þig og hvernig aðrar skaða heilsu þína
Djúpslökun

Lærðu djúpslökunartækni til dýpri hvíldar og spennulosunar:

  • Lærðu að losa djúpstæða spennu langvarandi streitusvörunar

  • Jóga Nidra

  • Nyasa, 61 orkupunktar líkamans

Fræðslufyrirlestrar og útskýring á æfingum

Eitt það mikilvægasta að skilja er samband streitu og lífstíls:

  • Námskeiðinu fylgir fræðslufyrirlestrar og útskýringar á völdum æfingum

  • Hvað er streitusvörun?

  • Streituformúlan og hringrás oföndunar í líkama?

  • Hvernig sköpum við seiglu í líkama með réttri þjálfun, röng þjálfun skapar streitusvörun?

  • Hvernig bætum við svefn okkar?

  • Hvernig getur matarræði stuðlað að minnkun í streitusvörun?

  • Hvað er hugur og hvernig skapar hugsun góða líffræði eða slæma líffræði.

Eftirfylgni

Allir nemendur fá eftirfylgni með samskiptaforriti að eigin vali:

  • Lykillinn í þjálfuninni er eftirfylgnin, það er hún sem fær þig til að skilja dýpri hvað þú þarft að einbeita þér að hverju sinni.

  • Hvernig við gerum þjálfunina skilvirkari

  • Hvernig er best fyrir þig að komast í reglulega þjálfun

  • Hvaða æfingar áttu að setja athyglina meira á hverju sinni, það snýst um þín einkenni og árangur

79.500 kr.

Byrjaðu hvenær sem er á Staðnum

Hægt er að skipta greiðslu í þrennt ef kosið er

69.500 kr.

Byrjaðu hvenær sem er í Fjarþjálfun á Zoom

Hægt er að skipta greiðslu í þrennt ef kosið er

Talya og Gummi

Talya hóf jógavegferð sína fyrir meira en 27 árum þegar hún var veik, brotin og föst á milli steins og sleggju. Hún hefur aldrei litið til baka síðan. Hún er lifandi sönnun þess að með réttri þjálfun er fullkomlega hægt að snúa streitunni við. Hún vill ekki aðeins hjálpa þér að takast á við streitu heldur einnig lifa lífi sem einkennist af innri friði og gleði.

Gummi myndi líklega ekki segja að hann sé streitutýpan (hann er jú Íslendingur og með sitt „coolio vibe“), en þegar hann var ungur glímdi hann við mikinn kvíða sem hafði áhrif á öll svið lífs hans. Ástríða hans fyrir jóga og öndunartækni breytti öllu fyrir hann.

Við skiljum bæði hversu hræðileg áhrif streita getur haft, og markmið okkar er að hjálpa þér að losna við þessa þjáningu og byrja að lifa án langvarandi streitu. Við vitum að ef við gátum gert þetta, getur þú það líka!

Gummi og Talya hafa verið á meðal fremstu jógakennara og jógaþerapista á Íslandi í meira en tvo áratugi. Þau hafa kennt í mörgum af hreyfimiðstöðvum Reykjavíkur, í fyrirtækjum og sérstklega með persónulegri þjálfun einstaklinga. Þau eru eigendur Art of Yoga.

Nálgun þeirra á streitu er fyrst og fremst hagnýt og stefnumiðuð, en hún byggir einnig á heildrænni nálgun sem er eins einstaklingsmiðuð og hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins.

Talya and Gummi meistraðu listina að jóga

Uppgötvaðu Einfaldar og Áhrifaríkar Jóga-aðferðir til að Meðhöndla þína Streituvalda

Ritaðu Nafn og Netfang og fáðu FRÍU VINNUBÓKINA OKKAR

✔   Uppgötvað helstu streituvalda þína.

✔   Fáðu einfalda öndunaræfingu til að fara úr streitu í slökun á 10 mínútum

✔   Fáðu einfalda djúpslökun sem virkjar sefjunarviðbragðið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar