Streita er undirrót margra einkenna, þar á meðal kvíða og depurð, vöðvabólgu, orkuleysis, svefntruflana….. og listinn er langur. Með réttu jóga-, öndunar- og djúpslökunarverkfærum getur þú lært að stórbæta þín einkenni og náð varanlegum árangri.
Sérsniðin 1-1 kennsla Í þessari sérsniðnu 3 mánaða einkakennslu leggjum við áherslu á að finna og vinna með þína streituvalda á persónulegan og markvissan hátt. Ólíkt hefðbundnu hópnámskeiði, býður þessi nálgun upp á dýpri og varanlegra breytingar, þar sem við vinnum sérstaklega með þín einkenni og sérsníðum alla iðkun að þeim og þínum lífsstíl. Með sex einkatímum, sérsniðnum æfingum og einstakri eftirfylgni tryggjum við að þú fáir stuðninginn sem þú þarft til að innleiða breytingar sem endast. Þetta er þinn tími, þitt rými og þitt ferðalag í átt að varanlegri breytingu.