Menu

Fræði og Framkvæmd Āsana

Undirstöður, Innsýn og Heildræn Þekking fyrir Jógakennara og Áhugasama Jóganemendur

Slástu í för með Gumma og Talyu á þetta Helgarnámskeið 14 - 16 Mars 2025

Fræði og framkvæmd āsana: Undirstöður, innsýn og heildræn þekking fyrir jógakennara og áhugasama nemendur

Langar þig að öðlast sterkan grunn í fræðum og framkvæmd āsana sem getur þjónað bæði í kennslu og þinni eigin iðkun? Þetta námskeið er fyrsta skrefið í kennaraþjálfun hjá okkur og er hannað fyrir jógakennara sem vilja dýpka þekkingu sína á Vinyāsa Krama eða verðandi jógakennara sem vilja kynnast fræðunum á faglegum og skipulögðum grunni.

Dagsetning og tími

14 – 16 Mars 2025

14.03 18:00 – 21:00

15.03 09:00 – 18:00

16.03 10:00 – 14:00


 

Kennsluháttur

Öll kennsla fer fram í stúdíóinu (ekki á netinu)

Art of Yoga

Skipholt 35

Kennsla er á íslensku og ensku


 

VERÐ:

39.500 kr.

Fyrstu fimm plássin 34.500

Takmarkað pláss, tryggðu þitt pláss og skráðu þig á hlekknum að neðan!

Hvers vegna velja þetta námskeið?

Þetta námskeið býður þér einstakt tækifæri til að skilja undirstöður āsana, hvernig āsana tengist líkamlegri virkni, og hvernig þú getur miðlað þessu áfram til nemenda. Hvort sem þú ert núverandi jógakennari sem vill styrkja faglega færni sína eða verðandi kennari sem er að stíga sín fyrstu skref, þá er þetta námskeið ómetanlegur grunnur fyrir þig.

Fræðin

  • Grundvallarlögmál āsana: Lærðu grundvallarlögmál á iðkun āsana í vinyasa krama

  • Form og virkni: Lærðu hvert sambandið er á milli form og virkni jógastaðna

  • Öndun: Lærðu hvernig mismunandi öndunarmynstri geta umbreytt iðkun og kennslu í jógastöðum.

  • Aðlögun og útfærslur: Skildu hvernig þú getur aðlagað stellingar til að henta mismunandi þörfum einstaklinga.

  • Uppruni āsana: Hvert er upphaf og þróun allra jógastaða.

  • Hreyfing og kyrrstaða: Hvert er jafnvægið milli hreyfingar og kyrrstöðu og hvenær á hvert við hjá nemendum okkar.

5

Framkvæmdin

  • Ítarlegar vinnustofur til að öðlast trausta undirstöður í helstu Hatha yoga stellingum

  • Læra rétt Vinyāsa Krama fyrir valdar stellingar

  • Skilja Siksana-formið og algengar aðlaganir og útfærslur

  • Skilja „lið-losun“ algeng mistök hjá nemendum og hvernig á að endurmennta tauga- og vöðvavirkni

  • Hvernig á að hámarka árangur innan stellinga

6

39.500 kr.

Fyrstu fimm plássin 34.500 kr.

Talya og Gummi

Eftir áratug af jóga námi og strangri iðkun fundu Gummi og Talya að þeim vantaði beina handleiðslu til að fara dýpra í sinni kennslu og iðkun. Þau fundu það í kennslu Jógameistarans T. Krishnamacharya og hafa numið kennslu hans frá 2008, þau sérhæfa sig í 1 Á 1 og Jóga sem þerapíu.

Þau voru fyrst til að færa þessar kennslu til Íslands árið 2008 og eru brautryðjendur í notkun aðferð Krishnamacharya í jóga sem þerapía og 1 Á 1. Þau kenna með einstökum áhuga, gleði og innsýn í þessi fornu fræði. Þeirra markmið er að hjálpa nemendum sínum að tileinka sér iðkun til að auðga og umbreyta lífi sínu.

Þau eru staðráðin í að deila hinni margvíðu kennslu Krishnamacharya með sívaxandi fjölda iðkenda.

Talya and Gummi meistraðu listina að jóga
Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar