Talya hóf jógavegferð sína fyrir meira en 27 árum þegar hún var veik, brotin og föst á milli steins og sleggju. Hún hefur aldrei litið til baka síðan. Hún er lifandi sönnun þess að með réttri þjálfun er fullkomlega hægt að snúa streitunni við. Hún vill ekki aðeins hjálpa þér að takast á við streitu heldur einnig lifa lífi sem einkennist af innri friði og gleði.
Gummi myndi líklega ekki segja að hann sé streitutýpan (hann er jú Íslendingur og með sitt „coolio vibe“), en þegar hann var ungur glímdi hann við mikinn kvíða sem hafði áhrif á öll svið lífs hans. Ástríða hans fyrir jóga og öndunartækni breytti öllu fyrir hann.
Við skiljum bæði hversu hræðileg áhrif streita getur haft, og markmið okkar er að hjálpa þér að losna við þessa þjáningu og byrja að lifa án langvarandi streitu. Við vitum að ef við gátum gert þetta, getur þú það líka!
Gummi og Talya hafa verið á meðal fremstu jógakennara og jógaþerapista á Íslandi í meira en tvo áratugi. Þau hafa kennt í mörgum af hreyfimiðstöðvum Reykjavíkur, í fyrirtækjum og sérstklega með persónulegri þjálfun einstaklinga. Þau eru eigendur Art of Yoga.
Nálgun þeirra á streitu er fyrst og fremst hagnýt og stefnumiðuð, en hún byggir einnig á heildrænni nálgun sem er eins einstaklingsmiðuð og hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins.