Langar þig að öðlast sterkan grunn í fræðum og framkvæmd prāṇa og prāṇāyāma, sem getur þjónað bæði í kennslu og þinni eigin iðkun?
Þetta námskeið er hannað fyrir jógakennara sem vilja dýpka skilning sinn á lífsorkunni (prāṇa) og andardrættinum sem brú milli líkama og hugans. Það er einnig ætlað verðandi jógakennurum sem vilja kynnast fræðunum á faglegum og skipulögðum grunni. Þetta námskeið telst einnig til 200 tíma kennaraþjálfunar hjá okkur ef þátttakandi kýs það.
Með þessu námskeiði munt þú þróa dýpri skilning á prāṇāyāma og hugleiðslu (dhyānam) og læra að beita þeim markvisst til að skapa jafnvægi, efla innri ró og dýpka tengslin milli huga, líkama og lífsorku. Þetta mun ekki aðeins styrkja þína eigin iðkun heldur einnig bæta leiðsögn þína fyrir aðra.